Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 27 ÚTBREIÐSLA LEGIONELLA SPP. í UMHVERFI Á ÍSLANDI Ólafur Steingrimsson, Hjördís Harðardóttir, María Sigurjónsdóttir, Sigurður B. Þorsteinsson, Sigfús Karlsson. Sýklarannsóknadeild Landspítalans, Lyflækningadeild Landspítalans. Á árunum 1983 og 1984 voru gerðar umfangsmiklar rannsóknir á orsökum lungnabólgu hjá sjúklingum á Landspítala og Borgarspítala. í báðum rannsóknunum var niðurstaðan sú að talsverðan fjölda lungnasýkinganna mætti rekja til Legionella-baktería, eða í 17,4% á Landspítalanum og 14% á Borgarspítalanum. Af þessu tilefni var ráðist í að kanna nánar útbreiðslu Legionella-baktería í umhverfi á íslandi og þá einkum á sjúkrahúsunum í Reykjavík. Rannsökuð voru vatnssýni úr hitaböðum á rannsóknadeildum og sturtuhausum á öllum legudeildum á Landspítalanum (101 sýni), Borgarspítalanum (27 sýni) og Landakotsspítala (31 sýni) og fannst Legionella pneumophila, serotypa 1, í einhverjum mæli á öllum sjúkrahúsunum. Einnig voru rannsökuð vatnssýni í vistarverum starfsfólks á Landspítalanum, úr rakagjöfum loftræstikerfa í sjúkrahúsunum, handlaugakrönum á mörgum deildum, blóðsíunarvélum og loks úr kaldavatnsinntaki Landspítalans í ketilhúsi. Alls voru þetta 145 sýni frá 86 stöðum. Legionella fannst í 9 af 13 handlaugakrönum og 7 af 10 sturtuhausum í vistarverum starfsfólks. Þegar tekin voru sýni úr inntökum »jákvæðu« vaskanna fyrir heita vatnið annars vegar og kalda vatnið hins vegar ræktaðist Legionella úr öllum kaldavatnssýnunum 5, en öil heitavatnssýnin 5 voru neikvæð. Af 10 rakagjöfum, sem athugaðir voru var einn jákvæður. Sama gilti um 15 af 22 handlaugakrönum á legudeildum og 6 af 8 gervinýrnavélum. Ekki tókst að rækta Legioneila úr kaldavatnstanki sjúkrahússins. Allir Legionella-stofnar sem ræktuðust reyndust vera Legionella pneumophila, af serotypu 1. Legionella fannst ekki í neinu þeirra 19 vatnssýna, sem tekin voru utan sjúkrahússins, úr sturtuhausum í heimahúsum á stór-Reykjavikursvæðinu og úr Tjörninni. Vegna þess að tvö tilfelli af legionellosis greindust á Landakotsspítala voru í desember 1987 gerðar ræktanir frá kranavatni á gjörgæslu, hreina skoli á skurðstofugangi, slöngum og svæfingarvélum á skurðdeildinni og frá öndunarvélum á gjörgæsludeildinni. Legionellapneumophila, serotypa 1, ræktaðist úr slöngu á svæfingarvél sem var tilbúin tii notkunar. Ekki tókst að rækta Legionellur úr öðrum sýnum. í mars 1988 var gerð tilraun til að rækta Legionella úr rakagjöfum fyrir Landakotsspítala en tókst ekki. Af ofangreindum niðurstöðum er ljóst að L. pneumophila er töluvert útbreidd í spítalaumhverfi á íslandi. ÁRANGURSLAUS TILRAUN TIL ÚTRÝMINGAR LEGIONELLA SPP. ÚR VATNI Á LANDSPÍTALANUM María Sigurjónsdóttir, Sigfús Karlsson, Sigurður B. Þorsteinsson, Ólafur Steingrimsson. Sýklarannsóknadeild Landspítalans, Lyflækningadeild Landspítalans. Gerð var rannsókn á útbreiðslu Legionella spp. á Landspítalanum frá september 1986 til febrúar 1987. Ræktaðist Legionella pneumophila, serotypa 1, úr vatni frá mörgum krönum og sturtum á deildum og í skrifstofuálmu. I byrjun mars 1988 var gerð tilraun til að útrýma Legionella spp úr sturtunum í G-álmu Landspítalans. Aðferðin var sú að láta heita vatnið renna í 5 mín. Síðan voru sett ný blöndunartæki á sturtur með hreyfanlegum barka og haus og nýir sturtuhausar þar sem sturtuhausarnir voru festir beint í vegg. Einnig var skipt um síur og þéttingar í fremsta hluta allra krana á deildunum. Eftir þessar aðgerðir voru vatnssýni tekin reglulega úr sturtunum. Ræktun var gerð á BCYE-alfa agar. Eftir 4 til 5 daga í hitaskáp var gróður á skálunum greindur með Grams-litun, súrvatnskljúfsprófi og ónæmisflúrljómun. í fimm af átta sturtum höfðu þessar aðgerðir engin áhrif. í þremur sturtum kom ekki vöxtur á Legionella fyrstu 7 til 13 dagana eftir að skipt var um blöndunartæki. Innan 13 daga óx Legionella pneumophila frá vatnssýnum úr öllum átta sturtunum. Ljóst er því að þær aðgerðir sem hér er lýst dugðu ekki til að útrýma Legionellum úr vatnskerfi spítalans og höfðu nánast engin áhrif á fjölda bakteríanna í vatnskerfinu. CAMPYLOBACTER PYLORIS OG SAMBAND HANS VIÐ VEFJAFLOKKA pG MEINGERÐ María Sigurjónsdóttir, Alfreð Árnason, Jóhann Heiðar Jóhannsson, Bjarni Þjóðleifsson, Einar Oddsson, Hallgrimur Guðjónsson, Sif Jónsdóttir, Ólafur Steingrímsson. Sýklarannsóknadeild Landspítalans, Blóðbankinn, Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði, Lyflækningadeild Landspítalans. Tilgangur: Campylobacter pyloris er talinn vera meðverkandi orsakaþáttur í bólgu og sárasjúkdómum í maga. Frumrannsókn þessi var gerð til að kanna útbreiðslu bakteríunnar meðal sjúklinga sem komu til magaspeglunar á Landspítalanum, athuga samband hennar við meingerð og hugsanlegt samband hennar við vefjaflokka. Aðferðir og efniviður: Rannsóknin var gerð á tímabilinu 26. október til desemberloka 1987. Tekið var blóð í vefjaflokkun og vefjasýni úr maga frá 47 manns. Tvö vefjasýni voru tekin frá: pylorus, angulus og curvatura minor, annað í ræktun en hitt í vefjaskoðun. Útilokaðir frá þátttöku voru þeir sem höfðu tekið sýklalyf innan 14 daga fyrir speglun. Ekki voru heldur tekin sýni frá fólki á blóðþynningarmeðferð né með þekkta blæðingartilhneigingu. Einkenni frá meltingarvegum leiddu til magaspeglunar hjá 43,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.