Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 56
40 LÆKNABLAÐIÐ Þessi munur var ekki tölfræðilega marktækur. Meðalfjöldi lyfja hjá konum við útskrift var óbreyttur eða 3.4±2.5, en hafði aukist marktækt hjá körlum upp í 3.3 ±2.3 (p:0.003). Þessi aukning varð fyrst og fremst vegna hjartalyfja. Fjöldi lyfja á einstakling jókst marktækt með hækkandi aldri (r: 0.36, p< 0.001). Karlar 65 ára og eldri voru að meðaltali á 4.0±3.1 og konur 65 ára og eldri á 4.2±2.3 lyfjum við innlögn. Algengustu sjúkdómarnir voru hjartasjúkdómar og samsvarandi því voru hjartalyf algengustu lyfin: Við innlögn voru 31.9% á betablokkerum, 28.5% á nítrötum, 22.2% á þvagræsilyfjum og 11.0% á kalsiumblokkerum. Mest notuð inni á deildum voru: Væg verkjastillandi lyf (45% sjúklinga), róandi lyf (39.6%) og svefnlyf (34%). Við innlögn voru 10.6% sjúklinga, mest konur (2/3), á róandi lyfjum, en aðeins 8.5% útskrifuðust á róandi lyfjum og þá hafði kynjahlutfallið snúist við, þ.e. 2/3 þeirra voru karlar. 14.9% voru á svefnlyfjum við komu, en aðeins 5.9% útskrifuðust á svefnlyfjum. Ofangreindar niðurstöður samsvara nokkuð vel niðurstöðum hliðstæðra athugana, sem gerðar hafa verið í nágrannalöndum okkar. AFDRIF EINSTAKLINGA MEÐ KJARNAMÓTEFNI (ANA)- ÁTTA ÁRA UPPGJÖR Sigurður Ólafsson, Kristján Steinsson, Helgi Valdimarsson. Lyfiækningadeild Landspítalans, Rannsóknastofa Háskóians í ónæmisfræöi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga klíníska þýðingu og forspárgildi kjarnamótefna (ANA), einkum með tilliti til bandvefssjúkdóma. Rannsóknin tekur til allra þeirra einstaklinga sem sendir voru til kjarnamótefnamælinga á 10 mánaða tímabili árið 1980 og reyndust jákvæðir. Nú átta árum síðar voru samkvæmt rannsóknaáætlun athugaðar klínískar upplýsingar og rannsóknaniðurstöður og einstaklingar kallaðir til viðtals og blóðrannsókna. Sérstaklega var athugað hvort einhverjir hefðu greinst með bandvefssjúkdóma á þessu tímabili. Á 10 mánaða tímabili 1980 greindust kjarnamótefni í um 170 einstaklingum. Upplýsingar fengust um 117. Af þeim höfðu 54 greindan bandvefssjúkdóm fyrir 1980 eða notuðu lyf sem oft valda jákvæðu kjarnamótefnaprófi. Af 117 höfðu 63 einstaklingar kjarnamótefni án þess að hafa greindan bandvefssjúkdóm fyrir 1980 eða notað ofannefnd lyf. Úr þessum hópi hafa 14 (22%) greinst með rauða úlfa (SLE), þar af átta sama ár og prófið var gert (1980). Til viðbótar eru tveir grunaðir um að hafa rauða úlfa en uppfylla ekki alveg ARA skilmerki. Auk þess greindust sex með iktsýki (RA) 1980. Fjörutíu og átta þeirra einstaklinga, sem voru jákvæðir 1980, voru nú aftur athugaðir fyrir kjarnamótefnum. 46% voru áfram jákvæðir og 21% til viðbótar sýndu veika svörun en 33% reyndust neikvæðir. Niðurstöður benda til þess að verulegar líkur séu á að einstaklingur í úrtaki sem þessu, er greinist með kjarnamótefni, muni á næstu árum fá bandvefssjúkdóm, einkum rauða úlfa. Kjarnamótefni virðast þó í mörgum tilvikum skammtímafyrirbæri. METHOTREXATE MEÐFERÐ VIÐ RHEUMATOID ARTHRITIS, ÁHRIF Á RÖNTGENBREYTINGAR Sigrún Reykdal, Kristján Steinsson, Kristján Sigurjónsson, Ásmundur Brekkan. Lyflækningadeild og Röntgendeild Landspítalans, Röntgendeild Borgarspitalans. Röntgenbreytingar hjá 15 sjúklingum með klassiskan RA á MTX meðferð voru athugaðar. Fyrir upphaf MTX meðferðar hafði meðferð með öðrum remitterandi lyfjum brugðist og allir nema einn höfðu vaxandi breytingar samkvæmt röntgenmyndum af höndum og úlnliðum. Fyrir hvern sjúkling voru skoðuð þrjú sett af röntgenmyndum af höndum og úlnliðum: 1) Fyrir upphaf MTX meðferðar meðan þeir voru á öðrum remitterandi lyfjum, 2) við upphaf MTX meðferðar, 3) nýjustu myndir á MTX. Tveir reyndir röntgensérfræðingar skoðuðu myndirnar óháð hvor öðrum. Notuð var stigagjöf sem lýst er af Kay o.fl. (Invest. Radiol. 1987, 22: 41-6). Samræmi milli stigagjafar sérfræðinganna var mjög gott (inter og intraobserver consistency 95%). Meðaltíminn frá röntgensetti eitt til tvö (tímabil 1) var 29,4 mánuðir (12 til 52 mánuðir) og frá setti tvö til þrjú (tímabil 2) 32,5 mánuðir (13 til 61 mánuður). Hraði röntgenbreytinganna var reiknaður út þ.a. upp í mismun röntgenstiganna fyrir tvö sett var deilt með mánaðafjölda tímabilsins. Meðal röntgenstig á mánuði fyrir tímabil 1 var 0,514 borið saman við 0,418 fyrir tímabil 2 (MTX meðferðin). Allnokkur breytileiki var eftir einstaklingum, en fyrir hópinn sem heild reyndist ekki vera marktæk minnkun á hraða röntgenbreytinganna á tímabili 2 miðað við tímabil 1. Hjá sjö sjúklingum var minnkun á hraða röntgenbreytinganna. Niðurstaða: Þrátt fyrir breytileika eftir einstaklingum gefa niðurstöðurnar til kynna að MTX geti haft áhrif á gang sjúkdómsins hjá sumum RA sjúklingum. POLYMYALGIA RHEUMATICA OG ARTERITIS TEMPORALIS Gunnar Gunnarsson, Sigurður Thorlacius, Halldór Steinsen. Lyflækningadeild Landakotsspítala. Könnuð voru einkenni, rannsóknaniðurstöður, meðferð og afdrif sjúklinga, sem greindust með polymyalgia rheumatica og/eða arteritis temporalis á Landakotsspítala á tímabilinu 1970-1984 að báðum árunum meðtöldum. Alls greindust 68 sjúklingar með »annan sjúkdóminn« eða »báða«, 39 (57,6%) konur og 29 (42,7%) karlar. Tíu (14,7%) sjúklingar höfðu eingöngu arteritis temporalis. Meðalaldur við greiningu var 70 ár. Aldursbilið var 44 til 89 ár. Einn (1,5%) sjúklingur greindist árið 1970 en 12 (17,7%) sjúklingar árið 1984. Þrjátíu og átta sjúklingar eða 55,9% hópsins greindust á árunum 1980-1984. Meðaltími frá upphafi einkenna og þar til greining var gerð var 20,9 vikur en stystur tími var ein vika og lengstur 208 vikur. Einkenni skiptust þannig að 54 (79,4%) höfðu vöðvaverki, 29 (42,6%) hita, 23 (33,8%) höfuðverk, 10 (14,7%) liðverki, fimm (7,4%) angina pectoris, fjórir (5,9%) augneinkenni og einn (1,5%) liðbólgur. Sextán eða 23,5% höfðu önnur einkenni. Sýni voru tekin úr temporal æðum hjá 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.