Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 3 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafélag íslands og LR Læknafélag Reykjavíkur 75. ARG. - JANÚAR 1989 LÆKNABLAÐIÐ 75 ÁRA Með útgáfu þessa tölublaðs hefst sjötugasti og fimmti árgangur blaðsins. Hér verður fjallað stuttlega um síðustu 15 árin í sögu blaðsins og er vísað í Læknablaðsannál Magnúsar Ólafssonar í tilefni af 50 ára afmælinu (1965; 50: 9-12) og ritstjórnargrein í tilefni sextugsafmælisins (1974; 60:156-8), samanber og Fréttabréf lækna 1985; 3: 2. Lengst af voru ritstjórar þrír og þá oftast einn aðalritstjóri, en frá 1965 voru þeir fimm. Árið 1972 var brugðið á það ráð að fækka ritstjórum í tvo og skyldi annar sjá um félagslegt efni, en hinn um fræðilegt efni. Haustið 1976 hóf Sigurjón Jóhannsson blaðamaður störf hjá blaðinu. Markar það tímamót, að blaðið fékk þá í fyrsta sinn launaðan starfsmann. Tveimur árum síðar tók Jóhannes Tómasson við af Sigurjóni, fyrst í hlutastarfi en frá 1983 i fullu starfi. Sáust þess fljótlega merki, að ritstjórn hafði verið efld: Fyrsta fylgirit Læknablaðsins (um siðamál lækna) kom út 1977 og alls eru þau orðin nítján. Handbók lækna kom út 1981, 1983 og 1984 og hafa þar verið birt ýmis lög og reglur er varða lækna. Þá vitnar það og um aukna starfsemi að frá ársbyrjun 1980 hefir faglegur hluti Læknablaðsins komið út tíu sinnum á ári, 15. hvers mánaðar, og blaðsíðufjöldi hefir aukist úr 200 til 280 í um 420 síður. Félagslegi hluti efnisins vildi verða nokkuð útundan m.a. af ýmsum tæknilegum ástæðum og því hófst 1. janúar 1983 útgáfa Læknablaðsins á Fréttabréfi lækna, sem kemur út fyrsta dag hvers mánaðar. Sú útgáfa kallaði fljótlega á aukna þjónustu á skrifstofu læknafélaganna og þar kom í ársbyrjun 1985 að Birna Þórðardóttir var ráðin að Læknablaðinu. Hefir verkum þannig verið skipt af ritstjórn að Birna er ritstjóri Fréttabréfsins en Jóhannes ritstjórnarfulltrúi Læknablaðsins. í kjölfar nýrrar skipunar hefir ritstjórn þurft að taka upp ný vinnubrögð. Árið 1978 ákváðum við Bjarni Þjóðleifsson að óska eftir því við stjórnir L.í. og L.R., að niður yrði felld sú tvískipting ritstjórnar sem fyrr var lýst og að þriðji ritstjórinn yrði ráðinn að blaðinu. Sá fjórði bættist í hópinn árið 1981. Bjarni Þjóðleifsson hætti í ritstjórn í árslok 1985 og ári síðar var skipaður maður í hans stað og jafnframt bætt við fimmta ritstjóranum. Var nú komin aftur á sama skipan og ákveðin hafði verið rúmum tuttugu árum áður, sjá Fréttabréf lækna í janúar 1989. Starfshættir ritstjórnar hafa gerbreytzt samhliða þessu. Allar greinar um fagleg efni eru nú sendar í dóm, samanber Læknablaðið 1985; 71: 377-8 og er það trú okkar að þetta fyrirkomulag hafi orðið blaðinu til framdráttar og greinahöfundum til góðs. Enn er ótalinn einn þáttur útgáfustarfseminnar, en það er íðorðasafn lækna, sem hefir verið gefið út af Læknablaðinu. Annars vegar hefir verið greiddur allur prentkostnaður og hins vegar hluti launa starfsmanns Orðanefndar læknafélaganna. Er það von ritstjórnar að læknar taki vel nýlegri málaleitan formanna L.í. og L.R. og greiði áskrift að íðorðasafninu og auðveldi þannig áframhaldandi útgáfustarfsemi á öllum sviðum. Fyrir þeim málum var gerð grein í Fréttabréfinu nú í janúar. Að síðustu ber að þakka starfsmönnum á skrifstofu læknafélaganna ágætt samstarf og þá sérstaklega Páli Þórðarsyni, sem ávallt hefir stutt útgáfustarfsemina með ráðum og dáð. öb.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.