Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1989, Side 9

Læknablaðið - 15.01.1989, Side 9
LÆKNABLAÐIÐ 3 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafélag íslands og LR Læknafélag Reykjavíkur 75. ARG. - JANÚAR 1989 LÆKNABLAÐIÐ 75 ÁRA Með útgáfu þessa tölublaðs hefst sjötugasti og fimmti árgangur blaðsins. Hér verður fjallað stuttlega um síðustu 15 árin í sögu blaðsins og er vísað í Læknablaðsannál Magnúsar Ólafssonar í tilefni af 50 ára afmælinu (1965; 50: 9-12) og ritstjórnargrein í tilefni sextugsafmælisins (1974; 60:156-8), samanber og Fréttabréf lækna 1985; 3: 2. Lengst af voru ritstjórar þrír og þá oftast einn aðalritstjóri, en frá 1965 voru þeir fimm. Árið 1972 var brugðið á það ráð að fækka ritstjórum í tvo og skyldi annar sjá um félagslegt efni, en hinn um fræðilegt efni. Haustið 1976 hóf Sigurjón Jóhannsson blaðamaður störf hjá blaðinu. Markar það tímamót, að blaðið fékk þá í fyrsta sinn launaðan starfsmann. Tveimur árum síðar tók Jóhannes Tómasson við af Sigurjóni, fyrst í hlutastarfi en frá 1983 i fullu starfi. Sáust þess fljótlega merki, að ritstjórn hafði verið efld: Fyrsta fylgirit Læknablaðsins (um siðamál lækna) kom út 1977 og alls eru þau orðin nítján. Handbók lækna kom út 1981, 1983 og 1984 og hafa þar verið birt ýmis lög og reglur er varða lækna. Þá vitnar það og um aukna starfsemi að frá ársbyrjun 1980 hefir faglegur hluti Læknablaðsins komið út tíu sinnum á ári, 15. hvers mánaðar, og blaðsíðufjöldi hefir aukist úr 200 til 280 í um 420 síður. Félagslegi hluti efnisins vildi verða nokkuð útundan m.a. af ýmsum tæknilegum ástæðum og því hófst 1. janúar 1983 útgáfa Læknablaðsins á Fréttabréfi lækna, sem kemur út fyrsta dag hvers mánaðar. Sú útgáfa kallaði fljótlega á aukna þjónustu á skrifstofu læknafélaganna og þar kom í ársbyrjun 1985 að Birna Þórðardóttir var ráðin að Læknablaðinu. Hefir verkum þannig verið skipt af ritstjórn að Birna er ritstjóri Fréttabréfsins en Jóhannes ritstjórnarfulltrúi Læknablaðsins. í kjölfar nýrrar skipunar hefir ritstjórn þurft að taka upp ný vinnubrögð. Árið 1978 ákváðum við Bjarni Þjóðleifsson að óska eftir því við stjórnir L.í. og L.R., að niður yrði felld sú tvískipting ritstjórnar sem fyrr var lýst og að þriðji ritstjórinn yrði ráðinn að blaðinu. Sá fjórði bættist í hópinn árið 1981. Bjarni Þjóðleifsson hætti í ritstjórn í árslok 1985 og ári síðar var skipaður maður í hans stað og jafnframt bætt við fimmta ritstjóranum. Var nú komin aftur á sama skipan og ákveðin hafði verið rúmum tuttugu árum áður, sjá Fréttabréf lækna í janúar 1989. Starfshættir ritstjórnar hafa gerbreytzt samhliða þessu. Allar greinar um fagleg efni eru nú sendar í dóm, samanber Læknablaðið 1985; 71: 377-8 og er það trú okkar að þetta fyrirkomulag hafi orðið blaðinu til framdráttar og greinahöfundum til góðs. Enn er ótalinn einn þáttur útgáfustarfseminnar, en það er íðorðasafn lækna, sem hefir verið gefið út af Læknablaðinu. Annars vegar hefir verið greiddur allur prentkostnaður og hins vegar hluti launa starfsmanns Orðanefndar læknafélaganna. Er það von ritstjórnar að læknar taki vel nýlegri málaleitan formanna L.í. og L.R. og greiði áskrift að íðorðasafninu og auðveldi þannig áframhaldandi útgáfustarfsemi á öllum sviðum. Fyrir þeim málum var gerð grein í Fréttabréfinu nú í janúar. Að síðustu ber að þakka starfsmönnum á skrifstofu læknafélaganna ágætt samstarf og þá sérstaklega Páli Þórðarsyni, sem ávallt hefir stutt útgáfustarfsemina með ráðum og dáð. öb.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.