Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 60
44 LÆKNABLAÐIÐ með IVS >1,5 og IVS/pw >1,3 og höfðu engan þekktan hjartasjúkdóm annan en HCM. Auk þess höfðu átta menn við krufningu haft líkur á HCM og voru fjórir þeirra mjög líklegir til að hafa haft þann sjúkdóm. Úr hópi B fannst einn á lífi og einn við krufningu sem höfðu óvéfengjanlega HCM skv. ofangreindum skilmerkjum. Reiknað algengi á HCM meðal karlmanna 33 til 70 ára er 2,43%. HJARTAVÖÐVASJÚKDÓMUR HJÁ 100 MANNA FJÖLSKYLDU í 18 ÁR Halldóra Björnsdóttir, Árni Kristinsson, Þórður Harðarson, Kristján Eyjólfsson. Lyflækningadeild Landspítalans. Um er að ræða íslenska fjölskyldu þar sem greinst hafa einstaklingar með cardiomyopathia hypertrophica (HCM) og nokkrir látist úr þeim sjúkdómi. Árni Kristinsson skoðaði fjölskylduna fyrst 1970. Þá voru skoðaðir 76 einstaklingar eins til 71 árs eða allir afkomendur konu (f. 1874, d. 1951) með þekkta HCM. Greining sjúkdómsins miðaðist við einkenni, skoðun, hjartarit og lungnamynd. Við þessa skoðun reyndust sjö einstaklingar með örugg merki um HCM og óöruggt með greiningu hjá einum einstaklingi. Skoðun var óeðlileg hjá þessum átta einstaklingum. Allir voru með slagbilsóhljóð, fimm með skarpa púlsa og einn með þriðja hjartahljóð. Sjö voru með óeðlilegt hjartarit, fimm með ST-T breytingar, þrír með leiðslurof í sleglum, tveir með vinstri öxul og tveir með merki um þykknun á vinstri slegli. Lungnamynd var óeðlileg hjá fimm af átta, þá stækkað hjarta miðað við brjóstvídd og tveir með afturbungun á vinstri slegli. Þessi sama fjölskylda var skoðuð aftur nú í vetur með sömu aðferðum og 1970 nema nú var líka gerð ómskoðun af hjarta. Af þeim sem skoðaðir voru 1970 voru nú sex látnir, þar af þrír sem greinst höfðu með sjúkdóminn. Nú höfðu allmargir bæst við þannig að alls voru skoðaðir 102 einstaklingar 6 til 86 ára. Fjórir úr fjölskyldunni eru nú búsettir í Bandaríkjunum og voru ekki með, ekki náðist í einn einstakling, annars mættu allir sem boðaðir voru. Af þessum 102 reyndust nú 20 vera með sjúkdóminn samkvæmt ómun. Fjórir höfðu þegar greinst 1970, sá sem var vafi með greiningu hjá þá reyndist ekki með sjúkdóm nú og einn með sjúkdóminn er fæddur eftir 1970. Eftir eru því 15 einstaklingar sem töldust heilbrigðir 1970 en teljast með sjúkdóm nú. Þegar farið er yfir rannsóknina frá 1970 hjá þessum 15 einstaklingum kom í ljós að þeir höfðu þá allir verið einkennalausir. Skoðun var óeðlileg hjá fimm, þá í öllum tilfellum um að ræða slagbilsóhljóð sem talið var eðlilegt. Þrír höfðu óeðlilegt hjartarit, einn með vinstri öxul og viðsnúna T-takka, einn með aukaslög frá sleglum og einn með leiðslurof í sleglum. Fjórir voru með óeðlilega lungnamynd, þá stækkað hjarta miðað við brjóstvídd. Gert var ráð fyrir að niðurstöður væru normal dreifðar og beitt »chi-kvaðrati« til að ákvarða hvort óeðlileg skoðun, hjartarit eða lungnamynd hefði forspárgildi um hvort einstaklingar séu líklegir til að fá sjúkdóminn síðar. Ekki reyndist marktækur munur á þeim hópi sem fengið hafði sjúkdóm frá 1970 og þeim sem var eðlilegur við báðar skoðanir. ÍSLENSK ÆTT MEÐ CARDIOMYOPATHIA HYPERTROPHICA Halldóra Björnsdóttir, Kristján Eyjólfsson, Árni Kristinsson, Þórður Haróarson. Lyflækningadeild Landspitalans. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna erfðir cardiomyopathia hypertrophica (HCM). Til rannsóknar var íslensk fjölskylda, sem reyndist hafa háa tiðni sjúkdómsins við skoðun Árna Kristinssonar 1970, afkomendur konu sem vitað er að hafði sjúkdóminn. Fjölskyldan var svo skoðuð aftur nú í vetur. Allir fjölskyldumeðlimir sex ára og eldri búsettir hérlendis voru boðaðir til rannsóknarinnar. A!ls mættu 102 einstaklingar 6 til 86 ára, allir sem boðaðir voru nema einn. Hver einstaklingur kom einu sinni í skoðun. Þá var spurt um sjúkdómseinkenni, tekið hjartarit, lungnamynd og gerð ómskoðun af hjarta. Fimmtán manns höfðu örugg ómmerki HCM: sleglaskipt >1,3 cm og/eða hlutfall sleglaskipt/bakveggs > 1,3. Fimm töldust líklegir til að hafa HCM vegna þykknunar á sleglaskipt >1,1 cm. Heilbrigöir Með HCM Einkenni: Einkennalausir 78 (95%) 16 (80%) Mæði 4 (4,9%) 4 (20%) Hjartaöng 0 (0%) 1 (5%) Yfirlið 0 (0%) 1 (5%) Skoðun: Eðlileg 55 (67%) 12 (60%) Slagbilsóhljóð 24 (29,3%) 8 (40%) S3 eða S4 11 (13,4%) 4 (20%) Skarpur púls 0 (0%) 1 (5%) Aukinn broddsláttur.. 2 (2,4%) 0 (0%) Lungnamynd: Eðlileg Hjartastækkun 76 (93,8%) 16 (80%) (þvervíddarhlutf. >0,5) 5 (6,2%) 4 (20%) Hjartarit: Eðlilegt 70 (85,4%) 13 (65%) Þykknun vi. slegils ... 0 (0%) 1 (5%) ST lækkun 0 (0%) 4 (20%) Stækkun vi. gáttar ... 0 (0%) 0 (0%) Leiðslurof í sleglum .. 2 (2,4%) 3 (15%) Vi. öxull 4 (4,9%) 3 (15%) Ómun: Sleglaskipt 0,87±0,18 cm 1,59±0,63 cm Bakveggur 0,83 ±0,15 cm 1,02±0,19 cm Sleglaskipt/bakveggur 1,04 ±0,09 cm 1,57 ±0,55 cm Þvermál vi. slegils .. .. 4,58±0,62 cm 4,65 ±0,74 cm Þvermál vi. gáttar .... 2,83 ±0,57 cm 3,50±0,88 cm Niðurstöður: Alls reyndust 20 manns með sjúkdóminn, 5/5 í fyrstu kynslóð, 8/17 í annarri, 6/62 í þriðju og 1/18 í fjórðu. Erfðamynstur líklega ríkjandi, en með mismunandi tjáningu. Af þeim breytum sem kannaðar voru reyndist stærð vi. gáttar aðgreina best sjúka frá heilbrigðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.