Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 15 þar til hann var skipaður prófessor við nýstofnaðan Háskóla 1911, en þá var Jón Hjaltalín skipaður héraðslæknir í Reykjavík. Jón Hjaltalín varð síðar prófessor við Háskóla íslands í lyflæknisfræði. Allir þessir menn höfðu sín áhrif á heilbrigðismál í Reykjavík á þessum tíma. Guðmundur Hannesson var fyrsti skólalæknirinn jafnframt embætti sínu sem héraðslæknir og hafði hann þegar á árinu 1909 starfað eitthvað að skóleftirliti og fengið nokkra þóknun fyrir það ár samkvæmt ákvörðun skólanefndar. Árið 1910 er fyrst veitt 200 krónum úr bæjarsjóði til skólaeftirlits sem síðan er í höndum Guðmundar Hannessonar, sem mótaði starfið allt fram til ársins 1916, þvi þótt Guðmundur Hannesson væri orðinn prófessor og hefði sleppt héraðslæknisstarfinu hélt hann áfram sem skólalæknir við barnaskólann í Reykjavík, en héraðslæknirinn, Jón Hjaltalín, hafði aðra skóla í umdæminu í sinni umsjá. Árið 1916 varð breyting hér á eins og fyrr segir, en þá var birt bréf Stjórnarráðs íslands þar sem ákveðið var að héraðslæknar skuli hafa eftirlit með barna- og unglingaskólum. í kjölfar þessa Stjórnarráðsbréfs birti landlæknir héraðslæknum auglýsingu í Læknablaðinu 1916 bls. 143, í samræmi við bréfið. í auglýsingu landlæknis er þetta tekið fram: Bannað er að halda dansleiki og samkomur í skólastofum eða leikskálum. Krafist er, að kennslustofa sé sérstakt hús þar sem öll börn geti setið, að stofan sé rakalaus með ofni og glugga á hjörum. Herbergin skulu það góð að ekki stafi hætta af. Heimili, sem leggur til herbergi í t.d. farkennslu, skal vera laust við berkla. Kennari má ekki hafa smitandi sjúkdóma. Börn með smitandi sjúkdóma mega ekki vera í skóla með öðrum. Skóla- og fræðslunefndir eiga að borga lækninum fyrir eftirlitið. Vafalaust hefur skólaeftirlitið frá upphafi verið mikilvægur þáttur í sóttvörnum, ekki síst berklanna, en ef litið er á skýrslu skólalæknis fyrir árið 1924 sést hve mikil útbreiðsla ýmissa sótta hefur verið meðal skólabarna á þeim árum, sem hefur ekki verið minni fyrr á árum, samanber töflu I. Þegar Guðmundur Hannesson byrjar skólaeftirlit í Reykjavík á árinu 1909-1910 voru ekki um það nein sérstök lög í gildi eða reglugerð, heldur aðeins samþykktir skólanefndar sem og bæjarstjórnar, sem vafalaust hefur verið undir áhrifum Guðmundar Hannessonar. Um það leyti eða 1906-1907 voru fyrst sett lög um skólaeftirlit á Bretlandseyjum og var héraðslæknum falið það starf samkvæmt lögum um það árið 1908. Á Norðurlöndunum voru menn seinna á ferðinni. Guðmundur Hannesson hélt sérstakar bækur yfir skólaskoðanir sínar, sem enn eru til, og er augljóst af þeim, að mælingar á þyngd og hæð barna hafa byrjað árið 1910 og haldið áfram úr því þar til Guðmundur hættir. Þá hefur hann einnig hannað sérstök heilsufarskort og sérstaka heilsufarsbók. Innfærsla í þessar heilsufarsbækur byrjar við upphaf skólaárs, 17. október 1911, og eru það fyrstu heilsufarsbækur, sem búnar hafa verið til fyrir skólabörn hér á landi að því er séð verður. Á fyrstu síðu heilsufarsbókarinnar, sem er úr miðlungsþykkum pappa, stendur nafn og fæðingarár svo og aldur. Á innri hlið kápunnar eru tíu spurningar, sem foreldrum er ætlað að svara fyrir hönd barnsins, í samræmi við heilsufar þess. Neðst á innri hlið kápunnar er dálkur fyrir ártal, hæð, þyngd og brjóstmál. Á aftari innri hlið kápunnar eru hvatning og reglur um tannhirðingu, sem Guðmundur telur mjög ábótavant meðal skólabarna. Á þynnri blöð milli kápuspjalda eru árlegar athuganir skólalækna færðar. Þessi skjöl ásamt öðrum bókum Guðmundar, fjórum að tölu, eru öll geymd í skjalasafni Reykjavíkurborgar og bera vitni um natni og áhuga Guðmundar Hannessonar prófessors í þessum málum. Þess má geta áður en lengra er haldið, að árið 1907 er rætt í byggingarnefnd að byggja nýja álmu við Miðbæjarskólann, þ.e. suðurálmu til austurs og jókst þá enn húsrými fyrir börnin enda fór nú börnum stöðugt fjölgandi í Reykjavík eins og fyrr segir. Hinn 6. maí þetta sama ár er einnig lagt til í skólanefnd að tekin verði upp gufuhitun í hinni nýju álmu og var þetta nýlunda hér á landi. Þá var einnig lagt til, að skolpleiðsla, þ.e. skolpræsi verði lagt frá skólanum út í lækinn. Undir þessa samþykkt skrifa Jóhann Þorkelsson dómkirkjuprestur, Jón Þorláksson verkfræðingur og Halldór Jónasson, en þetta mun í fyrsta skipti sem minnst er á holræsagerð í Reykjavík í samræmi við heilbrigðisreglugerð frá 1905, en þessi fyrsta aðgerð snertir einmitt hreinlætismál í umhverfi barnaskólans. Ári seinna, 1908, er enn minnst á skolpmál og þá skolphreinsun, að ekki skuli færri en fjórar skolpþrær (rotþrær), við skólann og gæti þetta einnig verið í framhaldi af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.