Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1989, Side 23

Læknablaðið - 15.01.1989, Side 23
LÆKNABLAÐIÐ 15 þar til hann var skipaður prófessor við nýstofnaðan Háskóla 1911, en þá var Jón Hjaltalín skipaður héraðslæknir í Reykjavík. Jón Hjaltalín varð síðar prófessor við Háskóla íslands í lyflæknisfræði. Allir þessir menn höfðu sín áhrif á heilbrigðismál í Reykjavík á þessum tíma. Guðmundur Hannesson var fyrsti skólalæknirinn jafnframt embætti sínu sem héraðslæknir og hafði hann þegar á árinu 1909 starfað eitthvað að skóleftirliti og fengið nokkra þóknun fyrir það ár samkvæmt ákvörðun skólanefndar. Árið 1910 er fyrst veitt 200 krónum úr bæjarsjóði til skólaeftirlits sem síðan er í höndum Guðmundar Hannessonar, sem mótaði starfið allt fram til ársins 1916, þvi þótt Guðmundur Hannesson væri orðinn prófessor og hefði sleppt héraðslæknisstarfinu hélt hann áfram sem skólalæknir við barnaskólann í Reykjavík, en héraðslæknirinn, Jón Hjaltalín, hafði aðra skóla í umdæminu í sinni umsjá. Árið 1916 varð breyting hér á eins og fyrr segir, en þá var birt bréf Stjórnarráðs íslands þar sem ákveðið var að héraðslæknar skuli hafa eftirlit með barna- og unglingaskólum. í kjölfar þessa Stjórnarráðsbréfs birti landlæknir héraðslæknum auglýsingu í Læknablaðinu 1916 bls. 143, í samræmi við bréfið. í auglýsingu landlæknis er þetta tekið fram: Bannað er að halda dansleiki og samkomur í skólastofum eða leikskálum. Krafist er, að kennslustofa sé sérstakt hús þar sem öll börn geti setið, að stofan sé rakalaus með ofni og glugga á hjörum. Herbergin skulu það góð að ekki stafi hætta af. Heimili, sem leggur til herbergi í t.d. farkennslu, skal vera laust við berkla. Kennari má ekki hafa smitandi sjúkdóma. Börn með smitandi sjúkdóma mega ekki vera í skóla með öðrum. Skóla- og fræðslunefndir eiga að borga lækninum fyrir eftirlitið. Vafalaust hefur skólaeftirlitið frá upphafi verið mikilvægur þáttur í sóttvörnum, ekki síst berklanna, en ef litið er á skýrslu skólalæknis fyrir árið 1924 sést hve mikil útbreiðsla ýmissa sótta hefur verið meðal skólabarna á þeim árum, sem hefur ekki verið minni fyrr á árum, samanber töflu I. Þegar Guðmundur Hannesson byrjar skólaeftirlit í Reykjavík á árinu 1909-1910 voru ekki um það nein sérstök lög í gildi eða reglugerð, heldur aðeins samþykktir skólanefndar sem og bæjarstjórnar, sem vafalaust hefur verið undir áhrifum Guðmundar Hannessonar. Um það leyti eða 1906-1907 voru fyrst sett lög um skólaeftirlit á Bretlandseyjum og var héraðslæknum falið það starf samkvæmt lögum um það árið 1908. Á Norðurlöndunum voru menn seinna á ferðinni. Guðmundur Hannesson hélt sérstakar bækur yfir skólaskoðanir sínar, sem enn eru til, og er augljóst af þeim, að mælingar á þyngd og hæð barna hafa byrjað árið 1910 og haldið áfram úr því þar til Guðmundur hættir. Þá hefur hann einnig hannað sérstök heilsufarskort og sérstaka heilsufarsbók. Innfærsla í þessar heilsufarsbækur byrjar við upphaf skólaárs, 17. október 1911, og eru það fyrstu heilsufarsbækur, sem búnar hafa verið til fyrir skólabörn hér á landi að því er séð verður. Á fyrstu síðu heilsufarsbókarinnar, sem er úr miðlungsþykkum pappa, stendur nafn og fæðingarár svo og aldur. Á innri hlið kápunnar eru tíu spurningar, sem foreldrum er ætlað að svara fyrir hönd barnsins, í samræmi við heilsufar þess. Neðst á innri hlið kápunnar er dálkur fyrir ártal, hæð, þyngd og brjóstmál. Á aftari innri hlið kápunnar eru hvatning og reglur um tannhirðingu, sem Guðmundur telur mjög ábótavant meðal skólabarna. Á þynnri blöð milli kápuspjalda eru árlegar athuganir skólalækna færðar. Þessi skjöl ásamt öðrum bókum Guðmundar, fjórum að tölu, eru öll geymd í skjalasafni Reykjavíkurborgar og bera vitni um natni og áhuga Guðmundar Hannessonar prófessors í þessum málum. Þess má geta áður en lengra er haldið, að árið 1907 er rætt í byggingarnefnd að byggja nýja álmu við Miðbæjarskólann, þ.e. suðurálmu til austurs og jókst þá enn húsrými fyrir börnin enda fór nú börnum stöðugt fjölgandi í Reykjavík eins og fyrr segir. Hinn 6. maí þetta sama ár er einnig lagt til í skólanefnd að tekin verði upp gufuhitun í hinni nýju álmu og var þetta nýlunda hér á landi. Þá var einnig lagt til, að skolpleiðsla, þ.e. skolpræsi verði lagt frá skólanum út í lækinn. Undir þessa samþykkt skrifa Jóhann Þorkelsson dómkirkjuprestur, Jón Þorláksson verkfræðingur og Halldór Jónasson, en þetta mun í fyrsta skipti sem minnst er á holræsagerð í Reykjavík í samræmi við heilbrigðisreglugerð frá 1905, en þessi fyrsta aðgerð snertir einmitt hreinlætismál í umhverfi barnaskólans. Ári seinna, 1908, er enn minnst á skolpmál og þá skolphreinsun, að ekki skuli færri en fjórar skolpþrær (rotþrær), við skólann og gæti þetta einnig verið í framhaldi af

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.