Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2007, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2007, Page 9
DV Fréttir mánudagur 25. júní 2007 9 Það er ekki bara á Íslandi þar sem pólskir verkamenn eru áber- andi. Fjöldi laghentra Pólverja hafa síðustu ár leitað út fyrir land- steinana í von um að fá betur borg- að fyrir vinnu sína þar en í heima- landinu. Þessari þróun hefur fylgt mikill skortur á byggingaverka- mönnum í Póllandi og það hefur komið niður á undirbúningi fyr- ir Evrópukeppnina í knattspyrnu sem fer þar fram árið 2012. Af þessum sökum eru uppi hug- myndir um að nýta þá tuttugu þús- und fanga sem fylla fangageymsl- ur landsins til að ganga í þau störf þar sem skorturinn er hvað mest- ur. Kostnaðurinn sem þessu fylgdi yrði hugsanlega niðurgreiddur af sérstöku átaki Evrópusambands- ins í endurhæfingu fanga. Samkvæmt fréttavef BBC kom ákvörðun Evrópska knattspyrnu- sambandsins um að fela Úkraínu og Póllandi það verkefni að hýsa mótið eftir fimm ár á óvart. Hvor- ug þjóðin hefur yfir að ráða mörg- um leikvöngum sem uppfylla skil- yrði sambandsins og eins vantar hótel til að hýsa keppendur og áhorfendur. Það eru því miklar framkvæmdir framundan og þess vegna vilja pólskir ráðamenn að fangarnir leggji sitt af mörkum. Síðustu ár hafa kraftar þeirra ver- ið nýttir við alls kyns smávægileg- ar framkvæmdir en þetta yrði þó þeirra langstærsta verkefni. Vopn- aðir verðir munu fylgja föngun- um til vinnu á hverjum degi gangi þessar áætlanir eftir. Skortur á verkamönnum kemur niður á íþróttaleikvöngum: Það er útlit fyrir að hinn sextíu og fjögurra ára gamli Fred Thompson tilkynni fljótlega um þátttöku sína í forvali Repúblikanaflokksins fyrir for- setakosningarnar í Bandaríkjunum. Thompson er fyrrum öldungadeilda- þingmaður og sjónvarpsstjarna og samkvæmt frétt breska blaðsins The Times í gær þarf hann ekki að óttast að gamlar kærustur reyni að koma fram hefndum í kosningabaráttunni. Í grein blaðsins er rætt við nokkrar af þeim konum sem Thompson var í tygjum við eftir að hann skildi við fyrri eiginkonu sína um miðjan síð- asta áratug. Þær bera honum allar vel söguna og efast ekki um að hann yrði góður forseti. Ein segir hann annál- aðan herramann sem kunni að koma fram við dömur og önnur segir móður sína og börn hafa kolfallið fyrir hon- um enda sé hann draumaeiginmað- urinn og eigi létt með að umgang- ast fólk af öllum gerðum. Það fylgir einnig sögunni að samband Thomp- son við konuna sem hann var giftur í næstum þrjá áratugi sé stórfínt. Thompson sjálfur gerir ekki lít- ið úr hæfileikum sínum til að heilla konur upp úr skónum. Hann segist hafa verið á eftir mörgum konum þau ár sem hann var einhleypur og bætir því við að þær konur sem voru á eftir honum hafi flestar náð sínu fram á endanum. Núverandi eiginkona Thompson er tuttugu og fjórum árum yngri en hann sjálfur en þau hafa verið gift í fimm ár. Hún þykir hafa útlitið með sér og er talið að hún styðji vel við bakið á manni sínum í kosningabar- áttunni þó hún haldi sig til baka. Mjólk í pokum Breska verslunarkeðjan Waitrose ætlar að koma til móts við kröfur umhverfissamtaka og hætta að selja mólk í plastbrúsum. Þess í stað verður mjólkin seld í pokum og geta viðskiptavinir keypt sérstök ílát fyrir pokana. Samkvæmt frétt The Observer er talið að tveir af hverjum þrem- ur mjólkurlítrum sem seldir eru í Bretlandi séu í plastflöskum og aðeins fjórðungur þeirra rati í end- urvinnsluna. Vonast er til að þetta framtak Waitrose verði til þess að fleiri verslanir hætti að selja mjólk í brúsum. Mafíustríð í uppsiglingu Lögreglan á Sikiley óttast að í vændum séu átök milli mafíu- flokka um völdin yfir glæpastarfs- semi á þessari ítölsku eyju. Í gærmorgun handtók lögreglan níu mafíuforingja sem grunað- ir voru um að leggja á ráðin um morð á nokkrum smáþjófum sem létu greipar sópa í verslunum sem njóta verndar Cosa Nostra maf- íunnar. Á síðasta ári var fyrrum yfirmaður mafíunnar dæmdur í lífstíðarfangelsi og er talið að hörð valdabarátta eigi sér stað innan mafíunnar núna og það kunni að valda ófriði. Táningur gerði skurðaðgerð Foreldrar fimmtán ára unglings létu son sinn gera keisaraskurð á tvítugri konu á læknastofu sinni í Indlandi nýverið. Tóku þau aðgerð- ina upp á myndband til að koma syni sínum að í heimsmetabók Guinness sem yngsti skurðlæknir sögunnar. Þetta framtak foreldranna, sem bæði eru skurðlæknar þykir skjóta skökku við og hafa samtök lækna í Indlandi farið fram á rannsókn á málinu. Drengurinn hefur sam- kvæmt fréttum hlotið þriggja ára þjálfun hjá foreldrum sínum en þau aðstoðuðu hann í aðgerðinni. ÁTök harðna og engin lausn í nýjan leik. Flestir þeir sem þekkja til gangs mála eru sammála um að þess verði langt að bíða. Til að mynda var einskonar friðarfund- arhöldum sem vera áttu í höfuð- borginni fyrr í þessum mánuði frestað vegna ótrausts ástands. Engin aðstoð Stjórnvöld í Kenía lokuðu landamærum sínum að Sómal- íu í janúar til að komast hjá mikl- um straumi flóttamanna. Hjálp- arstarfsmenn gátu samt framan af farið með hjálpargögn þaðan til bágstaddra í Sómalíu. Síðastu fjórar vikur hefur bílalest Samein- uðu þjóðanna sem hlaðin er mat- vælum fyrir um hundrað þúsund manns ekki fengið leyfi til að fara yfir. Fyrir helgi biðluðu yfirmenn Sameinuðu þjóðanna til ráða- manna í Kenía í von um að mega hefja flutning á neyðagögnunum en samkvæmt fréttavef BBC er um milljón manns talin þjást af hungri í Sómalíu í dag. Vopnahlé gengur í gildi á föstu- daginn en vonir til að það haldist lengi eru ekki miklar. Samkvæmt frétt BBC verður reynt að fá deilu- aðila til að setjast að samninga- borði í næsta mánuði en talsmenn harðlínumanna og fjölda annarra sómalskra fylkinga segjast ekki taka þátt í þannig viðræðum fyrr en eþíópíski herinn hverfi úr landi. Yfirmaður Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu sagði nýverið að ástandið í höfuðborginni gæfi ekki tilefni til bjartsýni en útliti borgarinnar hef- ur verið líkt við borgir Þýskalands undir lok seinni heimstyrjaldar- innar. Fangar byggja fótboltavelli Styttist í að repúblikaninn Fred Thompson tilkynni opinberlega um framboð: gamlar kærustur munu kjósa hann Fred Thompson, verðandi forsetaframbjóðandiFyrrverandi kærustur dásama hann og segja hann verða góðan forseta. Börn í flóttamannabúðum Sómölskum börnum gefið að borða í flóttamannabúðum. Starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna gengur illa að koma matvælum til flóttamanna í Sómalíu. Friðargæsla Afríkusambandsins um fimmtán hundruð hermenn frá úganda gegna friðargæslu í Sómalíu. Þeim verður hins vegar lítið ágengt en standa vörð meðal annars um flugvöll höfuðborgarinnar. Pólskir fótboltaáhugamenn Fangar verða fengnir til að byggja upp fótboltaleikvanga í Póllandi vegna skorts á iðnaðarmönnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.