Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2007, Blaðsíða 12
MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 200712 Sport DV
Leikarnir heppnuðust veL
Alþjóðaleikar ungmenna fóru fram
um helgina. Allt gekk vonum framar
og 1200 gestir undu sér vel í blíðskap-
arveðri i Laugardal.
a
lþjóðaleikar
ungmenna fóru
fram um helg-
ina. 1200 gestir
komu hingað til
lands frá fjórum
heimsálfum til
þess að keppa
í fjölda íþrótta-
greinum. Mikillar skipulagnin-
ar var þörf á leikunum en allt
heppnaðist vel og gestir voru
mjög ánægðir með aðstæður
hér á landi.
„Við erum mjög ánægð, allt
gekk upp og meira segja veðr-
ið var með okkur. Við erum
búin að vera skipuleggja þetta
í tvö ár og um helgina hafa ver-
ið 400 manns í vinnu við að
koma þessu upp. Þetta fólk hef-
ur aldrei komið saman áður og
það er hálf ótrúlegt hversu vel
þetta hefur gengið upp. Álag-
ið var sérstaklega mikið þegar
fólkið var að koma og við þurft-
um að koma því fyrir í skólum í
kringum Laugardalinn. Fólkið
var að koma á öllum tímum sól-
arhringsins og mikið álag,“ segir
Anna Margrét Marínósdóttir.
Leikarnir tóku fjóra daga, frá
fimmtudegi til sunnudags og
alla dagana var eitthvað um að
vera fyrir keppendur. Boðið var
upp á setningarathöfn, lokahóf
þar sem Páll Óskar spilaði und-
ir og sundlaugarpartí þar sem
krakkarnir gátu hlustað á tónlist
í vatninu svo eitthvað sé nefnt.
Eins sýndu krakkarnir atriði frá
sínum heimaslóðum og var það
liður í að sameina krakkana.
Hugsjón
Leikarnir fóru fram í Bang-
kok á síðasta ári og verða í San
Francisco á næsta ári og er mik-
il ásókn í að halda þá. Nú þegar
er búið að ákveða staðsetningar
á þeim til 2011 og er hörð bar-
átta um hver á að halda þá árið
2012.
„Við sóttum um að halda
leikana hjá Alþjóðanefndinni og
það ferli tók eitt ár. Þessir leikar
eru haldnir árlega og eru kepp-
endur á aldrinum 12-15 ára.
Þeir fóru fyrst fram árið 1968 og
eru hugsjón Slóvenans Metod
Klemenz en hann var á leikun-
um í Reykjavík og er nú kominn
á níræðisaldur.
Fyrstu leikarnir voru haldnir
á milli sex borga í A-Evrópu en
ná nú til fjögurra heimsálfa, Evr-
ópu, Afríku, Asíu og Ameríku.
Á leikunum var mikið af góðu
íþróttafólki og það má alveg gera
ráð fyrir því að sumir af þessum
krökkum muni gera það gott í
framtíðinni og jafnvel taka þátt
í Olympíuleikum ef þau halda
áfram á sömu braut,“ segir Anna
Margrét
Mikil ásókn
Margir vildu komast að en
ekki var pláss fyrir fleiri. Við
erum með frábæra aðstöðu hér
í Laugardal og við vorum helst
með áhyggjur af því að hér yrði
of kalt, sérstaklega fyrir frjálsí-
þróttafólkið Þó að þetta hafi ver-
ið 1200 manns vildu fleiri koma
og á næsta ári stefna skipuleggj-
endur San Francisco leikana að
því að bæta við sig fimmtu álf-
unni og ná Ástralíu,“ segir Anna
Margrét.
Eiður Smári verndari
leikanna
Á lokahófinu kom Eiður
Smári Guðjohnsen leikmað-
ur Barcelona fram og hélt tölu,
en hann var verndari leikanna.
Þar talaði hann meðal annars
um það hve íþróttir skipti miklu
máli fyrir fólk og á þeim væru
margar hliðar. Meðal annars
benti hann á það að hann hefði
kynnst sínum bestu vinum í
gegnum íþróttir.
Einnig afhenti hann öllum
borgunum sem mættu á svæðið
sérstaklega hannaðan víkinga-
skjöld sem á var rúnaletur með
nafni borganna.
Verndari leikanna
Eiður Smári Guðjohnsen,
leikmaður Barcelona, var verndari
leikanna og hélt stutta tölu.
Stemming í Laugardalslaug
Það var rífandi stemming í nýrri
og frábærri aðstöðu í Laugar-
dalslauginni.
„Við erum mjög
ánægð, allt gekk
upp og meira segja
veðrið var með
okkur. Við erum
búin að vera skipu-
leggja þetta í tvö ár
og um helgina hafa
verið 400 manns í
vinnu við að koma
þessu upp.
dV Myndir karL