Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2007, Blaðsíða 14
Á laugardagskvöld mætti Val- ur írska liðinu Cork City í fyrri leik liðanna í Intertoto-keppninni. Leik- urinn fór fram í blíðskaparveðri á Laugardalsvelli fyrir framan tæp- lega eitt þúsund áhorfendur, þar af stóran hóp írskra stuðningsmanna. Leikurinn var í meira lagi bragð- daufur og í raun frekar leiðinlegur á að horfa. Valsmenn voru að leika afar illa og Kjartan Sturluson gerði tvö skelfileg mistök sem settu leik- menn Cork City í góða stöðu fyr- ir seinni leikinn sem fram fer um næstu helgi. Strax á fimmtu mínútu kom fyrra mark Íranna. Markið kom eftir horn- spyrnu en Kjartan Sturluson hætti sér alltof langt út í boltann og kýldi hann út fyrir vítateig. Þar tók Colin O´Brien viðstöðulaust við boltan- um og skaut að markinu. Boltinn hefur viðkomu í varnarmanni Vals og endar í markinu en Kjartan var ekki kominn í stöðu í rammanum. Á 33. mínútu gerðist óvenjulegt atvik en það gerðist í fyrstu alvöru sókn Valsmanna í leiknum. Baldur Að- alsteinsson tók góða hornspyrnu á Dennis Mortensen sem skallaði að marki. Boltinn virtist stefna í netið þegar Helgi Sigurðsson tók við hon- um og sparkaði boltanum hátt yfir markið af stuttu færi. Ef Helgi hefði ekki sparkað boltanum hefði skalli Dennis líklegast endað í markinu. Þetta atvik var kannski lýsandi fyrir lánleysi Valsmanna í leiknum. Klaufamark hjá Kjartani Írska liðið komst í 2-0 á 65. mín- útu en þá fengu þeir aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Valsmanna þegar Barry Smith braut á sóknar- manni Cork City. Liam Kearney tók frekar lausa spyrnu að markinu sem ekki leit út fyrir að vera mikil hætta af. Kjartan Sturluson, markvörður Valsmanna, virtist vera vel staðsett- ur en það ótrúlega gerðist að Kjartan missti boltann inn í markið. Sjaldséð mistök hjá Kjartani sem gætu orð- ið Valsmönnum dýrkeypt í Evrópu- keppninni. Leikurinn var eins og áður sagði ekki mikið fyrir augað. Írska liðið barðist þó vel og varnarleikur þeirra var góður en að sama skapi náðu allflestir leikmenn Vals sér engan veginn á strik í leiknum. Á löng- um köflum var söngur írsku stuðn- ingsmannanna það eina sem gladdi eyru og augu á meðan á leiknum stóð. Þeir létu vel í sér heyra og sungu lög eftir ekki ómerkari tón- listarmenn en Björk og Bítlana. Róðurinn verður þungur hjá Völs- urum í seinni leiknum en írska lið- ið er ekki það gott að Valsmenn geti ekki unnið það. Þurfum að ná upp sjálfstraust- inu Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals- manna, var ekki ánægður með leik sinna manna á laugardag. Hann sagði þó að trúin yrði að vera áfram til staðar hjá leikmönnum liðsins. „Þetta gekk ekki vel og úrslitin voru okkur sár vonbrigði. Við bjugg- um okkur undir það að þeir myndu liggja tilbaka og það yrði ekki auðvelt að skora hjá þeim. Markið sem við fengum á okkur í upphafi setti okk- ur úr jafnvægi. Við náðum aldrei að jafna okkur almennilega á því í hálf- leiknum. Það hefði verið gott að ná að jafna þegar Dennis á skallann að marki en Helgi rekur tána í boltann og hann fer yfir. Seinni hálfleikurinn var skárri hjá okkur og við náum að halda boltanum betur innan liðsins og byggja uipp sóknirnar betur. Við í raun gáfum þeim þessi tvö mörk og það er bara of dýrt í svona viðureign. Írska liðið er ágætt, þeir eru ekkert betri og ekkert verri en úrvalsdeild- arlið hér heima. Við eigum á eðlileg- um degi að vinna þá hér heima. Þeir MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 200714 Sport DV Leiðindi í LaugardaLnum Valsmenn tóku á móti írska liðinu Cork City á laugardagskvöld. Tvö mistök Kjartans Sturluson- ar markvarðar leiddu til þess að Valsmenn eiga litla möguleika að komast áfram í næstu umferð. Á fullum hraða Dennis Mortensen, leikmaður Vals, reynir hér að komast í marktækifæri. Snilldarbragð Hér klifrar Roy O´Donovan, leikmaður Cork city, uppá Rene Carlsen til að ná til boltans Áfram Cork city Áhangendur írska liðsins hvöttu sýna menn til dáða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.