Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2007, Page 15
DV Sport MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 15
eiga sterkan heimavöll þar sem þeir
hafa verið taplausir í rúmt ár. En við
þurfum að hafa trú á verkefninu. Við
þurfum að breyta okkar plönum eftir
þessi úrslit og sækjum á þá í seinni
leiknum,“ sagði Willum en hann var
að vinna í garðinum þegar blaða-
maður DV ræddi við hann í gær.
Valur á leik gegn FH á miðviku-
dag og segist Willum hlakka mik-
ið til þess verkefnis og segir að FH
sé komið langleiðina með Íslands-
meistaratitilinn, vinni þeir leikinn.
„Við erum í þessu fyrir þessa stóru
leiki og því meira sem er spilað því
skemmtilegra er það. Það er klárt
mál að það er verðugt verkefni fyrir
okkur að ná okkur á strik eftir þenn-
an leik gegn Írunum en FH leikur-
inn verður ábyggilega skemmtilegur.
Þeir eru komnir langt með að klára
mótið ef þeir vinna okkur, það fer að
styttast í hinn endann á þessu móti.
En FH liðið eru búnir að standa sig
alveg frábærlega og þetta er að virka
hjá þeim og ef að hin liðin ná ekki að
skáka þeim þá er þetta bara flott hjá
þeim. Við lögðum þá nú í Krikanum
í fyrra og þetta hafa verið hörku leikir
á milli þessara liða fram að þessu. Ég
leyfi mér því að vera bjartsýnn fyrir
leikinn á miðvikudag,“ sagði Willum
að lokum. kari@dv.is
Leiðindi í LaugardaLnum
Írskir stuðningsmenn Írarnir sungu lög
eftir Björk og Bítlana á meðan á leik stóð.
Kjartan niðurlútur Markvörðurinn snjalli,
Kjartan Sturluson, átti ekki góðan dag.
dv myndir ásgeir