Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2007, Blaðsíða 19
DV Sport MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 19
ÍÞRÓTTAMOLAR
Hatton vann
Englendingurinn Ricky Hatton olli
10,000 stuðningsmönnum sínum ekki
vonbrigðum þegar
hann sigraði Jose
Luis Castillo með
yfirburðum í Las
Vegas. Búist var við
jöfnum bardaga
en hann var eign
Hatton frá upphafi
til enda. Honum
var ákaft fagnað af
fjölda Englendinga
sem fylgdu honum yfir hafið og þar á
meðal voru kappar eins og Wayne
Rooney, Robbie Williams og Vinnie
Jones. Yfirburðir Hatton í bardaganum
hafa strax orðið til þess að nú kalla
menn á að hann mæti Floyd Mayweath-
er, sem reyndar lofaði að hann væri
hættur eftir að hann lagði Oscar de la
Hoya á dögunum. „Ég gerði mig kláran í
12 lotna eldraun og ég held að það hafi
komið fljótlega í ljós hvað ég undirbjó
mig vel. Ég einbeitti mér að því að fara í
skrokkinn á honum og ég landaði
einhverjum bestu höggum sem ég hef
hitt á ferlinum,“ sagði Hatton
nei takk
Kevin Garnet leikmaður Minnesota
Timberwolves á að hafa sagt nei takk
við Boston Celtic
eftir að liðin
komust að
samkomulagi um
félagaskiptin.
Minnesota reynir
nú eftir fremsta
megni að losa sig
við kappan en
samningur hans
rennur út eftir
næstu leiktíð. Liðið er nú sagt í
viðræðum við Phoenix um að taka við
kappanum en þangað er hann sagður
vilja fara. Mikil spenna verður í loftinu á
leikmannamarkaðnum í NBA næstu
daga og mest hefur þar verið rætt um
menn eins og Garnett og Kobe Bryant
hjá LA Lakers sem hefur látið það í ljós
að hann vilji fara frá Lakers.
kaka og Real sagan HelduR
áfRam.
Sagt er að Real Madrid ætli að bjóða
Kaka samning sem hann getur ekki
hafnað. Þetta segir talsmaður kappans
en bætir við að Kaka sé ánægður í
búningi AC Milan.
„Kaka útilokar ekki að fara til Real
Madrid og ég vil heldur ekki útiloka að
hann fari þangað í sumar. Hann verður
mjög ánægður hvort sem hann spilar
með Milan eða Real Madrid,“ sagði þessi
eiturhressi talsmaður sem ekki er
nafngreindur. Talið er að Real þurfi að
borga 75 milljónir evra fyrir kappann
eða um 6,5 milljarða króna. Forseti Real,
Ramon Calderon, hefur verið mikill
aðdáandi Kaka allar götur síðan hann
settist á forsetastólinn og eitt
kosningaloforðið var að kaupa Kaka.
Tólf mánuðum eftir að Hol-
lendingar unnu sigur á Evrópu-
móti landsliða skipað leikmönnum
yngri en 21. árs í fyrsta sinn endur-
tóku þeir leikinn. Nú á heimavelli
með því að leggja Serbíu 4-1 í úr-
slitaleik. Mörk frá Otman Bakkal,
Ryan Babel, Maceo Rigters og Luigi
Bruins tryggðu sigurinn sem var
ekki jafn öruggur og tölur gefa til
kynna því Serbía varðist vel og var
vel inni í leiknum fyrsta klukkutím-
ann. Aleksandar Kolarov leikmaður
Serbíu fékk sitt annað gula spjald
þegar um klukkutími var liðinn og
staðan 2-0. Eftir það var hins vegar
aldrei spurning hvoru megin sig-
urinn lenti. Ryan Babel leikmaður
Ajax og Hollands lofaði samherja
sína í hástert eftir sigur liðsins en
hann var valinn maður leiksins og
sagði tilfinninguna vera góða.
„Það er alltaf gott að fá viður-
kenningu en ég á hana ekki einn.
Allt liðið á hana skilda og ég er
rosalega stoltur af liðinu. Þetta var
ekki auðveldur sigur, sérstaklega í
fyrri hálfleik en ég held að við séum
verðugir meistarar.“
Babel skoraði eitt og lagði upp
annað. „Ég held að það hafi orðið
kaflaskil í leiknum með markinu
mínu. Serbía gaf okkur lítinn tíma
og eru líkamlega sterkir. Sem bet-
ur fer tókst okkur að skora snemma
og eftir að ég skoraði þá fannst
mér eins og við gætum ekki tapað
þessu. Eftir það var auðveldara að
spila leikinn og við spiluðum okk-
ar bolta.“
Hollendingar urðu einnig Evr-
ópumeistarar í fyrra og sagði Babel
að þetta lið væri jafnvel betra en í
fyrra. „Það var sagt að þetta lið hefði
ekki það sem til þurfti til að hampa
titlinum en úrslitin segja annað. Ég
held meira segja við séum betri en
liðið í fyrra því þeir töpuðu einum
leik en við ekki neinum. Að spila á
heimavelli var mikill plús og hafa
áhorfendur á bak við sig allt mót-
ið var virkilega notaleg tilfinning.
Núna ætlum við að fagna.“
Hollendingra og Serbar tryggðu
sér sæti á Ólympíuleikunum í Pek-
ing á næsta ári ásamt Englending-
um, Belgum, sem komust í und-
anúrslit, og Ítölum, sem urðu í 5.
sæti.
benni@dv.is
Sevilla tryggði sér sigur í Kon-
ungsbikarnum á Spáni með 1-0
sigri á Madridarliðinu Getafe. Sig-
urinn innsiglaði frábært tímabil fyr-
ir Sevilla liðið sem endaði í þriðja
sæti í spænsku deildinni og átti lið-
ið möguleika á sigri í allt fram í loka-
umferðina.
Leikurinn, sem leikinn var á
Bernabeu leikvanginum í Madrid,
byrjaði með miklum látum og voru
áhorfendur beggja liða vel með á
nótunum enda í skýjunum með ár-
angur sinna manna á tímabilinu.
Getafe náði í Evrópukeppni félags-
liða en Sevilla lenti í þriðja sæti í
deildinni auk þess að vinna UEFA
keppnina, en fáir spáðu þessum lið-
um góðu gengi fyrir tímabilið.
Strax á elleftu mínútu skoraði
Freddie Kanoute, fyrrverandi leik-
maður Tottenham og West Ham, sig-
urmarkið eftir að hafa komist einn á
móti markverði eftir mistök í vörn-
inni og klárað færið með fínu skoti
framhjá Luis Garcia markverði Geta-
fe.
Eftir þetta sótti Getafe liðið nokkr-
um sinnum hart að marki Sevilla án
þess að hafa erindi sem erfiði. Eftir
nokkrar efnilegar sóknir fjaraði und-
an sóknum Getafe sem náði ekki að
ógna markinu þegar á leið. Raunar
var Sevilla liðið nær því að bæta við
mörkum í síðari hálfleik en Getafe að
jafna.
Undir lok leiksins lá við að upp úr
syði því leikurinn var harður og tæk-
lingarnar flugu út um allan völl. Leik-
menn Sevilla enduðu leikinn einum
færri því markaskorarinn Freddie
Kanoute var rekinn af leikvelli fyrir
að sparka í Francisco Casquero varn-
armann Getafe eftir að sá síðarnefndi
hafði brotið illa á Kanoute. Það skipti
þó engu máli og urðu lokatölur 1-0
fyrir Sevilla og fögnuður rúmlega 50
þúsund stuðningsmanna liðsins var
innilegur, en liðið vann sinn fyrsta
Konungsmeistaratitli síðan árið 1948
á laugardag.
Ótrúlegt tímabil hjá sevilla
Tímabil Sevilla hefur verið frá-
bært, tveir meistaratitlar og sæti í
Meistaradeild Evrópu á næsta tíma-
bili. „Ég á ekki til orð til þess að lýsa
slíku tímabili. Það mun taka svolít-
inn tíma að átta sig á þessu afreki
okkar. Við lögðum mjög mikið á okk-
ur og þessi árangur er afleiðing þess,“
sagði Javi Navarro fyrirliði Sevilla
liðsins eftir leikinn.
Freddie Kanoute var maðurinn á
bakvið velgengni bikarmeistaranna
á tímabilinu. Hann skoraði 21 mark
í deildinni auk þess að vera sífelld
ógn við vörn andstæðinganna. Port-
smouth, Newcastle og Bolton hafa
öll lýst áhuga á sóknarmanninum,
en hann vill ekki heyra minnst á það
að hann sé á leið frá félaginu. „Ég á
tvö ár eftir af samningi mínum og
ég er ekki að fara neitt,“ sagði Kan-
oute. Fjölmiðlar hafa verið uppfull-
ir af sögum um að hann vilji fara en
Kanoute svarar því til að slíkar sögu-
sagnir séu ekki sannar. „Ég hef átt
tvö frábær tímabil með Sevilla og nú
bættum við titli í sarpinn. Ég stefni
að því að berjast áfram með Sevilla,“
sagði Kanoute eða Knútur um málið.
vidar@dv.is
Hollendingar urðu um helgina Evrópumeistarar í knattspyrnu undir 21. árs:
Holland vann aftur
KAnOuTe TRyggði
SeviLLA SiguR
Sevilla kórónaði frábært tímabil með sigri í Konungsbikarnum. freddie kanoute sókn-
armaður Sevilla skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik.
frbært tímabil Freddie Kanoute
kórónaði gott tímabil með sigurmarki í
úrslitaleik Konungsbikarsins.
meistaratitli fagnað Sevilla
menn voru sáttir í leikslok
Ótrúlegur árangur Holland hafði
aldrei orðið meistari í þessum aldurs-
flokki en undir stjórn Foppe De Haan
hefur það orðið meistari tvö ár í röð.