Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2007, Page 21
Kaupþingsmót 7. flokks drengja fór fram á Akranesi
um helgina. Þar komu saman á níunda hundrað
drengja og öttu kappi í fótbolta. Margir framtíðarlands-
liðsmenn sáust á knattspyrnuvellinum á mótinu.
DV Sport MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 21
SVEIFLUR
Í GOLFINU
Um helgina fór fram stórt
knattspyrnumót á Akranesi
fyrir unga drengi í 7. flokki. En
það eru strákar sem eru sjö og
átta ára gamlir. Mótið er mjög
stórt og umfangsmikið en til
dæmis um það má nefna að
leiknir eru yfir 350 leikir frá
föstudegi til sunnudags á tólf
knattspyrnuvöllum. Brandur
Sigurjónsson, formaður ungl-
ingaráðs ÍA, var ánægður með
mótið og sagði að það hafi
gengið vel fyrir sig. „Það má
alveg reikna með að um þrjú
þúsund manns hafi komið í
bæinn vegna mótsins. Við vorum
með 92 lið sem tóku þátt á þessu móti
og föstudagurinn var notaður til að
raða liðunum í riðla eftir getu. Þannig
drógum við úr keppnishörkunni sem
er ekki æskileg á mótum
hjá svona ungum krökk-
um,“ sagði Brandur. Ægir
frá Þorlákshöfn var valið
prúðasta liðið og Selfyss-
ingar fengu háttvísiverð-
laun KSÍ.
Þreyttur Þessi strákur var alveg búinn á því.
Á undan í boltann Ungir og upprennandi
Fylkisstrákar leika hér gegn ÍR.
Einbeittir
Ætli þetta
sé næsti
Eiður
Smári?
Allir vinir Hér ræða strákarnir
saman áður en flautað er til leiks.
Tilþrif í lagi Hver veit
nema það leynist
næsti landsliðsfyrirliði
þarna.
Hef´ann Hér sjást ungir og
efnilegir strákar berjast um
boltann.
Barátta Það var hart barist í leikjunum.
Tækling Þessi tækling
minnir á Brynjar Björn
Gunnarsson landsliðsmann.
LÍF OG FJÖR
Á AKRANESI