Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2007, Page 22
Fáir ef nokkrir hafa meiri reynslu
af íslenskri knattspyrnu en Ásgeir
Elíasson núverandi þjálfari ÍR og
fyrrverandi þjálfari landsliðsins,
Fram, Þróttar og Víkings Ólafsvík-
ur. DV fékk álit hjá Ásgeiri á stöðu
íslensku knattspyrnunnar og ekki
stóð á svörum hjá þessum geðþekka
og knattspyrnufróða manni.
Hæðir og lægðir í þessu
„Ég tel að okkur sé alltaf að fara
eitthvað fram, en það verða alltaf
hæðir og lægðir í þessu og við verð-
um að vera meðvituð um það. Einn-
ig segi ég að það sé alltaf svolítið erf-
itt að meta þetta á milli tímabila og
ef við berum saman knattspyrnu nú
og fyrir tíu árum þá held ég að þetta
sé ósköp svipað.
Ég tel í sjálfu sér að alltaf komi
upp góðir leikmenn en það hefur
kannski enginn stórsnillingur kom-
ið fram í nokkurn tíma.
Leikmenn eru duglegir
„Íslenskir leikmenn eru duglegir
strákar sem eru tilbúnir að leggja á
sig mikla vinnu og æfa mikið. Sér-
staklega þegar horft er til þess að
flestir vinna heilan vinnudag áður
en þeir koma á æfingu. Því myndi ég
segja að einkenni okkar leikmanna
væri það að þeir eru duglegir en
okkur skortir tækni ef miðað er við
aðrar þjóðir.
Tæknina getum við bætt og þurf-
um að bæta. Ef við hefðum leik-
menn með sama hugarfar og er nú,
en með betri tækni, þá værum við
með miklu betra landslið.
Einnig er hugsun í fótbolta eitt-
hvað sem við getum bætt. Við erum
alls staðar að horfa upp á það að
leikmenn eru að gera eitthvað sem
þeir ráða ekki við. En með því að
bæta okkur í skynsemi og fá leik-
menn til þess að meta eigin getu
betur, þá er heilmikið unnið. Ef
þjálfari getur fengið leikmenn til
þess að gera hluti sem þeir ráða við,
einfalda hluti, þá mun lið þeirra
spila betur.
Maður skilur vel ef leikmenn
vilja gera afgerandi hluti til þess að
brjóta leikinn upp. En ef þeir skynja
það ekki að í 19 skipti af hverjum
20 tekst ekki það sem þeir eru að
reyna, þá eru þeir í slæmum mál-
um. Ef leikmenn ná hins vegar að
skynja aðstæður inni á fótbolta-
velli þannig að þeim takist að fram-
kvæma einfalda hluti sem meiri lík-
ur eru á að þeim takist en mistakist
þá er heilmikið verk unnið í íslensk-
um fótbolta,“ segir Ásgeir.
Hlutverkaskiptingu ábótavant
„Eins er það svo að hlutverka-
skipting skiptir miklu máli. Um leið
og menn þekkja sitt hlutverk inni á
velli geta þeir bætt sig í fótbolta.
Stór hluti leikskilnings er að
þekkja sitt hlutverk og þegar verka-
skiptingin er skýr þá er hægt að
byggja upp lið sem spilar vel saman.
Þetta er eitthvað sem hefur vant-
að. Knattspyrna er fyrst og fremst
liðsleikur og ef menn skilja hvorn
annan og skilja hvar á leikvellinum
þeir gera mest gagn, þá er hægt að
taka framfaraskref áfram í íslenskri
knattspyrnu.
Svíar spila til að mynda yfirleitt
svipað kerfi og svipaðan fótbolta
þar sem allir leikmenn þekkja sitt
hlutverk vel og þeim gengur vel,“
segir Ásgeir.
Sumir meistaraflokksmenn
kunna ekki að sparka
„Liðin mótast alltaf af þjálfaran-
um og því sem hann vill gera. Mér
finnst alltaf svolítið fyndið að sjá þeg-
ar maður les blöðin að þar eru þjálf-
arar að segja að þeirra lið hafi reynt
að spila fótbolta. En fótbolta er hægt
að spila á ótal vegu. Ég hef ákveðna
skoðun á því hvernig á að spila fót-
bolta en aðrir vilja spila annars kon-
ar fótbolta, hvort tveggja er þó fót-
bolti,“ segir Ásgeir glettinn. „Megin
kjarni málsins er samt sá að til þess
að bæta þá þætti leiksins sem flest-
ir vilja horfa á, eins og tækni, verð-
um við að byrja í yngri flokkunum.
Ég held að það þurfi að leggja þar
meiri áherslu á móttöku, sendingar
og kannski hvernig á að hugsa í fót-
boltaleik.
Að sjálfsögðu æfast krakkar mik-
ið á því að vera úti að leika sér. En á
æfingum er hægt að leiðrétta menn
og kenna mönnum að framkvæma
hluti. Oft sé ég menn í meistaraflokki
sem kunna ekki að sparka innanfót-
ar og því tel ég brýnt að vinna betur
í grasrótinni með ungviðið og kenna
slíka hluti sem er einfalt að laga, en
það þarf samt að æfa þá.
Þetta er eitthvað sem er ábótavant
í okkar þjálfun og maður spyr sig
stundum hvort að þetta sé eitthvað
sem vantar í þjálfaramenntun, að
kenna mönnum að sparka. Spyrn-
ur eru jú einn stærsti þáttur leiksins,“
segir Ásgeir og bætir við að ákveðin
bylting hafi orðið á síðustu árum.
Bylting í aðstöðu
„Það er allt annað að vera þjálf-
ari í dag en var hér áður. Sérstaklega
finnst mér byltingin hafa orðið með
öllum þessum gervigrasvöllum sem
búið er að leggja.
Húsin hafa svo sem ekki verið
nein sérstök bylting fyrir æfingaað-
stöðu því þjálfarar fá ekki mikinn
tíma inni í þessum höllum vegna
ásóknar í þær, sérstaklega hér á
Reykjavíkursvæðinu,“ segir Ásgeir
að lokum.
MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 200722 Sport DV
þarf að hugsa
í knattspyrnu
Ásgeir Elíasson
hefur marga fjöruna
sopið þegar kemur
að knattspyrnu á
Íslandi. Hann segir
tækni og leikskiln-
ing vera það sem
helst má bæta hjá
íslenskum leik-
mönnum.
Viðar GuðjónSSon
blaðamaður skrifar: vidar@dv.is
alltaf með bolta í hönd
Ásgeir er mikill hugsuður um fótbolta og veit hvað
hann syngur. Þegar hann er ekki að hugsa um
fótbolta á golfið hug hans allan.