Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2007, Síða 27
Hópurinn Xavier og McDaníel sem skipaður er þeim Daníel Ólafssyni og Magnúsi Leifssyni
kemur til með að skemmta gestum miðborgarinnar í sumar:
Vinna með samspil vídeóverka og tónlistar
Grafíski hönnuðurinn Magnús Leifsson
og tónlistarmaðurinn Daníel Ólafsson bet-
ur þekktur sem Danni Deluxxx, skipa hóp-
inn Xavier og McDaniel sem kemur til með
að starfa við skapandi sumarstörf á vegum
Hins hússins í sumar. Þeir ætla að vinna
með samspil tveggja miðla, tónlistar og víd-
eólistar og reyna á samskipti þessa tveggja
heima. Daníel sér um að spila tónlistina í
takt við videóverk Magnúsar og má segja
að um spuna sé að ræða hjá strákunum, þar
sem þeir vinna verkið bara á staðnum. Tón-
listin er flutt með notkun „samplera“, hljóm-
borða, tölvu og plötuspilara. Myndböndin
eru hins vegar spiluð með notkun tölvu og
hljómborðs sem stjórnar myndbrotunum.
Það má með sanni segja að verkið sé í senn
tónlistar- og myndlistarverk þar sem hinn
sjónræni hluti verður til útfrá tónlistinni og
öfugt. Að sögn tvíeykisins koma þeir til með
að sýna afrakstur sinn víðsvegar um mið-
borgina í sumar, jafnt innandyra sem utan-
dyra þar sem videóverkinu verður varpað
með skjávarpa í takt við dúndrandi tóna
Daníels.
krista@dv.is
„Þetta er algjör eðall. Að tussast
bara á lappir rétt fyrir níu og rölta
fram í eldhús á náttbuxunum. Í stað
þess að vakna heima, klukkan 6.15
og gera sig kláran fyrir útsendingu,“
segir útvarpsmaðurinn Andri Freyr
Viðarsson, úr þættinum Capone á
útvarspstöðinni Reykjavík FM 101,5.
Eins og komið hefur fram víða þá
lagði Andri landi undir fót í sum-
ar, og fluttist til Kaupmannahafnar
ásamt kærustunni sinni. Það hefur
þó ekki stöðvað hann frá því að láta
gamminn geisa í útvarpsþættinum
Capone alla morgna, en nútíma-
tæknin gerir Andra kleift að senda
beint úr eldhúsinu hjá sér. Eldhús-
ið hefur nú fengið nýtt nafn, Studio
kongens og er íbúð Andra staðsett í
Rantzausgade í Norðurbrú.
Gengur ljómandi vel
Búi Bendtsen, hinn helmingur út-
varpsþáttarins segir það ganga vel að
hafa Andra hinum megin við hafið.
„Þetta gengur fram úr okkar helstu
vonum og breytir líklega engu fyr-
ir okkur. Dagskrárgerðin verður líka
ögn skemmtilegri, þar sem Andri er
duglegur að fá Íslendinga í Köben
til að droppa við hjá sér,“ segir Búi.
Þá mun Andri einnig fara á Hróars-
kelduhátíðina og gera henni skil í
þættinum. „Æðsta takmarkið er svo
að hitta Friðrik Weisshappel þarna
úti og fá hann í viðtal. Eftir það get-
um við bara hætt með þáttinn, þá er
allt komið. Ég meina við erum búnir
að starfa í þrjú ár, útvarpsár. Það eru
68 ár í mannsárum.“
Reykjavík Fm eflist
Miklar breytingar hafa átt sér stað
á útvarpsstöðinni undanfarnar vikur.
Nýr daglegur þáttur hefur hafið göngu
sína en það er þátturinn Fótbolti.net.
„Þetta er klukkutímaíþróttaþáttur,
hörku hressi gæjar að tala um bolt-
ann. Klikkar ekki,“ segir Búi. Þá hafa
hinir ýmsu sérþættir hafið göngu
sína á stöðinni og ber þar fyrst að
nefna þáttinn Blandspólan sem er
í höndum Birkis Fjalars Viðarsson-
ar. Sá er söngvari hljómsveitarinnar
I Adapt og bróðir Andra Freys. „Ég
vil taka það fram að það var enginn
klíkuskapur í þessari ráðningu. Þátt-
urinn er tileinkaður mixteipum sem
allir áttu í gamla daga og má segja að
Birkir sé einungis að spila sínar kass-
ettur.“ Á laugardaginn hóf svo göngu
sína Morðingjaútvarpið. Segir Búi að
forsvarsmenn stöðvarinnar séu allt-
af tilbúnir að taka við ábendingum
og umsóknum. „Það er alltaf hægt
að finna tíma fyrir góða þætti. Nauð-
synlegt að leyfa nýju fólki að spreyta
sig og leita ekki alltaf í gömlu sleðana
bara,“ segir Búi að lokum.
dori@dv.is.
Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson fluttist til Kaupmannahafnar yfir sumarið,
en það hefur ekki aftrað honum frá því að senda út Capone-þáttinn. Andri er með stúd-
íó í eldhúsinu sínu, í miðri Norðurbrú og lætur þar gamminn geisa á hverjum morgni.
Þátturinn er á Reykjavík FM 101,5, en miklar breytingar hafa átt sér stað hjá stöðinni
undanfarið.
MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007DV Bíó 27
Gæti lent
í veseni
Angelina Jolie vonast til þess að
nýjasta mynd hennar, A Mighty Heart,
eigi ekki eftir að valda henni
erfiðleikum með að komast inn í
Pakistan í framtíðinni. Myndin fjallar
um mannránið á ameríska gyðingn-
um og blaðamanninum Daniel Pearl
en myndinni er leikstýrt af Briton
Michael Winterbottom og framleidd
af eiginmanni Joliw, Brad Pitt. „Ég
vonast til að Pakistanarnir verði ekki
óhressir með myndina því ég virkilega
hlakka til að fara aftur þangað og
starfa fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Ég
efast reyndar um að þeir eigi eftir að
vera með einhver leiðindi varðandi
vegabréfsáritunina mína því þetta er
mjög vel gerð og sanngjörn mynd,“ er
haft eftir viðtali við leikkonuna.
Kúrekar og
geimverur
DreamWorks og Universal Pictures
stefna á að framleiða kvikmynd, gerða
eftir myndasögunni Cowboys &
Aliens. Er það fagtímaritið Variety sem
greinir frá þessu. Myndasagan gerist á
18. öld og fjallar um átök kúreka og
indíána sem taka á sig nýja mynd,
þegar geimskip lendir í miðri
eyðimörkinni. Þurfa því kúrekarnir að
taka saman höndum við indíanana til
þess að kljást við ógurlegar geimver-
ur. Handritið verður skrifað af Mark
Fergus og Hawk Ostby.
Jackson er
Nick Fury
Samuel L. Jackson mun fara með
hlutverk Nick Fury í kvikmyndinni um
ofurhetjuna Iron Man. Lengi var það
Bruce Willis sem var orðaður við
hlutverkið, en nú er ljóst að Jackson
hefur hreppt hnossið. Nick Fury er
mannleg ofurhetja, fyrrum hermaður
sem oft hefur milligöngu í samskipt-
um ríkisstjórna við ofurhetjur.
Kvikmyndin um Iron Man er
væntanleg árið 2008 og mun Nick
Fury koma lítillega við sögu, en búist
er við að gerð verði mynd um hann á
næstu árum.
Xavier og
McDaniel blanda
saman tónlist og
videólist
ÚTVARPSSTÚDÍÓ Í
ELDHÚSINU HEIMA
Búi Bendtsen Segir að
Capone menn geti hætt
með þáttinn eftir að þeir fá
Friðrik Weizhappel í viðtal.
Andri Freyr
Viðarsson Á
náttbuxun-
um, í
eldhúsinu, í
beinni frá
Norðurbrú.
REM MæTTU
á MEgAS