Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2007, Síða 32
mánudagur 25. júní 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910
Fréttaskot
5 1 2 7 0 7 0
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta.
Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur.
Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar.
Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins.
Matmenn þessir sjóarar...
Komin af gjörgæslu
Ungmennin þrjú, sem
slösuðust í bílslysi á mótum
Geirsgötu og Mýrargötu í
Reykjavík aðfaranótt föstudags,
eru komin af gjörgæsludeild
Landspítalans. Ungmennin eru
þó ekki útskrifuð af sjúkrahúsinu
og njóta aðhlynningar á deildum
Landsspítalans.
Lögreglan segir að bílnum
hafi verið ekið á miklum
hraða í vesturátt og er málið í
nánari rannsókn. Talið er að
bílarnir hafi verið í kappakstri
þegar slysið varð þegar bíllinn
skall á veitingastaðnum
Hamborgarabúllunni en öku-
maðurinn hafði í aðdragand-
anum misst stjórn á bílnum og
rekist á kyrrstæðan bíl áður en
hann skall á húsinu.
Bjart yfir
bifhjólafólki
Veðrið lék við bifhjólafólkið sem
kom á fákum sínum að Hótel Geysi
síðdegis í gær. Már Sigurðsson, eig-
andi Hótels Geysis hefur í mörg ár
boðið bifhjólafólki til kaffisamsætis
og gerði það enn einu sinni í gær.
Það voru bifhjólasamtök Suður-
lands, Postularnir, sem skipulögðu
ferðina í gær.
Um tvö hundruð manns komu
til veislunnar og fólk gæddi sér á
gómsætum tertum og öðru góð-
gæti. Gljáfægð bifhjólin biðu eig-
enda sinna fyrir utan hótelið og
erlendir gestir sem áttu ekki orð yfir
hlýindum og fegurð Geysissvæðis-
ins sögðu þessa upplifun óvæntan
yndisauka á ferðalaginu. Bifhjóla-
fólkið sýndi öðrum ökumönnum
tillitssemi og virðingu á ferð sinni
að Hótel Geysi.
Mynd Erla Margrét Ottósdóttir
Mikið um ölvun
og óspektir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
hafði afskipti af fjórum líkams-
árásum og fleiri minniháttar slags-
málum í miðbænum um helgina.
Þó urðu ekki meiriháttar slys á fólki.
Að sögn lögreglunnar var mikið
um ölvun og óspektir í miðbænum.
Erilsamt var því hjá lögreglunni
á höfuðborgarsvæðinu og voru
fangageymslur fullar.
Aðfaranótt föstudags voru sjö
ökumenn teknir fyrir ölvunarakstur
og þrír fyrir of hraðan akstur. Aðfara-
nótt laugardags voru þrír ökumenn
teknir fyrir ölvun undir stýri en
aðeins einn fyrir of hraðan akstur.
Hlaut alvarlega
höfuðáverka
18 ára piltur hlaut alvarlegan
höfuðáverka eftir árás í Reykjanesbæ
aðfaranótt sunnudags. Að
sögn lögreglunnar í
Reykjanesbæ var
ekki um að ræða
mikil átök eða
slagsmál heldur
eitt hnefahögg
sem hafði svona
mikil og slæm áhrif.
Pilturinn var fluttur á
Borgarspítalann í Reykja- vík.
Sautján ára piltur hefur verið hand-
tekinn og að sögn lögreglunnar í
Reykjanesbæ hefur hann játað á sig
sökina.
VARÐSKIPSMENN
TEKNIR MEÐ KJÖT
Tollgæslumenn á Seyðisfirði gerðu
upptæk sex hundruð kíló af kjöti í
einu varðskipa Landhelgisgæslunn-
ar, seint í fyrrahaust. Skipið var að
koma frá Færeyjum, en hafði verið til
viðgerðar í Póllandi. Skipverjar vilja
meina að kjötið hafi verið keypt sem
kostur.
Landhelgisgæslan hefur enn ekki
freistað þess að fá kjötið afgreitt úr
tolli og er það því í vörslu sýslumanns-
ins á Seyðisfirði. „Málið snýst um það
hvort þeir hafi heimild til þess að hafa
viðlíka magn með sér til landsins sem
matarbirgðir. Þetta var dálítið vænn
skammtur af kosti,“ segir sýslumað-
urinn á Seyðisfirði, Lárus Bjarnason.
Sambærilegt mál kom upp í Reykja-
víkurhöfn í vetur. Hann segir að í raun
sé ekki litið svo á að um smygl sé að
ræða.
Ekki í smyglstandi
„Ég vona að við séum ekki í neinu
smyglstandi,“ segir Georg Lárusson,
forstjóri Landhelgisgæslunnar. Hann
segir að varðskipin hafi verið til við-
gerðar í Póllandi í fyrrahaust. „Þar var
keyptur kostur til heimferðarinnar,
eins og tíðkast. Svo fara skipin gjarn-
an til Færeyja og þar er keypt það sem
þarf.“
Georg segir Landhelgisgæsluna
ekki hafa talið að um ólöglegt athæfi
væri að ræða. „Kosturinn er bara
keyptur þar sem þægilegt er að kaupa
hann. Ef skipin stoppa einhvers staðar
þá er keyptur matur þar,“ segir Georg.
Í millilandasiglingum
Lárus Bjarnason sýslu-
maður segir að málið sé
til
athugunar í fjármálaráðuneytinu.
„Landhelgis-gæslan hefur ekki lit-
ið svo á að það þyrfti að greiða toll af
þessu kjöti og þess vegna er það enn-
þá hjá okkur. Þeir segjast vera í milli-
landasiglingum. Það gilda hins vegar
engar sér reglur um varðskipin eins
og gilda um fraktskipin,“ segir hann.
Hann segist hafa bent Landhelg-
is-gæslunni á að ef að varðskip komi
til landsins og haldi svo til starfa inn-
an lögsögunnar, þá geti það
ekki lengur talist vera í milli-
landasiglingu. „Þetta er nokk-
uð snúið mál. Frá
því að við tókum
þetta kjöt í fyrra
hefur ný reglugerð litið dagsins ljós og
með henni urðu þessi mál enn loðn-
ari,“ segir sýslumaðurinn. „Við bíðum
þess að fjármálaráðuneytið höggvi á
hnútinn.“
Ekki aftur til seyðisfjarðar
Lárus á ekki von á því að kært verði
í málinu, þar sem ekki sé litið á að um
smygl hafi verið að ræða. „Við tók-
um kjötið og bíðum svo eftir því að
það verði leyst út. Það hefur ekki enn
gerst,“ segir hann. Til að leysa kjötið
úr tolli þarf heimild frá landbúnað-
arráðuneytinu. Lárus segir að slíkar
heimildir séu vandfengnar.
Landhelgisgæslan hefur um ára-
bil komið nokkuð reglulega inn til
Seyðisfjarðar á ferðum sínum. Frá
því að kjötið var gert upptækt í fyrra
hafa komur varðskipa í Seyðisfjarð-
arhöfn orðið talsvert fátíðari. „Ég hef
nú ekki haldið nákvæmt bókhald yfir
komur varðskipanna hingað, en það
getur vel passað að þau komi eitthvað
sjaldnar við hérna,“ segir Lárus.
sigtryggur ari jóhannsson
blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
„Þetta var dálítið vænn
skammtur af kosti.“
Dansað á ungmennaleikum Ungmennaleikunum í Laugardal lauk með mikilli hátíð í gær. Meðal þeirra sem skemmtu
keppendum og áhorfendum voru þessir ungu piltar sem dönsuðu af miklum krafti á lokahátíð leikanna.
Hópslagsmál brutust út í Breiðholti. Litháa er haldið sofand:
Höfuðkúpubrotnaði í slagsmálum
Barist við elda
á Miðdalsheiði
Slökkvilið höfuðborgar-
svæðisins og björgunarsveitir á
höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar
tvívegis út til að slökkva gróðureld
á Miðdalsheiði um helgina. Fyrst
kviknaði í á laugardeginum og
töldu slökkviliðsmenn að þeir
hefðu slökkt eldinn sem tók sig
aftur upp á sunnudaginn.
Upptök eldsins eru óljós en að
sögn slökkviliðsins fannst einnota
grill á svæðinu og telur slökkviliðið
að eldurinn gæti hafa kviknað út
frá grillinu. Mikil íkveikjuhætta
er frá einnota grillum og benda
slökkviliðsmenn á að það sé
mikilvægt að láta þau ekki standa á
berri jörðinni.
Litháískum karlmanni er haldið
sofandi í öndunarvél á Landspítalan-
um í Fossvogi eftir aðgerð sem hann
gekkst undir í gær. Maðurinn höfuð-
kúpubrotnaði í slagsmálum aðfara-
nótt sunnudags. Átökin brutust út
undir morgun í heimahúsi í austur-
borg Reykjavíkur.
Sex litháískir karlmenn hafa verið
handteknir vegna málsins. Talið er að
fleiri menn hafi átt þátt í átökunum og
lögreglan leitar þeirra enn.
Tilkynnt var um slagsmál í íbúð
Litháans í Bökkunum í Breiðholti um
klukkan fjögur á laugardagsnóttina og
kom lögreglan skömmu síðar á stað-
inn. Þá höfðu fjöldaslagsmál brotist
út og einn maður höfuðkúpubrotnaði
eftir að hann var sleginn með barefli
í höfuðið. Nokkrir aðrir slösuðust lít-
illega og annar maður, sem talið var
að væri alvarlega slasaður, var flutt-
ur á slysadeild. Lögreglumenn sem
fóru á vettvang töldu í fyrstu að mað-
urinn hefði verið stunginn í bakið
með hnífi. Eftir læknisskoðun kom
í ljós að sár mannsins voru ekki eftir
hníf og var hann sendur heim eftir að
gert hafði verið að sárum hans sem
voru minniháttar. Ekki var ljóst hvaða
áhaldi hafði verið beitt á manninn.
Mennirnir sex,sem handteknir
hafa verið, voru yfirheyrðir í gær með
aðstoð túlks. Að sögn lögreglunnar
gekk fremur hægt að yfirheyra menn-
ina vegna tungumálaörðugleika en
þó var búið að ræða við þá sex sem
handteknir höfðu verið í gær.
Lögreglan vonar að upplýsing-
arnar sem mennirnir veittu við yf-
irheyrslurnar geti nýst til að útskýra
upptök slagsmálanna en talið er að
fleiri menn hafi komið að átökunum
og lögreglan leitar þeirra enn.
Það tók lögregluna langan tíma
að greiða úr átökunum en hún var á
vettfangi fram undir hádegi sem er
frekar óvenjulegt vegna átaka sem
þessara.
Maðurinn sem slasaðist var flutt-
ur á gjörgæslu Landspítalans þar
sem hann gekkst strax undir aðgerð
en manninum hefur verið haldið
sofandi eftir aðgerðina. Vakthafandi
læknir gat ekki tjáð sig frekar um líð-
an mannsins.
kristinhrefna@dv.is
DV mynd Karl
Tollarara á Seyðisfirði tóku 600 kíló af kjöti frá Færeyjum í varðskipinu Tý: