Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1987, Blaðsíða 14

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1987, Blaðsíða 14
8 EINANGRUÐ HÆKKUN Á IgG GIKTARPETTI 1 BÖRNUH. A. VIKINGSSON, K. ERLENDSSON OG H. VALDIMARSSON, RANNSÖKNASTOFA HÁSKÓLANS 1 ÖNÆMISFRÆÐI. Viö raælingu á giktarþætti (rheumatoid factor) meö ELISU hefur oft fundist hækkun á IgG giktarþætti samfara eölilegum IgA og IgM isotýpum giktarþáttar. Sjaldan hafa þessir einstaklingar kliniska iktsýki, miklu fremur ósértæk gikt- einkenni eöa liöbólgur í kjölfar sýkingar. Okkur þótti því tilhlýöilegt aö athuga hvort einangruö hækkun á IgG giktarþætti gæti ver*iö þattur í almennri, bráóri bólgusvörun. AÐFERÐ: IgA, IgG og IgM isotýpur giktarþáttar voru mældar meö ELISU aöferó í 3 hópum: - 170 börn innlögó á sjúkrahús vegna bráöra sýkinga. - 40 börn innlögð á sjúkrahús til aðgerðar. - 50 heilbrigóir einstaklingar 20-50 ára (samanburöarhópur). NIÐURSTÖÐUR: Samanborið vió fulloröna hópinn voru giktarþættir af IgA og IgM gerö ekki marktækt hækkaóir í barnahópunum. Hins vegar var veruleg hækkun r IgG giktarþætti hjá börnunum og marktækur munur miðaö viö samanburöarhópinn, 27% (57/210) vs 8% (4/50). Enginn innbyrðis munur var á barnahópunum. Þynningar- kúrfur IgG giktarþáttar voru raeö mun hærri hallatölu en samsvarandi kúrfur sjúklinga meö iktsýki, sem hugsanlega endurspeglar minni bindistyrk IgG giktarþátts barnanna. ÁLYKTUN: Aukin tíóni á hækkuöum IgG giktarþætti í börnum miöaó viö fullorðna gæti verið orsökuö af tiðari sýkingum i börnunum. Engin munur fannst þó a barna- hópnum sem var innlagður vegna sýkingar og barnahópnum sem var innlagóur til aögeróar. Pess ber aö gæta aó blóósýnin voru yfirleitt tekin snemma i sjúkdómsferlinu og mótefnamyndun þvi ekki oröin veruleg. Nú er veriö aö safna samanburðarsýnum úr þessum börnum, 3-6 mánuðum frá fyrri giktarþattsmælingu. 9 MEDICUS - VANDALIÐAÐAR SJtJKRASKRAR ITÖLVU. Báróur SigurReirsson, Guómundur Sverrisson og Sverrir Karlsson. Rannsókanstofa í Onæmisfræöi Landspítalanum, Heilsugæsla Seyöisfjaröar og Hjami sf. A síöari árum hefur veriö vaxandi áhugi á aö skrá og meðhöndla sjúkraskrár í tölvu. Allnokkur fjöldi erlendra tölvukerfa er til. Flest þeirra henta illa íslenskum aöstæöum og krefjast oft mikillar vinnu af hendi notenda í kódun upplýsinga. Af þessum ástæöum var ákveðiö aö smíöa íslenskt kerfi sem tæki miö af aöstæöum hérlendis, væri auöelt í notkun og krefðist ekki kódunar. Byggt er á niöurstööum sem fengust af Egilstaöarannsókninni, en þar var þróaö tölvukerfi til skráningar samskipta í heilsugæslu. Hiö nýja íslenska kerfi sem hefur veriö þróaö nefnist Medicus. í tölvukerfinu er aö finna skjámyndir sem svara til flestra hluta sjúkraskrárinnar, ss. samskiptaseöiil, vandamálalisti, lyfjablaö, rannsóknir og grunnupp- lýsingar. Allar upplýsingar eru geymdar kódaöar, greiningar sJc.v. ICD-9 greiningarkerfinu, en aörar upplýsingar sJc.v. stöðlum sem voru þróaöir í tengslum viö Egilstaöarannsóknina. Nýrri aöferö er beitt til komi í veg fyrir aö notandinn þurfi sjálfur aö kóda. I kerfinu eru einnig upplýsingar um öll skráö sérlyf hérlendis. Kostimir viö aö tölvuskrá sjúkraskrárupplýsingamar á þennan hátt em: (1) Sjúkraskráin er alitaf aögengileg (2) I sjúkraskrá er alltaf aó finna nýjustu upplýsingar (3) Betra yfirlit yfir vandamál sjúklinganna (4) Nákvæm og kerfisbundin skráning (5) Allar upplýsingar aðgengilegar fyrir vísindavinnu (6) Aögengilegar upplýsingar um lyf, ábendingar, frábendingar, aukaverkanir oil. (7) Auöveldar hagkvæmara lyfjaval meö því aö hafa aögengiieg lyfjaverö. 14

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.