Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1987, Blaðsíða 16

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1987, Blaðsíða 16
12 RANNSÓKN A SAMBANDT OTFJÓLUBLARRAR GEISLUNAR OG SORTUMEINS 1 HOÐ. Helgi Guðbergsson, Árni Björnsson, Hrafn Tulinxus, Guðjón Magnússon Hei1suverndarstöð Reykjavíkur, Landspítala, Krabbameinsskrá og Land læknisembætti Ýmsar rannsóknir hafa leitt i ljós samband milli utfjólublárrar geislunar og malignat melanoma. Tilgangur þessarar sjúklingasaman- burðarrannsóknar var að athuga hvort slíkt samband fyndist einnig hér á landi og athuga möguleg tengsl við só1lampanotkun. Efniviður og aðferðir.12 karlmönnum og 23 konum sem höfðu fengið maglignat melanoma á 2 ára tímabili voru sendir spurningalistar með 11 spurningum. Fyrir hvert sjúkratilfelli voru valdir með tilviljun araðferð 5 einstaklingar af sama kyni. og fæddir sama ár, sem allir fengu sama spunpingalista. Spurt var um atvinnu, útivinnu, útiveru, sólarlandaferðir, sólbruna, sólböð og sóllampanotkun á undanförnum 10 árum. Niðurstöður . í rannsókninni kemur ekki fram nei.nn .marktækur mismunur á f ramangr eindum atriðum meðal sjúklinga eða samanbur ðarhóps . Engirin munur var á útivinnu og útiveru. Sjúklingarnir gáfu heldur meiri sögu um sólbruna en samanburðareinstaklingarnir en munurinn var lítill og ekki marktækur. Samanburðareinstaklingarnir höfðu stundað sólböð heldur mxnna en verið meira i ljósum en mismunurinn var ekki. marktækur. Umræða.Ýmsar rannsóknir hafa leitt í ljós samband milli sortumeina og útfjólublárrar geislunar. Þessi rannsókn leiðir ekki i ljós slikt samband en er litil og spannar of stutt timabil. Ekki var við þvi að búast að samband fyndist milli só1lampanotkunar og sortu- meins i húð þar sem svo stuttur timi er liðinn frá þvi að þessir lampar komu i notkun. 13 LEGVAXTARRIT ÍSLENSKRA KVENNA■ ðtbúið með lagskiptri þverskurðaraóferð■ HÖFUNDAR: ÞÓra Steingrimsdóttir, Reynir TÓmas Geirsson, Björg Kristjánsdóttitr, Kvennadeild Landspitalans. — Sænskt legvaxtarrit hefur verið notað i mæðravernd hérlendis í nokkur ár til að fylgjast með fósturvexti. Með þessari rannsókn er útbúió fyrsta legvaxtarritið, sem byggt er á mælingum á islenskum konum. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR: Valdar voru konur i eðlilegri meðgöngu með einbura, sem komu i mæðraskoðun á Kvennadeild Landspitalans i 20.-42. meógönguviku. Mælingaraóferðin var stöóluó fyrir upphaf rannsóknarinnar. Hæó kvennanna og fæðingarþyngd eóa lengd skiptu ekki má.li við valið. Rannsóknin var lagskipt þverskurðarathugun,þ.e. jafnmargar mælingar (50) voru fengnar fyrir hverja meógönguviku og aðeins ein mæling var notuð frá hverri konu, alls 1150 mælingar. Nokkur almenn atriói varðandi konurnar og nýburana voru skráó og notuó vió samanburó á hópum rannsóknarinnar innbyrðis og til aó meta hversu gott úrtak íslenskra kvenna við höfóum valió. NIÐURSTÖÐUR: Reiknuð voru meðaltöl, f 1, f 2, og -rl,5 staóalfrávik. Fjölþátta aóhvarfsgreining af þriðju gráðu hæfði þessum gildum best og var notuð til aó teikna legvaxtarritið. Meðaltöl legbotnshæðar reyndust tæplega 2cm hærri en sænsk gildi. ÁLYKTANIR: Með þessari lagskiptu þverskuróarathugun fengust mælingar raeó trúveróugri dreifingu, sem voru notaðar til að útbúa legvaxtarrit til notkunar i is.lenskri mæóravernd. Við höfum valið 2 staðal- frávik sem markalínu er gæfi ákveóna ábendingu um óeólilega litinn fósturvöxt en merkt sveeðió milli 41,5 og 12 staóalfrávika sem viðvörunarsvæói. 1 27X-S3 HEIMILD: Westin.B:Gravidogram and fetal growth. Acta Obstet Gynecol Scand; 16

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.