Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1987, Blaðsíða 12

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1987, Blaðsíða 12
4 SAMANBURÐUR Á OPSONlNSTYRK OG FLÉTTULEYSANDI VIRKNI KOMPLIMENTKERFISINS. Guóraundur jóhann Arason, Susan Harkin og Helgi Valdiraarsson. Rannsóknastofa í Ónæmisfræói, Landsspitalanum, Reykjavik. 1 heilbrigóum einstaklingum sér komplimentkerfió um aó hindra útfellingu mótefnaflétta (PIP: prevention of immune precipitation) eða aó öörum kosti leysa þær upp eftir útfellingu (SOL: solubilization). Fyrri eiginleikinn (PIP) er háóur klassiska ferli komplimentkerfisins, en-sá seinni (SOL) styöst vió styttri ferilinn. Máttur komplimentkerfisins til aö leysa upp mótefna- fléttur og halda þeim í lausn var mældur i 29 einstaklingum með skerta opsoninvirkni og borinn saman vió samsvarandi gildi frá 70 heilbrigðum einstaklingum. Marktæk samsvörun reyndist vera milli opsonínstyrks og gilda fyrir PIP og SOL, svo og milli PIP og SOL innbyrðis. Samsvörunin er þó ekki algjör, því vissir einstaklingar hafa einangraöan opsoningalla án tilsvarandi lækkunar í PIP eöa SOL. Þessar nióurstöóur benda til aö "prímer" orsök opsoníngalla geti verió aó hluta óháó komplimentkerfinu, og eru í samræmi viö nýlegar brezkar athuganir á blóöborinni 70-80 kd. sameind sem viróist geta ræst styttri feril komplimentkerfisins eftir bindingu viö örverur. 5 NÝ ELISA AÐFERÐ TIL AÐ MÆLA VIRKNI KOMPLlMENTKERFISINS TIL AÐ LEYSA UPP OG KOMA 1 VEG FYRIR ÖTFELLINGU Á MÓTEFNAFLÉTTUM. Susannah Harkin og Helgi Valdimarsson. Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræöi, Landspitalanum. Talið er aó komplimentkerfið geti torveldað uppsöfnun mótefnaútfellinga i æöaveggi. Þessi virkni er talin vera skýringin á því hvers vegna sjúklinga meó veiklaða komplimentþætti hættir til aö fá mótefnafléttusjúkdóma (immune complex diseases). Handhægum og stöðluóum aöferöum til að mæla þessa starfsemi komplímentkerfisins i sjúklingum hefur ekki veriö lýst. Slikar mælingar gætu þó gefiö upplýsingar um tilhneigingu manna til aö fá mótefnafléttusjúkdóma eftir sýkingar og önnur áreiti framandi efna (t.d. lyfja). Alkaliskur fosfatasi (AP) var tengdur við Keyhole Limpet Haemocyanin (KLH). Mótefni gegn AP var sióan notað til að mynda mótefnafléttur, sem falla út úr lausn þegar jafnvægi (equivalence) myndast milli AP-KLH og mótefnis. Þaö magn af AP sem helst i lausn viö þaö aö sermi er bætt út i, gefur upplýsingar um "upplausnarvirkni” kompliments í hlutaðeigandi sermi. Þannig er annars vegar unnt aó mæla hæfni komplimentkerfisins til aö leysa upp fléttubotnfall, sem þegar hefur myndast (solubilization, SOL) og hins vegar virkni þess til aó koma í veg fyrir aö fléttur falli út (prevention of inmiune precipitation, PIP) . Þessi próf, sem eru það næm aö þau geta greint skort á C4B i einstaklingum meö eðlileg C4A gildi, hafa verið stööluö fyrir kliniska notkun. 12

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.