Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1987, Blaðsíða 23

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1987, Blaðsíða 23
9 OFNÆMISMÖTEFNI (IgE) IÍSLENDINGUM. Bárður Sigurgeirsson og Helgi Valdimarsson. Rannsóknastofa I Onæmisfræði, Landspítalinn Reykjavík. Ofnæmismótefni (IgE) eru mótefnaflokkur sem miöla bráðaofnæmissvari. Hækkun á IgE finnst í sermi margra sjúklinga meö bráöaofnæmi. Sama gildir um sjúklinga meö sníklasýkingar og ýmsa aöra sjaldgæfa sjúkdóma. Mæling á IgE er yfirleitt gerö þegar sjúklingar eru grunaöir um einhvem þessara sjúkdóma. Hingaö til hefur veriö miöaö viö erlend viömiöunargildi. Viömiöunargildi eru hins vegar mjög mismunandi milli landa og kynþátta. Þaö þótti því æskilegt aö kanna hvort IgE gildi íslendinga væru sambærileg viö gildi nágrannaþjóöanna. 400 einstaklingar á aldrinum 31-50 ára, búsettir á Reykjavíkursvæðinu vom valdir af handhófi. Ofnæmissaga var könnuö og tekin blóösýni. IgE var mælt meö sk. PRIST aöferö. Niöurstööur voru skráöar í tölvu og úrvinnsla fór fram meö SPSS-PC tölfræðipakkanum. IgE var mælt í sermi 294 einstaklinga. Þegar viömiöunargildi vom ákvöröuö vom þeir einstaklingar sem töldust hafa ofnæmi útilokaöir. Islendingar reyndust hafa lægri meöalgildi en grannþjóöir okkar. Konur höföu lægri gildi en karlar. Þegar litiö var á reykingamynstur var IgE lægst hjá þeim sem aldrei höföu reykt og fór vaxandi eftir því sem menn reyktu meira. Hjá stórreykingamönnum lækkaöi IgE aftur. Athyglisvert er aö íslendingar viröast hafa lægri IgE gildi en nágrannar okkar. Hugsanlegt er aö erfðir ráöi hér mestu um. Minni gróóurmengun og færri sníklasýkingar gætu einnig haft sitt aö segja. Niöurstööumar em mikilvægar fyrir þá sem fást viö greiningu ofnæmissjúkdóma. Ahrif reykinga em athyglisverö en frekari rannsókna er þörf. 10_____________________________________________________________________________ T FRUMUR 1 GARNASLlMHÚÐ SJÚKLINGA MEÐ GLUTENOFNÆMI. C.E.M Griffiths, Lionel Fry og Helgi Valdimarsson. Department of Dermetology, St. Mary's Hospital, London og Rannsóknastofa Háskólans í ónaanisfræði, Reykjavík. Flestir sjúklingar með glutenofnæmi hafa rýrnaðar slímhúðartotur (villae) í efri hluta meltingarvegar. Yfirleitt kveður mun meira að þessari rýrnun í sjúklingum með coeliac sjúkdóm (CD), þannig að frásog þeirra truflast að því marki að þeir líða af næringaskorti. Sjúklingar með dermatitis herpetiformis (DH), hafa flestir líka einhverja rýrnun í meltingarslimhúð, en sjaldan svo mikla að þeir hafi. lausar hægðir eða næringaskort. Deildar meiningar hafa verið um orsakir slímhúðarrýrnunar hjá þessum sjúklingum. Vilja sumir kenna komplimentræsandi glutenmótefnum um, en aðrir T frumumiðluðu ofnæmi. Vitað var að veruleg aukning er á T frumum i lamina propria i garnaslimhúð þessara sjúklinga. Rannsökuð voru slimhúðarsýni frá 13 DH og 6 CD sjúklingum og 6 einstaklingum, sem ekki höfðu glutenofnasmi. Staðfest var að glutenofnæmissjúklingarnir höfðu verulega aukningu á bæði T hjálparfrumum og T bælifrumum i slímhúðartotum, einkum í lamina propria. Einnig reyndust hlutfallslega fleiri T hjálparfrumur heldur en T bælifrumur vera virkar (tjá HLA-DR sameindir). Þessu fyrirbæri hefur ekki verið lýst áður í garnaslimhúð glutenofnæmissjúklinga. Það styrkir þá kenningu aó slímhúðarskemmdirnar orsakist af T frumum, sem e.t.v eru að reyna að hreinsa gluten úr lamina propria. 23

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.