Innsýn - 01.03.1974, Blaðsíða 2

Innsýn - 01.03.1974, Blaðsíða 2
Bl?á ., ínnsvn %/ TVÖ ÓL.ÍK HÖF Hafið er i senn vinur og óvinur rr.annsins. Forðabúr þess viðhalda lífi milljóna um heim allan, en um leið býr það árlega þúsundum vota gröf. Á fögrum sumardegi heillar það huga áhorfenda sinna, en á illviðrisdegi skelfir það þá sem eru sjónarvottar að ölduróti þess; í huga eins er það leiðin tií ævintýra og frama, en í huga annars óyfirstíganlegur þröskuldur milli hans og ástvina. Allir jarðarbúar eru háðir hafinu - háðir duttlungum þes-s, því hafið gefur og tekur, heillar og hrellir án tillits til hver í hlut á. Sjómenn um víða veröld eiga margar reynslur af hafinu; reynslur sem hert hafa vöðva og aukið viðnámsþol; reynslur sem hafa veitt aukna innsýn í hverfulleika lífsins. Sjómennska hefur verið mörgum dýrmætur skóli. Sumir lærisveina Jesú höfðu gengið í gegn um þennan skóla. Sú reynsla hefur ef til vill átt sinn þátt í að gera þá hæfa til að leysa þau ákveðnu verk- efni sem guðdómurinn fékk þeim £ hendur. Ein stórfenglegasta reynsla sem mætti lærisveinunum, átti sér stað innan bátsþilja. Hér er vitnað £ atburðinn þegar Jesú lægði vind og vatn. Þegar stormurinn æddi um bátinn og öldurnar ógnuðu l£fi lærisveinanna, fundu þeir til þeirrar skelfingar sem gagntekur sérhvern sem óttast um l£f sitt. En þegar þeir höfðu vakið Meistarann og Hann hafði fran,- kvæmt kraftaverkið, öðluðust þeir endurnýjaða og sterkari sannfæringu um að sá sem þeir höfðu fundið sig knúða til að fylgja, væri ekki af þessum heimi. Traust þeirra til hans jókst og þeir fylgdu honum £ aukinni lotningu. Mengun hafsins sem mikið hefur verið rætt um að undanförnu, eykur á ógnir þær sem jarðar- búum stafar af hafinu. Sú ógn er ekki aðeins bundin við einstak- linga eða tiltölulega litla hópa; hér er um að ræða ógnun við allt lif á jörðunni . Ef svifið £ sjónum er smátt og smátt að deyja (eins og margir færir v£sinda- menn halda fram), þá fer súrefnis forði jarðarbúa minnkandi, um leið og þeim sem háðir eru þessu súrefni fer ört fjölgandi (svifið £ sjónum framleiðir, fyrir áhrif sólarljsssins, meiri hlutann af þvf súrefni sem allt lif á jörðunni andar að sér) Jarðarbúar eiga annað haf f vændum sem ekki mun búa yfir þeim ógnum sem hér hefur verið getið. Það haf mun sameina £ stað þess að aðskilja. Það haf mun ein- ungis vekja gleði £ hugum þeirra sem lita þaö augum. Á þessu hafi munu sjómenn frá öllum löndum heims safnast - ekki til bess að stritast við að afla verömæta úr sjó, heldur til að veita verðmætum viðtöku - verðmætum sem mumi endast um alla eilifð.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.