Innsýn - 01.03.1974, Blaðsíða 9

Innsýn - 01.03.1974, Blaðsíða 9
N S I formennskutíð Sveinbjarnar gekk netaveiðin ágætlega. Fiskur- inn mátti ekki verða of gamall í netunum og þurftu þá aðventistar- nir stundum að róa á föstudaginn langa vegna hvíldardagsins daginn eftir, eða á páskadag, þegar veður- útlit var slæmt fyrir annan páska- dag. Sættu þeir þá gagnrýni af hálfu annarra sjómanna, en þegar aðrir bátar fóru til veiða á slíkum hátíðisdögum var það síður gagnrýnt Síðar var sett bann við sjósókn á föstudaginn langa og páskadag, en nú munu sjómenn aftur sækja á miðin á netavertíð, hvað sem öllum hátíð- isdögum líður. Guðsteinn Þorbjörnsson byrjaði sína sjómennsku árið 1923, þá aðeins 13 ára gamall. Var hann þá á árabáti með Jóni Rafnssyni á Norðfirði, en Jón var þá orðinn Sjöunda-dags aðventisti. SÍðar rári Jón Rafnsson á vélknúnum báti. Ef til vill var hér um að ræða fyrstu vélbátaútgerð á vegum Sjöunda-dags aðventista á íslandi. Sumarið 1924 var Guðsteinn í skiprúmi hjá Stefáni Erlendssyni, sem gerði út smábát frá Austfjörð- um, fyrst Norðfirði, síðan Skálum á Langanesi, þar sem meira aflað- ist. Það sumar voru 3 árabátar mannaðir Sjöunda-dags aðventistum, sem stunduðu línu og handfæra- veiðar. Formenn bátanna voru,auk Stefáns, þeir Ingi Sigurðsson og Sveinbjörn Einarsson. Yfirleitt var hér um að ræða fjögurra manna för. Þá söfnuðu menn siggi í lófana! Á tíma árabátanna var alltaf höfð sjóferðabæn skammt frá landi, þegar haldið var á sjó. Þá voru árarnar teknar upp og allir lutu höfði í einlægri bæn til Guðs. Þegar mótorbátarnir komu til sög- unnar var sjóferðabænin flutt í beituskúrunum, um leiö og bjóðin voru sótt, eða önnur veiðarfæri. Sennilega er lítið um það nú á flotanum yfirleitt,að sjóferðabæn sé flutt í byrjun hvers roðurs. Guösteinn átti £ eina tíð trillubátinn Birgi, 2 1/2 tonn, í samfélagi við bræðurna Kristján og Kristin Guömundssyni á Skaga- strönd. Áttu þeir hana í 3 ár, 1932-34, og gerðu hana út frá Siglufirði á sumrin, en frá Vest- mannaeyjum á veturna. Þá er það Álftin frá Akranesi, í eigu Sigurðar Ágústssonar £ Stykkishólmi. Pétur Guðbjartsson var skipstjórinn og Guðsteinn var kokkurinn. Að sjálfsögöu voru fleiri aðventistar um borð. Þeir stunduðu handfæraveiðar við Vest- firði sumarið 1935. Vestmannaeyjabáturinn Loki var sennilega £ eigu Kristins Jóns- sonar. Árið 1936 eða 37 var Pétur Guðbjartsson skráður skipstjórinn á bátnum og Guðsteinn mótoristinn. Hinsvegar skiftu þeir um hlutverk og héldu á.sildveiðar við Norður- land, með bækistöð á Siglufirði. Árið 1940 var Holberg Jónsson með vélbátinn Þrist, en Guðsteinn var mótoristi hjá Holberg. Á vetrarvert£ðinni var veitt í snur- voð við Vestmanneyjar, en um sum- arið var snurvoðin bleytt £ Faxa- flóabugtinni. Feðgarnir Jón Á. Jónsson og Reykdal sonur hans keyptu vél- bátinn Unni árið 1946 og gerðu hann út frá Vestmannaeyjum. Einu eða tveimur árum s£ðar keypti Guð- steinn 1/3 hlut £ bátnum af þeim feðgum. Það ár gekk útgerðin svo vel, að báturinn borgaði sig upp þrisvar sinnum á einu og sama ár- inu. Árið 1950 keyptu Guðsteinn og Jóhann Kristjánsson hluti feðg- anna £ bátnum. Þeir seldu bátinn aftur árið 1952. Ég má til með að geta þess, þegar Guðsteinn gerðist skipstjóri á vélbátnum Mugg, sem gerður var út frá Vestmannaeyjum arið 1953. Mótoristi var Jóhann Kristjánsson. Aðrir ágætismenn £ áhöfninni voru Hólmbræ’>urnir Árni , og Frið- bjcrn. Einnig tveir synir Guðsteins, þeir Reynir og Birgir. Gárungarnir halda þvi fram að mikill vafi leiki á þvi, hvor aðilinn hafi borið meira úr býtum frá hinum, ungu sjómenn- irnir eða hafið. Guðsteinn segir að þvi hafi verið veitt athygli, hve vel aðventistum gekk á sjó. (Siðari hluti þessarar greinar mun birtast í næsta blaði, og verður þá einnig getið annarra heimilda- manna).

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.