Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.09.1958, Blaðsíða 15

Hagtíðindi - 01.09.1958, Blaðsíða 15
1958 HA GTÍÐINDI 107 1 landinu eru nú starfandi rúmlega 30 lífeyrissjóðir, sem hafa með höndum lífeyristryggingar. Síðast í þessari grein er skrá yfir þessa sjóði. Samkvæmt lögum er skylt að tryggja lijá deildum Samábyrgðar íslands á fiski- skipum öll fiskiskip 100 smálesta eða minni, ef þau ná þeirri stærð að vera með þilfari. Samtrygging íslenzltra botnvörpunga liefur með höndum tryggingar á tog- urum, og flest félögin hafa með liöndum sjóvátryggingar. Sjóvátryggingar teljast ekki aðeins skipatryggingar, heldur og tryggingar á vörum, veiðarfærum og öðru lausafé um borð í skipum. Bifreiðatryggingar hafa farið sívaxandi undanfarin ár. Er mestur hluti þeirra í höndum nokkurra stærstu félaganna. íslenzkar flugvélar eru flestar eða allar frum- tryggðar hjá erlendum tryggingafélögum, en fyrir milligöngu innlendra félaga. íslenzk tryggingafélög endurtryggja að stórum hluta hjá erlendum trygginga- félögum. Árið 1947 hóf Islenzk endurtrygging endurtryggingastarfsemi, og hefur það nú með höndum endurtryggingu fyrir innlend og erlend tryggingafélög. Auk þess stunda hin stærri tryggingafélög flest eða öll einliverja endurtryggingastarf- semi, bæði gagnkvæmar tryggingar sín á milli og endurtryggingar fyrir erlend félög. Samábyrgð íslands á fiskiskipum hefur endurtryggingu fyrir trygginga- deildir sínar. Um vátryggingasamninga gilda nú lög nr. 20/1954. Hagstofan hcfur unnið úr reikningum tryggingafélaganna árin 1953—56 og öðrum gögnum, sem hún hefur fengið frá félögunum. Helztu niðurstöður þeirrar athugunar koma fram í tveimur yfirlitum, sem fylgja hér & eftir. Annað þeirra sýnir tekjur og gjöld tryggingafélaganna hvert þessara ára, hitt eignir og skuldir þeirra sömu ár. Þessi yfirlit eru ófullkomin á ýmsan hátt, eins og nánar verður skýrt hér á eftir, en vonir standa til, að fyrir árið 1957 og framvegis verði hægt að láta í té ýtarlegri og áreiðanlegri vitneskju um tryggingastarfsemina í landinu. í þessu skyni hefur verið gert nýtt eyðublað undir upplýsingar um rekstur og efnahag trygg- ingafélaganna, sem þau verða beðin um að fylla út árlega. í yfirlitum I og II hér með er félögunum skipt í tvo flokka, almenn trygginga- félög og líftryggingafélög. í fyrr nefnda flokknum eru eftirfarandi 11 félög, auk Húsatrygginga Reykjavíkurbæjar: Brunabótafélagið, Sióvátryggingarfélagið, Sam- vinnutryggingar, Almennar tryggingar, íslenzk endurtrygging, Samábyrgð íslands á fiskiskipum (aðalreikningur), Samtrygging íslenzkra botnvörpunga, Vátrygginga- félagið h.f., Vátryggingarskrifstofa Sigfúsar Sighvatssonar h.f., Trygging h.f. og íslenzk vátrygging li.f. Tryggingamiðstöðin h.f. er ekki með í yfirlitunum, þar sem það félag var ekki stofnað fyrr en 1957. í hinum flokknum eru Líftryggingafélagið Andvaka og líftryggingadeildir Sjóvátryggingarfélagsins og Almennra trygginga. Samábyrgð íslands á fiskiskipum hefur 8 tryggingadeildir með sérstöku reiknings- haldi, en þær eru ekki teknar með í yfirlitin. Þess er og að geta, að ýmis erlend tryggingafélög, sem hafa hér einhverja starfsemi um hendur innlendra trygginga- félaga, sem hafa umboð fyrir þau, eru ekki meðtalin í yfirlitunum, og sama máli gegnir um eftirtalin erlend tryggingafélög, sem starfa hér fyrir milligöngu umboðs- manna: Eagle Star Insurance Company Ltd. (umboð: Garðar Gíslason h.f.), Lífs- ábyrgðarstofnun danska ríkisins (Statsanstalten), The Liverpool & London & Globe Insurance Company Ltd. (umboð: Einar Pétursson), Nordisk Brandforsikring (um- boð: Magnús Jochumsson), o. fl. Loks eru ekki meðtalin í yfirlitunum 2 lítil inn- lend tryggingafélög, sem hafa aðeins umboðsstarfsemi í sambandi við tryggingar (Carl D. Tulinius & Co. h.f. og Trolle & Rothe h. f.).

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.