Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.04.1966, Blaðsíða 3

Hagtíðindi - 01.04.1966, Blaðsíða 3
1966 HAGTÍÐINDI 59 Slysatryggðar vinnuvikur árið 1964 eftir atvinnugreinum og stöðum á landinu. Á árinu 1964 var tilhögun álagningar slysatryggingariðgjalda breytt, og sköpuðust þar með skilyrði til árlegrar flokkunar atvinnufólks hér á landi eftir atvinnuvegum og einstökum atvinnugreinum, bæði fyrir landið í heild og einstök umdæmi. Töflur þær, sem hér fylgja á eftir, eru unnar úr hinum nýju slysatryggingargögnum að mestu leyti og miðaðar við vinnuárið 1964. Sams konar töflur voru gerðar fvrir árið 1963 og birtar í júniblaði Hagtíð- inda 1965. Atvinnuvegaflokkun Hagstofu íslands og álagning slysatryggingariðgjalda. 1 III. kafla laga nr. 40/1963, um almannatryggingar, en sá kafli fjallar um slysatryggingar, segir svo i 31. gr.: „Slysatryggðir samkvæmt lögum eru þessir: a. Launþegar. b. Nemendur við iðnnám samkvæmt lögum nr. 46/1949. c. Stjórnendur aflvéla og ökutækja, er þeir hafa umráð yfir. d. Útgerðarmenn, sem sjálfir eru skipverjar. e. Þeir, sem vinna að björgun manna úr lifsháska eða vörnum gegn yfirvofandi meiri háttar tjóni á verðmætum. Launþegi telst hver sá, sem tekur að sér vinnu gegn endurgjaldi án þess að vera sjálfur atvinnurekandi i þvi sambandi, hvort sem um er að ræða timakaup, föst laun, aflahlut eða greiðslu fyrir ákvæðisvinnu. Undanskilin slysatryggingu samkvæmt þessari grein er lausavinna, sem ekki er i sambandi við atvinnurekstur né hefur i för með sér sérstaka áhættu. Með reglugerð skal ákveða nánar, hvað skuli telja lausavinnu i þessu sambandi. Maki atvinnurekanda og börn hans, vngri en 16 ára, teljast ekki launþegar samkvæmt þessari grein.“ Auk þess atvinnufólks, sem skylt er að slysatryggja eins og að ofan greinir, er svo að segja öllu öðru atvinnufólki tryggðar slysabætur samkvæmt lögunum, ef ekki er tekið fram á skattframtali í byrjun árs, að tryggingar sé ekki óskað. Það fólk, sem hér um ræðir, er samkvæmt 32. gr. laganna: „a. Atvinnurekendur í landbúnaði, sem vinna landbúnaðarstörf, makar þeirra og börn á aldrinum 12—16 ára. b. Atvinnurekendur, sem starfa að atvinnurekstri í öðrum greinum. c. Launþegar, sem að staðaldri vinna störf, sem falla undir ákvæði 3. málsgr. 31. greinar (lausavinna, sjá áður). Atvinnurekendur samkvæmt b-lið geta tryggt mökum sínum og börn- um innan 16 ára, sem með þeim starfa að atvinnurekstrinum, rétt til slysabóta með þvi að skrá á skattframtal í byrjun hvers árs ósk þar að lútandi. Sama gildir um börn atvinnurekenda i landbúnaði innan 12 ára aldurs." í ofan greindum ákvæðum felst það, að slysatrijggingin nær til svo aO segja alls atvinnufólks í þjóðfélaginu. í töflu 1 hér á eftir eru slysatrvggðar vinnuvikur samkvæmt 32. gr. nefndar eigin trygging til aðgreiningar frá slysatryggðum vinnuvikum samkvæmt 31. gr.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.