Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.04.1966, Blaðsíða 5

Hagtíðindi - 01.04.1966, Blaðsíða 5
1966 HAGTÍÐINDI 61 Þegar starfsemi er flokkuð eftir atvinnugreinum í samræmi við atvinnu- vegaflokkunina, þá eru það ekki einstakir starfsmenn, sem flokkaðir eru, heldur heilar rekstrareindir fyrirtækja. Með rekstrareind er átt við efnahagslega heild, þar sem unnið er að einni eða aðallega einni tegund starfsemi á einum stað. Mörg islenzk fyrirtæki hafa þaS fábreytta framleiSslu, aS starfsemi þeirra verSur ekki skipt upp í rekstrareindir eða starfsemisgreinar af þeirri ástæðu. Hins vegar hafa mörg fyrirtæki atvinnurekstur á fleiri en einum stað (t. d. útibú verzlunar). Þegar um það er að ræða, að fyrirtæki hefur atvinnurekstur i fleiri en einu sveitarfélagi, er þvi að jafnaði skipt upp í rekstrareindir vegna hinnar staðarlegu aðgreiningar* 1). Hvert af tveimur eða fleiri sláturhúsum sama fyrirtækis er þó ekki talið sérstök rekstrareind, þar sem livert sláturhús er yfirleitt starfrækt lítinn hluta úr árinu, og einstakir tímabundnir bygginga- staðir fyrirtækja (t. d. verktaka) eru aðeins i undantekningartilvikum taldir sérstakar rekstrareindir. Atvinnuvegaflokkunin er notuð þannig við álagningu slgsatrgggingar- iðgjalda, að hvert einslakt fgrirtæki eða hver einstök rekstrareind fgrirtækis með fleiri en eina starfsemisgrein eða með útibú í öðru sveitarfélagi, er á framtalinu merkt með númeri atvinnugreinarinnar (sjá töflu 1), og hefur verið ákveðið með reglugerð, í hvaða áhættuflokk hvert atvinnugreinarnúmer fari og þar meS ákveðið vikuiðgjaldið. Upplýsingar framtalsins eru teknar á vélspjöld fyrir öll fyrirtæki og stofnanir, nema stofnanir Reykjavikurborgar og rekstrareiudir þeirra, svo og stofnanir ríkisins og rekstrareindir þeirra. Álagning iðgjalda, gerð slysatryggingarskráa og töflur um vinnuvikur eru síðan gerðar í vélum, en upplýsingar um ríkisstofnanir og stofnanir Reykjavíkur- borgar eru handunnar. Hætt er við, að skiptingu fyrirtækja og stofnana í rekstrareindir sé nokkuS ábótavant ennþá, og leiðir það af sér ónákvæmni í þeim töflum, sem hér eru birtar um atvinnuvegaskiptinguna. VerSur nánar vikið að þessu í skýringum við töflu 1. Þegar fyrirtæki hefur með höndum fleiri en eina tegund starfsemi, en þvi verður ekki skipt í rekstrareindir, þar sem starfsemin fer öll fram á sama stað og ekki er um aS ræSa bókhaldslega aðgreiningu, þá ákvarðast atvinnugreinar- númer fyrirtækisins af aðalstarfsemi þess. HjálparverkstæSi eða deildir, sem starfa eingöngu i þágu ákveðinnar rekstrareindar (t. d. einkarafstöð sjúkrahúss, rannsóknarstofa málningarverk- smiSju, vörugeymsla heildverzlunar, söludeild iðnaðarfyrirtækis, brauðgerð veitingahúss), eru talin með aðalstarfseminni, en ekki sem sérstök rekstrar- eind, nema þau hafi aðskilið reikningshald og sérstakan vinnustað. 1 7. gr. áður nefndrar reglugerðar er tekið fram, að álagning slysatrygg- ingariðgjalda sjómanna, áhafna flugvéla og ökumanna bifreiða skuli ekki fylgja atvinnuvegaflokkun Hagstofunnar. Vinnuvikur þessara aðila eru þó með í töflum þeim, sem hér eru birtar, og vísast til skýringa við töflu 1 um það, hvernig tölurnar eru fengnar. 1) Eiginlega œtti að skipta þeim einum stað 1 sama sveitarfélagi, upp fyrirtœkjum, sem hafa sams konar rekstur á fleiri en i rekstrareindir, en það hefur ekki verið gert cnn.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.