Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.04.1966, Blaðsíða 17

Hagtíðindi - 01.04.1966, Blaðsíða 17
1966 HAGTlÐlNDI 73 Skýringar við töflu 3. Taflan sýnir hlutfallslega skiptingu vinnuvikna atvinnufólks eftir atvinnu- vegum árið 1964. Margs ber aS gœta viS notkun þessara talna, m. a. eftirfar- andi atriSa: Hér er um aS rœSa skiptingu starfandi fólks samkvæmt skattframtölum en ekki atvinnufólks og þeirra, sem framfærSir eru af því. Þessar tölur eru þvi ekki sambærilegar viS þær tölur manntala um atvinnuskiptingu, sem mest hafa veriS notaSar, Fremsti dálkur töflu 3 er miSaSur viS skilning slysatryggingarlaganna á því, livaS sé atvinnufólk. Þess ber aS gæta, eins og áSur segir, aS eiginkonur bænda eru taldar til atvinnufólks. Þar sem búskap til sveita er nú víSa hagaS þannig, aS húsmóSirin sinnir eingöngu innanhússtörfum, eins og húsmóSir á heimili iSnaSarmanns, sjómanns eSa verzlunarmanns í þéttbýli, er hlutdeild landbúnaSarins í atvinnufólkinu vafalaust oftalin hlutfallslega á kostnaS annarra atvinnuvega i fremsta dálki töflu 3. Annar dálkur töflu 3 sýnir hlutfallsskiptinguna, ef eiginkonur bænda eru ekki taldar meS atvinnufólki. Tala eiginkvenna bænda er þar áætluS 3900 (eSa 203 þús. vinnuvikur), og er þá höfS hliSsjón af skýrslum Hagstofunnar um tekjur einstakra starfsstétta, sem birtust í nóvemberblaSinu 1965. í töflu 3 á bls. 228 í því blaSi eru kvæntir karlframteljendur meSal bænda á aldrinum 25—66 ára taldir 3153. Þar viS bætast eiginkonur þeirra bænda, sem eru ofan og neSan viS þessi aldurstakmörk, og er taliS hæfilegt aS áætla heildartölu eiginkvenna bænda 3900. í þeirri hlutfallsskiptingu, sem meS þessu fæst, mun hlutur landbúnaSarins vera vanmetinn og hlutur annarra atvinnuvega oftalinn aS sama skapi. Þó aS lítill munur sé yfirleitt á hlutfallstölum einstakra atvinnuvega i fyrsta og öSrum dálki, er munurinn mikill fyrir landbúnaSinn. Hlutur hans i atvinnufólkinu er einhvers staSar þarna á milli, þ. e. a. s. frá 11,4% upp í 16,0%. Aftasti dálkur töflu 3 er einungis sýndur til þess að komizt verði nær réttum hlutfallstölum. Þar er gert ráð fyrir, að vinnuvikur eiginkvenna bænda skiptist aS hálfu milli landbúnaðarstarfa (heyskapar, mjalta og gjafar og ýmiss konar vinnslu landbúnaðarafurða) og heimilisstarfa. Ef til vill er hlutur land- búnaðarins eitthvað oftalinn með þessu móti, en það mun þó varla vera mikið. Þó að þessar atvinnuskiptingartölur séu ekki að öllu leyti nákvæmar, eink- um að því er tekur til landbúnaðar, eru þær gagnlegar, einkum þar sem ekki liggja enn fyrir nema bráðabirgSatölur um atvinnuskiptingu samkvæmt aðal- manntali 1960. Vinnuvikunum, i þeim skilningi, sem greint hefir verið frá, hefir fjölgað um 7,1% frá árinu 1963 til ársins 1964. Gera má ráð fyrir, að þessi mikla aukning stafi að einhverju leyti af betri framtölum almennt, og hefur vinnu- aflsnotkun atvinnuveganna þvi ekki vaxið raunverulega svona mikið. Vinnuvikum fjölgaði um 7,8% í Reykjavík, 7,6% í öðrum kaupstöðum og 5,9% í sýslum. Ef litið er á einstaka atvinnuvegi, er aukning langmest í sam- göngum (30,4%), og stafar það vafalaust af auknum ferðamannastraumi til landsins, auknum ferðalögum um landið, aukinni vinnu við uppskipun og útskipun samfara aukningu utanríkisverzlunarinnar o. fl. Byggingarstarfsemin

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.