Fréttir - Eyjafréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 10
10
Fréttir / Fimmtudagur 27. maí 2004
Fjárfestum í fólki
en ekki steinsteypu
✓
Bergur Elías Agústsson, bæjarstjóri, fer yfir hugsanlega aðkomu bæjarins að
Fasteign, stóran eða lítinn leikskóla, atvinnu- og ferðamál og samgöngumálin
Bergur Elíos Ágústsson tók við storfi bæjarstjóra í
Vestmannaeyjum 20. júlí síðastliðinn og hefur hann því setið
við stjómvölinn I rétt um tíu mónuði. Það verður seint sagt að
lognmolla ríki ó vettvongi bæjarstjórnar Vestmannaeyja og
stundum gustar meira en góðu hófi gegnir. Á það ekki sist við
yfirstandandi kjörtímabil þar sem hin breiðu spjótin hafa
gengið manna ó milli. Sjólfur tók Bergur Elías við eftir mikinn
hvell þegar slitnaði upp úr meirihlutasamstarfi B-lista
Framsóknar og óhóðra annars vegar og sjólfstæðismanna
hins vegar en þeir síðarnefndu höfðu þó farið með stjórn
bæjarins i þrjú kjörtimabil. Þó varð til meirihluti V-lista og B-
lista, sem reyndar stóð ekki einhuga að baki oddamannsins.
Nýr meirihluti kom með nýtt fólk í róðhúsið og hæst bar nýr
bæjarstjóri.
Þetta gekk ekki hljóðalaust fyrir sig og ekki voru allir ó eitt
sóttir þegar Ingi Sigurðsson var lótinn víkja fyrir Berg Elíasi.
Stærstu mólin hofo svo verið fjórmól bæjarins, Þróunarfélagið
og núna síðast var það dollaralónið svokallaða. Það hefur þvi
ýmislegt gengið ó en Bergur Elías er ekki óvanur því að taka
til hendinni og hann litur ekki ó stöðuna sem vonlausa heldur
verkefni sem gaman er að takast ó við og er tilbúinn í slaginn.
Bergur Elías er útskrifaður fró hagfræðideild við Sjóvar-
útvegshóskólann í Tromsö, hefur víða komið við i fyrir-
tækjarekstri og þurft stundum að takast ó við erfið verkefni ó
þeim veftvangi. Þetta er hans fyrsta reynsla af starfi þar sem
pólitíkin ræður ferðum. í bæjarstjórninni hefur kappið tíðum
verið ón forsjór síðustu mónuði og stundum hefur maður ó
tilfinningunni að hagsmunir bæjarfélagsins séu fyrir borð
bornir. Bergur Elías hefur þarna verið að fóta sig i nýju
umhverfi og hafi einhverjir ekki haft trú ó honum til starfans
hefur þeim farið fækkandi. Hann er ó heimavelli í fjórmúlum,
þar nýtist honum bæði reynslan af því að koma illa stæðum
fyrirtækjum ó réttan kjöl og hagfræðimenntunin. Uppruninn
segir líka til sín því nýja bæjarstjóranum þykir vænt um þetta
IHTa samfélag okkar og hann veit líka hvar skórinn kreppir að
ó landsbyggðinni eftir að hafa meðal annars búið d Seyðisfirði
og Skagaströnd.
Sár sem ekki eru gróin
En er eitthvað sem hefur komið hon-
um á óvart? „Þú segir nokkuð," segir
hann og hlær. „Það er kannski fátt sem
hefur komið mér algjörlega á óvart ef
ég á að segja eins og er," heldur hann
áfram. „Fyrir það fyrsta þá kom ég að
þessu við mjög sérstakar aðstæður en
maður reynir að fóta sig í nýju um-
hverfi og átta sig á samhenginu. En ef
ég er hissa á einhverju þá virðist mér
að á einhverjum tímapunkti hafi
myndast hér sár í samskiptum bæjar-
fulltrúa sem ekki em gróin. Eg er hissa
á þessu og mér kemur þetta þannig
iyrir sjónir að allir séu í vamarspilinu í
pólitíkinni. Þetta er mitt mat á stöð-
unni hér eftir að hafa unnið með þessu
ágæta fólki í níu mánuði," sagði
Bergur Elías.
Hann heldur sig áfram við að líkja
þessu við fótboltann og segir að
vamartaktfkin lýsi sér í því að menn
séu óþarflega uppteknir af því hver
gerði hvað og hvers vegna staðan sé
svona. „Þetta verður til þess að menn
missa sjónar á aðalatriðinu, sem er;
hvað er hægt að gera? Og ekki síður
virðist mönnum í sumum tilfellum
fyrirmunað að draga upp mynd af
stöðunni eins og hún er.“
Bergur Elías segir að þetta hafi
orðið til þess að stundum mætti halda
að samfélagið hér væri á heljar-
þröminni en svo væri alls ekki.
„Staðreyndin er að Vestmannaeyjar
em mjög kröftugt samfélag með öflug
lyrirtæki sem em kjölfesta sem byggja
verður á. Og við höfum alla burði til
að leysa úr vandamálum okkar. Ég er
sannfærður um það,“ sagði Bergur
Elías með áherslu.
Að fóta sig 1 nýju umhverfi
Bergur hefur fram að því að hann
kemur til Vestmannaeyja unnið í
einkageiranum þar sem ákvarðanir em
teknar án tillits til stöðu stjómmála
BERGUR: Ef menn eru að stjórna þá á það ekki að vera þannig að þú þurfir alltaf að vera sýna vald þitt. Mér
hugnast betur sú aðferð við stjórnun og ef menn fá verkefni í hendurnar eiga þeir að geta talað um þau og
komist að niðurstöðu. Það er góð stjórnun. Þegar taka þarf erfiðar ákvarðanir verður að standa við þær og því
fleiri sem koma að verki því betra.
hveiju sinni. Hann er því í gjörbreyttu
umhverfi þar sem flokkspólitíkin
ræður ferðinni. En er hann á því að
hún sé til trafala í bæjarstjóm
Vestmannaeyja? „Pólitík er nýlunda
fyrir mig og hún spilar stórt hlutverk í
bæjarstjóm Vestmannaeyja, það er
deginum Ijósara. í pólitík ertu alltaf að
búa þér til stöðu sem lýsir sér í því að
sjálfstæðismenn í minnihluta reyna að
byggja upp þá ímynd af meiri-
hlutanum að hann sé ómögulegur en
meirihluti Framsóknar og Vestmanna-
eyjalista segjast taka við ömurlegu
búi. Svona er þetta í pólitíkinni."
Ekki haröari, en öðruvlsi
Er bæjarpólitíkin harðari en þú áttir
von á? „Ekki beint harðari en öðm-
vísi. Það er meira um tæklingar á hlið
en að menn komi framan að hver
öðmm. Þetta er nú það sem mér mis-
líkar einna helst, en er um leið eitthvað
sem maður verður að læra á í nýju
umhverfi. Þetta er okkur ekki til fram-
dráttar því með þessu er oft verið að
tefja mál og það jafnvel að óþörfu.“
Þama vitnaði Bergur til bresku sjón-
varpsþáttanna Já, ráðherra, sem vom
geysivinsælir á síðustu áratugum
síðustu aldar og þóttu sýna að ekki er
alltaf allt sem sýnist í stjómmálum.
Nafnið var rakið til ráðuneytisstjórans
sem alltaf sagði já við ráðherrann en
svo var undir hælinn lagt hvort hann
fór eftir því eða ekki. „Þar var byrjað
að ráðast á niðurstöðuna, ef það gekk
ekki beindu menn spjótum sínum að
forsendunum og ef það nægði ekki var
ráðist á persónuna. Þennan leik sjáum
við líka héma hjá okkur og fyrr en
varir er búið að dreifa athyglinni
þannig að enginn man lengur hver er
kjami málsins. Þetta er alveg geggj-
að.“
Er ekki von til þess að komast út úr
þessu? ,Jú, ég vona það svo sannar-
lega, við þurfum á því að halda og ég
vil trúa því að fólk sem gefur kost á
sér í bæjarmálin geri það vegna þess
að það vill sjá hag Vestmannaeyja
sem mestan. Það sé þeim öllum sam-
eiginlegt. Ef menn em að stjóma þá á
það ekki að vera þannig að þú þurfir
alltaf að vera sýna vald þitt. Mér
hugnast betur sú aðferð við stjómun
og ef menn fá verkefni í hendumar
eiga þeir að geta talað um þau og
komist að niðurstöðu. Það er góð
stjómun. Þegar taka þarf erfiðar
ákvarðanir verður að standa við þær
og því fleiri sem koma að verki því
betra.“
Númer eitt að efla
atvinnulífið
Þegar talið berst að stjómun bæjarins
segist Bergur ekki fráhverfur hug-
myndum um tjölgun bæjarfulltrúa úr
sjö í níu. „Svo má skoða hvort ekki
megi fækka nefndum en fjölga í stað-
inn fólki í hverri nefnd. Því fleiri sem