Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 17
Fréttir / Fimmtudagur 27. maí 2004 17 NAFNLEYNDIN er ein af meginreglum AA-samtakanna en þegar fólk er komið á fundi er ekkert dregið undan. AA-samtökin í Vestmannaeyjum 30 ára: Löngun til að hætta að drekka -er eina skilyrðið íyrir inngöngu í samtökin og hér hafa þau skilað frábæru starfi Sporin tólf 1. Við viðurkenndum vanmátt okkar gegn áfengi og að okkur var orðið um megn að stjóma lífi okkar. 2. Við fómm að trúa að æðri kraftur máttugri okkar eigin vilja gæti gert okkur heilbrigð að nýju. 3. Við tókum þá ákvörðun að láta líf okkar og vilja lúta handleiðslu Guðs samkvæmt skilningi okkar á honum. 4. Við gerðum rækilega og óttalaust siðferðileg rekningsskil í lífi okkar. 5. Við játuðum afdráttarlaust fyrir Guði sjálfum okkur og trúnaðarmanni yfirsjónir okkar. 6. Við vorum þess albúin að láta Guð lækna allar okkar skapgerðarveilur. 7. Við báðum Guð í auðmýkt að losa okkur við brestina. 8. Við skráðum misgjörðir okkar gegn náunganum og vorum fús til að bæta fyrir þær. 9. Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust svo framarlega sem það særði engan. 10. Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar út af bar viðurkenndum við yfirsjónir okkar undanbragðalaust og vomm fús til að bæta fyrir þær. 11. Við leituðumst við með bæn og hugleiðslu að bæta vitundarsamband okkar við Guð samkvæmt skilningi okkar á honum og báðum um skilning á því sem okkur var fyrir bestu og mátt til að framkvæma það. 12. Við fundum að sá árangur sem náðist með hjálp reynslusporanna var andleg vakning og þess vegna reyndum við að flytja öðmm alkóhólistum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum í lífi okkar og starfi. AA samtökin í Vestmannaeyjum fögnuðu 35 ára afmæli um síðustu helgi og því að 50 ár eru síðan AA- samtökin námu land á íslandi. Fyrri hluti hátíðahaldanna var á fostudags- kvöldið þar sem tveir sögðu frá fangbrögðum sínum við Bakkus og önnur fíkniefhi og á eftir var boðið upp á tónlist. Á laugardaginn var svo kaffisamsæti þar sem öllum var boðið að koma og kynna sér starfsemina. AA-samtökin em grasrótarsamtök í þess orðs fyllstu merkingu og þau skilgreina sig á eftirfarandi hátt: „AA-samtökin em félagsskapur karla og kvenna, sem samhæfa reynslu sína, styrk og vonir, svo að þau megi leysa sameiginlegt vandamál sitt og séu fær um að hjálpa öðmm til að losna frá áfengisbölinu. Velkominn 1 hóp þeirra þúsunda karia og kvenna AA-samtökin em félagsskapur karla og kvenna, sem samhæfa reynslu sína, styrk og vonir, svo að þau megi leysa sameiginlegt vandamál sitt og séu fær um að hjálpa öðmm til að losna frá áfengisbölinu. Til þess að gerast AA-félagi þarf aðeins eitt: Löngun til að hætta að drekka. Inntöku- eða félagsgjöld em engin en með innbyrðis samskotum sjáum við okkur efnalega farborða. AA-samtökin em sjálfstæð heild og óháð hvers kyns félagsskap öðmm. Þau halda sig utan við þras og þrætur og taka ekki afstöðu til opinberra mála. Höfuðtilgangur okkar er að vera ódmkkin og að styðja aðra alkóhólista til hins sama. Það ert þú ein/n, sem tekur ákvörðun. Ef þér finnst drykkjuskapur þinn valda þér vandræðum, eða vera kominn á það stig að hann angri þig eitthvað, þá gæti verið að þú hefðir áhuga á að fá svolitla vitneskju um AA-samtökin og Ieiðir þeirra til afturhvarfs frá drykkjuskap. Þegar þú hefur lokið lestri þessa bæklings þá gæti niðurstaða þín orðið sú að AA- samtökin hafi ekkert fram að færa, sem hentaði þér. Ef sú yrði raunin, þá vildum við einungis ráðleggja þér að halda vöku þinni. Hugleiddu drykkjusiði þína vandlega í ljósi þess, sem þú kynnir að læra af þessum pésa. Dæmdu sjálfur, hvort áfengið er í raun og vem orðið þér vandamál. Og hafðu það hugfast að þú ert ávallt velkominn í hóp þeirra þúsunda karla og kvenna í AA-samtökunum, sem hafa leyst drykkjuvandamál sitt og lifa nú „eðlilegu“ og skapandi lífi og láta hveijum degi nægja sína þjáningu í þeim efnum. Þetta emm við. Við í AA, karlar og konur, höfum fundið og viðurkennt vanmátt okkar gegn áfengi. Við höfum lært það af reynslunni að við verðum að lifa án áfengis ef við viljum komast hjá því að steypa sjálfum okkur og okkar nánustu í ógæfu." Að opna sig upp á gátt Það er fróðlegt að renna yfir þessar línur eftir að hafa mætt á afmælis- fagnað AA-samtakanna í Eyjum þar sem fólk á öllum aldri sagði frá reynslu sinni og vanmætti þegar áfengi er annars vegar. Þær vom margar sorgarsögumar sem sagðar vom í Vélasalnum þessa helgi. En þetta vom líka sögur af sigmm, oft litlum en sigrar engu að síður. En umfram allt vom þetta sögur sagðar af ótrúlegri hreinskilni, stundum í kaldhæðni og oft var hlegið en í gegn skein löngunin til að lifa eðlilegu lífi í sátt við Guð og menn. Það var ekkert dregið undan, miskunnarlaust steig einn af öðmm í pontu og rakti þá örvilnun sem fýlgir því að vera kominn á botninn, sem gátu verið fleiri en einn, lygina, svikin við böm, foreldra, fjölskyldu og vini. Örvæntinguna sem fylgir því að sjá ekkert framundan nema dauðann sem því miður er endastöð alltof margra. í hugann greyptust lýsingar fólks, varla af bamsaldri, sem á að baki lífsreynslu sem hefði dugað fimmtíu til sextíu manns. Þau em mörg skipbrotin, margar meðferðimar sem fara í vaskinn og einn hafði tekið saman efnin sem hafði neytt um dagana, þau vom ekki færri en 26. Allt var gert til að verða sér úti um efni en endastöðin var uppgjöf, já, algjör uppgjöf á sál og líkama. Ög þú getur engum um kennt nema sjálfum þér. Ef heppnin er með og einhver nennti að koma til hjálpar tók við meðferð en þar með var bjöminn ekki unninn. Um það vom öll sammála, dvöl á meðferðarstofnun var ekki nema áfangi að takmarkinu að því að geta horft framan í sjálfan sig og viðurkenna eigin stöðu í lífinu. Þá tók við mánaða eða ára vinna í að hreinsa upp og reyna að ná sáttum við sína nánustu. Og Ijósið í öllu þessu myrkri em AA samtökin og tólf spora kerfið. „Án þeirra væri ég ekki hér og lykillinn er tólf spora kerfið,“ sagði einn úr hópnum og talaði hann fyrir munn allra sem þama röktu sögu sína. hakklæti Hver er niðurstaðan eftir að hafa fengið þessa innsýn í starf AA? Auðvitað má hafa um það mörg orð en það má líka svara með einni setningu: Mikið megum við vera þakklát fyrir AA sem hefur æðmleysið að leiðarljósi. „Guð gefi mér æðmleysi til að sætta rrúg við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli,“ em lokaorð hvers fundar hjá AA sem flestir þekkja sem æðruleysisbænina. Er hún gott dæmi um að ekki þarf alltaf mörg orð fyrir mikinn sannleika en þetta er eitthvað sem fleiri mættu taka til sín því öll emm við breysk og stundum brothætt. omar@eyjafrettir.is Hlynur skoðar leikmenn Hlynur Sigmarsson, formaður hand- knattleiksráðs kvenna, er nú kominn á fullt að skoða leikmenn en í síðustu viku hélt hann til Litháen þar sem hann skoðaði leikmenn á fjögurra liða móti. Á mótinu vom landslið Svía, Litháen og Hvít-Rússa og einnig rúss- neska félagsliðið Kuban Krasnodar. „Það vom þama nokkrir leikmenn sem við munum skoða en við emm einnig að skoða markaðinn hér heima og hugsanlega kynnum við nýjan leikmann til leiks á næstu dögum,“ sagði Hlynur. Það liggur nú ljóst fyrir að austur- rísku leikmennimir Sylvia Strass og Birgit Engl leika ekki með ÍBV næsta vetur, ekki heldur Nína K. Bjömsdóttir og spuming hvað þær Anna Yakova, Julia Gantimorova og Alla Gokorian gera. Þá bendir allt til þess að Þórsteina Sigurbjömsdóttir, Guðbjörg Guðmannsdóttir og Aníta Yr Eyþórsdóttir fari upp á land í nám þannig að það er ljóst að miklar breytingar verða á liðinu fyrir næsta vetur. Fer Herjólfur aukaferðir um helgar? Hugmyndir hafa verið uppi um að m.s. Hetjólfur fari aukaferðir um helgar í sumar, þannig að á föstudögum færi skipið tvær ferðir, þá fyrri kl. 6.30 úr Vestmanna- eyjum, en þá síðari úr Eyjum kl. 16.00. Einnig að skipið færi tvær ferðir á sunnudögum, þá fyrri kl. 9.30 úr Eyjum en þá seinni kl. 21.00 úr Þorlákshöfn. Þrátt fyrir mikla flutn- inga með Heijólfi, þykir hart að geta ekki nýtt skipið meira en einn þriðja úr sólarhring, og til að gefa Vestmannaeyingum tækifæri til að ferðast meira um sumartímann, gæfist þeim kostur á þessum aukaferðum um helgar. Þetta er vissulega góð hagræðing fyrir marga og á sjálfsagt eftir að koma sér vel. Stjóm Herjólfs á eftir að fjalla um málið. (20. apríl 1982) Pálmi 1 stuði Um síðustu helgi opnaði Pálmi Lórens á Gestgjafanum nýjan skyndibitastað í anddyri Gestgjaf- ans. Hefur hann þar til sölu kjúklinga, matreidda á ameríska vísu, ásamt hamborgurum og öðm góðgæti. Um gæðin þarf ekki að spyrja, þegar Pálmi á í hlut. Stað- urinn er hinn vistlegasti, skiptur niður í aðskilda bása og tekur um þrjátíu gesti í sæti. Og Pálmi lætur ekki deigan síga. Hann stendur nú í stórframkvæmdum, 250 fermetra viðbygging er risin austan Gest- gjafans. Þar ætlar Pálmi að koma upp diskóteki sem ætlunin er að opna í haust. Á efri hæð viðbygg- ingarinnar eru svo framtíðaráform hans að koma upp 14 herbergja hóteli. (4. ágúst 1982) Hjón 1 stuði Þau hjón Kristján og Margrét í Eyjafiski hafa nú sent frá sér nýja framleiðslu. Er hér um að ræða afbragðs góðan harðfisk. Fiskinum er pakkað í plastpoka, sem inni- halda mismunandi magn, en á móti kemur, að þau hafa tekið í notkun tölvuvogakerfi, þannig að nákvæm þyngdarmæling er á hverjum poka ásamt verðmerkingu. Innihald pok- anna er á bilinu 100 til 200 grömm. Innihald nokkurra pakka hefur þegar verið étið á ritstjóm Frétta. Samdóma álit smakkara blaðsins er að hér sé um þann besta að ræða. (25. nóvember 1982) Seinheppinn kærandi Um klukkan fjögur á laugardags- morguninn kom maður á lög- reglustöð og kærði líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir. Maðurinn fékk eðlilega af- greiðslu hjá lögreglumönnum sem voru á vakt. En fljótlega vaknaði grunur þeirra um að maðurinn væri með óhreint mjög í pokahominu. Reyndist maðurinn hafa komið akandi í bíl sínum á stöðina og vom verðir laganna ekki grunlausir um að Bakkus hefði verið með honum. Situr maðurinn nú uppi með meintan ölvunarakstur. (13. maí 1993)

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.