Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 19
Fréttir / Fimmtudagur 27. maí 2004 19 | Landsbankadeild kvenna: (BV 8 - FH 0 Markataian 16-1 eftir Ivo leiki Eyjastúlkur virðast vera í hörkuformi þessa dagana en á mánudagskvöld léku þær gegn FH. Lokatölur urðu 8- 0 en IBV sótti látlaust á mark gestanna frá fyrstu mínútu. Fyrsta skot FH á mark ÍB V kom þegar tíu mínútur vom eftir af leiknum en alls urðu skottil- raunir Hafnftrðinga þrjár í öllum leiknum, þar af aðeins eitt skot sem hitti rammann. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrjú mörk í leiknum og hefur skorað samtals sjö mörk í fyrstu tveimur umferðunum. Hún er að sjálfsögðu markahæst í Landsbankadeildinni en næstmarkahæst er félagi Margrétar í framlínu IBV, Olga Færseth með þijú mörk. Eyjastúlkur léku einkar vel í fyrri hálfleik og hafa aðrir eins yfírburðir varla sést á Hásteinsvellinum í langan tíma. Olga Færseth skoraði fyrsta markið á níundu mínútu og Iris Sæmundsdóttir skoraði átta mínútum síðar. Margrét Lára bætti við tveimur mörkum áður en Elín Anna Steinars- dóttir skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks og staðan 5-0 í í leikhléi. Leikmenn IBV spiluðu ekki eins vel í síðari hálfleik en voru samt mun sterkari og réðu algjörlega gangi leiksins. Færin létu hins vegar á sér standa og það var ekki fyrr en tuttugu mínútum eftir að flautað var til síðari hálfleiks að sjötta markið leit dagsins ljós og það var ekki af verri endanum. Margrét Lára sneri af sér vamarmann, brunaði inn í vítateig og negldi boltanum upp undir samskeytin og inn. Olga bætti svo við sjöunda Sylvia best Birgit, Aðalsteinn og Guðbjörg fengu einnig verðlaun f síðustu viku fór fram lokahóf HSÍ og fór stór hópur frá ÍB V á hóftð. Hópurinn vakti mikla athygli og snerust jafnvel heilu skemmtiatnðin um leikmenn og forráðamenn ÍBV. Og athyglin var ekki minni þegar kom að verðalaunaafhendingunni enda sópuðu stelpumar til sín verð- laununum. Sylvia Strass var kosin handknattleikskona ársins og Birgit Engl besti vamarmaðurinn. Aðal- steinn Eyjólfsson var kosinn besti þjálfarinn og Guðbjörg Guðmanns- dóttir fékk háttvísisverðlaun. oflur 2-0 fyrir Víði í Garði KFS lék annan leik sinn í 2. deildinni þegar liðið sótti Víði heim. KFS tapaði fyrsta leiknum á heimavelli gegn KS 1-2 en liðinu hefur verið spáð erfiðu sumari. Leikurinn gegn Víði var erfiður og þrátt fyrir að vera manni fleiri lengst af í síðari hálfleik þá urðu lokatölur 2-0 fyrir heimamönnum og er KFS því neðst í 2. deild með ekkert stig. OLGA skoraði tvö mörk á móti FH og hefur hún þá náð að skora í öllum heimaleikjunum tíu semhún hefur spilað með ÍBV. markinu áður en Karen Burke skallaði boltann inn eftir frábæra íyrirgjöf Emu Daggar Sigurjónsdóttur. Lokatölur urðu því eins og áður sagði, 8-0 og er markatala ÍBV eftir fyrstu tvær umferðimar 16-1, sannarlega glæsileg byijun á Islandsmótinu. Þó aðeins séu tvær umferðir búnar af Islandsmótinu og erfitt að fullyrða um framhaldið, þá stefnir allt í einvígi ÍBV og Vals. Það þýðir að það verða tveir úrslitaleikir í Islandsmótinu, heima og heiman gegn Val en þó má ekki gleyma erfiðum útileikjum eins og gegn Breiðabliki og KR. Margrét Lára sagði í samtali við Fréttir að leikurinn hefði verið erfiðari en leit út fyrir að vera. „Viðþurftum virkilega að hafa fyrir því að komast í færi en þegar við fengum þau þá nýttum við þau vel. FH stelpumar börðust vel þó þær hafi verið undir en við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik. I seinni hálfleik datt þetta kannski svolítið niður hjá okkur enda er oft erfitt að halda einbeitingu þegar staðan er 5-0 yfir í hálfleik.“ Hvað með þína frammistöðu í byijun móts, sjö mörk í aðeins tveimur leikjum? , já, þó að ég sé að skora mörkin þá em þetta mörk liðsheildarinnar. Eg væri ekkert að skora svona ef ég hefði ekki svona góða samheija.“ ÍBV spilaði 3-5-2 Claire Johnstone, fris Sæmundsdóttir (Pálína Bragadóttir), Michelle Barr (María Guðjónsdóttir), Sigríður Ása Friðriksdóttir, Ema Dögg Siguijóns- dóttir, Mhairi Gilmour (Lára Dögg Konráðsdóttir), Karen Burke, Elín Anna Steinarsdóttir, Sara Sigurlás- dóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Olga Færseth. Mörk ÍBV: Margrét Lára Viðars- dóttir 3, Olga Færseth 2, Iris Sæ- mundsdóttir, Elín Anna Steinarsdóttir. | Landsbankadeild karla: ÍBV 1 - Fram 1 Tvö stig er óósættanlegt ■sagði þjálfarinn eftir annað jafntefli liðsins í röð í síðustu viku léku Eyjamenn fyrsta heimaleik sumarsins þegar þeir tóku á móti Fram. I fyrstu umferð Islands- mótsins var ÍBV sterkari aðilinn í leiknum gegn Grindavík en leikurinn endaði með jafntefli. Það sama var uppi á teningnum gegn Fram, Eyjamenn vom mun sterkari aðilinn í leiknum en þurftu samt sem áður að bíta í það súra epli að missa niður forskotið og leikurinn endaði 1-1. Eins og áður sagði vom Eyjamenn mun sterkari, sérstaklega þó í fyrri hálfleik þegar leikmenn IBV léku mjög vel saman. Framarar fengu hins vegar tækifæri til að sækja hratt en vöm ÍBV var vel vakandi þannig að færin vom fá sem Framarar fengu. Eyjamenn fengu hins vegar nokkur færi. Atli Jóhannsson átti þmmuskot á 13. mínútu sem Gunnar Sigurðsson, Eyjamaðurinn í marki Fram, varði í slá og út. Gunnar Heiðar Þorvaldsson átti einnig ágæta tilraun með hjól- hestaspymu en skotið fór yfir. En honum urðu ekki á nein mistök þegar hann fékk frábæra stungusendingu frá Ian Jeffs á 26. mínútu og sendi Gunnar boltann í netið framhjá nafna sínum í marki gestanna. Ian Jeffs var svo nálægt því að koma ÍBV í 2-0 en Gunnar varði í hom. Síðari hálfleikur var svo í daufara lagi, Eyjamenn létu Frömumm það eftir að sækja en lágu aftarlega. Eftir fyrsta leik Islandsmótsins hefði verið óhætt að ætla að leikmenn IBV myndu ekki falla aftur í þá gildm að ætla að halda eins marks forystu en það gerðu þeir og var refsað fyrir það. Reyndar vom færi Framara ekki mörg en þeir nýttu eitt og jöfnuðu þar með leikinn. Undir lokin settu Eyjamenn svo aftur í sóknargírinn en það var TEKIST á í markteig gestanna en inn vildi boltinn ekki. einfaldlega of seint. Ian Jeffs gerði sig sekan um gróft og óþarft brot við hliðarlínuna á miðjum vellinum og gat ágætur dómari leiksins ekki annað en gefið honum rauða spjaldið og verður Englendingurinn í banni í næsta leik. Uppskeran eftir tvær umferðir er tvö stig, heldur rýr uppskera miðað við hvemig liðið hefur verið að spila. Magnús Gylfason, þjálfari IBV, var ekki sáttur í leikslok. „Eg veit ekki nákvæmlega hvað gerðist í seinni hálfleik. Þetta var auðvitað algjör óþarfi því mér fannst við vera miklu betri, héldum boltanum mun betur en svo gerist það í seinni hálfleik að menn fara að spyma boltanum langt í stað þess að spila. Þetta gerðist líka í Grindavík og við þurfum eitthvað alvarlega að skoða þetta. Framarar vom samt sem áður ekki að skapa neitt, við lokuðum virkilega vel á þá í leiknum en það er eitthvað, við hættum bara að spila fót- bolta í smátíma og var refsað fyrir það. Við fömm hér af leikvelli mjög ósáttir." Þið missið niður forystuna í annað skiptið þrátt fyrir að vera betra liðið á vellinum. „Já, við spiluðum líka vel í Grindavík og á góðu tempói en mér fannst við vera óheppnir að klára þetta ekki héma í lokin. Tvö stig út úr tveimur leikjum er óásættanlegt, ekki síst í ljósi þess að við emm talsvert betra liðið á vellinum í þessum tveimur leikjum." ÍBV spilaði 4-4-2 Birkir Kristinsson, Matt Gamer, Tryggvi Bjamason, Einar Hlöðver Sigurðsson, Mark Schulte, Atli Jóhannsson, Ian Jeffs, Bjamólfur Lámsson, Jón Skaftason (Einar Þór Daníelsson), Magnús Már Lúðvíks- son, Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Mark IBV: Gunnar Heiðar Þorvalds- son. Foxa- flóameistarar Yngri flokkamir í knattspymunni undirbúa sig einnig yfir veturinn fyrir sumarvertíðina og eitt af þeim mótum sem ÍBV tók þátt í var Faxaflóamótið. Eyjakrakkamir em bundnir því að leika alla leiki sína uppi á landi þar sem engin aðstaða er hér fyrir leiki og árangurinn oft eftir því. En einu liði ÍBV tókst að komast alla leið í úrslitaleik keppninnar en það var fjórði flokkur kvenna, B-lið. í úrslitum mættu þær Stjömunni og áttu stelpumar ekki í teljandi vandræðum með Garðbæinga, unnu leikinn 7-1 og em því Faxaflóameistarar árið 2004. Mörk ÍBV skomðu þær Fjóla Sif Ríkharðsdóttir 4, Lovísa Jóhanns- dóttir 2 og Ema Halldórsdóttir 1. Kristján Georgsson er þjálfari flokksins. Fimm Eyjamenn í landsliðum Karla- og kvennalið íslands standa í ströngu næstu vikumar. Karlaliðið tekur þátt í þriggja landa móti í Manchester og leikur m.a. gegn Englendingum. Kvennaliðið leikur hins vegar tvo mikilvæga leiki í undankeppni Evrópumótsins en alls em fimm Eyjamenn í leikmanna- hópunum tveimur. I karlaliðinu em þeir Hermann Hreiðarsson, Tryggvi Guðmunds- son og ívar Ingimarsson en liðið leikur gegn Japan 30. maí og svo gcgn Englendingum 5. júní. I kvennaliðinu má hins vegar finna tvo leikmenn ÍBV, þær Margréti Lám Viðarsdóttur og Olgu Færseth og má gera ráð fyrir því að þær verði báðar í byrjunar- liði fslands. Guðbjörg og Eva í landsliðinu Guðbjörg Guðmannsdóttir og Eva Björk Hlöðversdóttir, sem nýverið gekk í raðir ÍBV em í 18 manna leikmannahópi íslenska kvenna- landsliðsins í handknattleik sem leikur gegn Tékkum á næstu dögum. Leikimir em íslenska liðinu afar mikilvægir þar sem sigurvegari úr viðureigninni kemst á Evrópu- meistaramótið sem fer fram í Ungverjalandi í desember en íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei komist á stórmót. Framundan Fimmtudagur 27. maí Kl. 19.15 KA-ÍBV Landsbanka- deild karla. Föstudagur 28. maí Kl. 20.00 ÍBV-Keflavík 3. fl. karla. Laugardagur 29. maí Kl. 14.00 ÍBV-Valur 2. fl. kvenna. Mánudagur 31. maí Kl. 15.00 ÍBV-Sindri 2. fl. karla. Þriðjudagur 1. júní Kl. 19.15 ÍBV-KR Landsbanka- deild karla. Miðvikudagur 2. júní Kl. 17.00 IBV-Valur 5. fl. karla ABCD.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.