Fréttir - Eyjafréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 4
4
Fréttir / Fimmtudagur 27. maí 2004
EYJAMAÐUR VIKUNNAR
Iíg ætla að skora á Gunnar Berg Viktorsson sem er snillingur í að útbúa pulsurétti með bökuðum haunum
sem næsta matgæðing.
Paul McCartney er fyrirmyndin
Meðal skemmtiatriða á lokahófi
Gunnar Berg Viktorsson
er matgæðingur vikunnar
handboltans hjá ÍBV - íþróttafélagi
var söngur og gítarspil Gísla
Grímssonar og Kristgeirs Grétars-
sonar. Gísli söng og Kristgeir spilaði
undir og þóttu þeir standa sig mjög
vel. Sævar Geirsson söngvari tróð
upp með þeim félögum í einu lagi,
Hotel California við góðar undirtektir
gesta. Gísli er Eyjamaður vikunnar
að þessu sinni.
Nafn: Gísli Grímsson.
Fæðingardagur: 14. febrúar 1992.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Bý heima hjá mömmu
og litla bró.
Draumabíllinn: Porshe.
Uppáhaldsmatur: Humarsúpa.
Versti matur: skyr.isll.
Uppáhaldsvefsíða: folk.is/jordan.
Hvaða tónlist kemur þér í gott
skap: Bítlarnir.
Aðaláhugamál: Körfubolti.
Hvaða mann/konu myndir þú helst
vilja hitta úr mannkynssögunni?
Michael Jordan.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á? Grand Canyon.
Uppáhaldsíþróttamaður eða
íþróttafélag: Michael Jordan og
Phoenix Suns.
Ertu hjátrúarfullur: Nei.
Stundar þú einhverja íþrótt:
Körfubolta og golf.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Friends
og Simpson.
Besta bíómynd sem þú hefur séð:
Lord of the rings myndirnar.
Hvenær byrjaðir þú að syngja?
Fyrir hálfu ári síðan.
Hvernig gekk? Okkur Kristgeiri gekk
bara mjög vel
Hver er fyrirmyndin í söngnum?
Paul McCartney.
Eitthvað að lokum? Ég vil þakka
Kristgeiri fyrir frábært undirspil og
hvet alla til að æfa á hljóðfæri eða
syngja.
Píta með buffí
Ég œtla ekki að þakka Sigga fyrir að
skora á mig þar sem hann veit að ég
er ekki mikill kokkur en ég œtla alla
vega ekki að láta mömmu mína gera
þetta fyrir mig eins og liann gerði.
Hann sagði mér það nefnilega
sjálfur í gœr að liann Itafi látið
mömmu sína sencla inn uppskriftina
sem birtist í síðustu Fréttum. Það
vita allir að Sirrý liugsar vel um
Sigga enda er liann alveg ósjálf-
bjarga án hennar.
Píta með buffi
Ég ætla að bjóða upp á pítu með
buffí. Fyrsta sem þarí' að gera er að
fara niður í Vilberg og kaupa
pítubrauð. Buffið kryddað vel og
látið í ofn við 200 gráður. Á nteðan
buffið er í ofni skal skera niður
kínakál, gúrkur, lauk og papriku.
Þegar búið er að snúa buffínu við og
það orðið eins og fólk vill hafa það er
pítubrauðið hitað aðeins og svo er
buffíð setl inn í. Þegar þama er
komið er mjög nauðsynlegt að
sprauta mikilli pftusósu inn í brauðið
áður en grænmetið er sett inn í
brauðið. Galdurinn er að hafa nógu
mikla pítusósu þar sem hún er bæði
holl og góð.
Karamellu Royalbúðingur
I eftirrétt ætla ég að bjóða upp á
karamellu Royalbúðing. Duftið er
sett í skál og síðan skal hella hálfum
lítra af mjólk í skálina. Þegar þessu
er lokið skal hræra mjög vel og lengi
og síðan er skálin sett í ísskáp í 35 til
40 mínútur.
Gott er að vera búinn að þessu áður
en aðalrétturinn er gerður. Þegar
búðingurinn er tilbúinn er
nauðsynlegt að borða hann með
þeyttum ijóma.
Nýfæddir ?cr
Vestmannaeyingar
Þann 17. febrúarsl.
eignuðust Bryndís
Snorradóttir og
Davíð Friðgeirsson
dóttur sem fengið
hefur nafnið Anna
Brynja. Hún
fæddist í Danmörku
og var 4950 grömm
og 55 sm við
fæðingu.
Fjölskyldan býr í
Danmörku.
Vinnslustöðin býður 7.
bekkingum í heimsókn
Vinnslustöðin bauð nemendum 7.
bekkjar grunnskólanna í heimsókn,
Hamarskóla og Bamaskóla sinn
hvom daginn. Binni í Vinnslustöðinni
fór yfír sögu fiskvinnslu, hvaða bátar
væm við veiðar, veiðarfæri, og
framleiðslu fyrirtækisins. Því næst var
nemendum boðið að sjá hluta af
vinnslunni og að því loknu fór allur
skarinn aftur upp í fundarsal
Vinnslustöðvarinnar til að leysa
verkefni. Það fór þannig fram að
nemendur svöruðu spurningum úr
efninu sem Binni hafði farið yfir en
dregið úr réttum lausnum og tvenn
verðlaun vom veitt. Að því loknu
bauð Vinnslustöðin upp á pizzur og
kók eins og hver gat í sig látið. Virtust
nemendur ánægðir með boðið og ekki
annað að sjá en að allir skemmtu sér
vel. Vinnslustöðvarmenn íhuga að
bjóða nemendum til sín á hverju ári í
samvinnu við kennara.
Védís Guðmundsdóttir, þverflautuleikari, hélt útskriftartónleika sína í
Safnaðarheimilinu sl. föstudag en hún er að ljúka námi frá Tónlistarskóla
Kópavogs og hyggur nú á áframhaldandi nám í London.
Ásamt Védísi lék á þessum tónleikum Unnur Fadila Vilhelmsdóttir,
píanóleikari og vom Ijögur verk á efnisskránni, eftir S. Emanuel Bach, Gabriel
Fauré, Bohuslav Martinu og Mist Þorkelsdóttur.
Um fjömtíu áheyrendur vom á tónleikunum og nutu þessarar stundar en ljóst
er að Védís er metnaðarfullur tónlistarmaður sem á eflaust eftir að ná langt í
sinni grein. I lokin þakkaði Sigurgeir Jónsson, menningarfulltrúi bæjarins,
flytjendum fyrir hönd bæjar- stjómar og færði þeim blóm.
á döfinni
Maí
28. Höllin: Eyjavision kl. 21.00.
28. -30. Dagarlita og tóna.
29. -30. Tónleikar í Akóges - Cuílaug Ólafsdóttir og íyvör Pálsdóttir.
29.-30. Hvítasunnumól SJÓVE.