Þjóðhagsreikningar 1901-1945 - 01.08.1992, Qupperneq 184
Hvemig þessu er varið 1935, 1940 og 1945 er sýnt hér.
Áœtlað verð til bónda, Búnaðarskýrslur 1951
Kr. á kg. Dilkakjöt = 1,00
1935 1940 1945 1935 1940 1945
Dilkakjöt 0,88 1,93 7,14 1.00 1,00 1.00
Nautagripakjöt af fullorðnu 0,70 1,55 5,70 0,80 0,80 0,80
af vetrungum 0,88 2,00 7,90 1,00 1,04 1,11
af kálfum 0,45 1,00 3,55 0,51 0,52 0,50
Nýtt virðingaraðferð
Þar sem hér þarf að virða að mörkum smásölu eða útflutnings verður að áætla
magntölur, kíló kjöts og stykkjatölu húða og síðan áætluð verð á kg. eða stykki.
Magntölur 1901-1930 eru ekki birtar í töflum Skipulagsnefndar en finna má þær
með sömu aðferð og lýst er að framan, og þá aðferð er einnig hægt að nýta 1935-1945
þar sem að vísu Búnaðarskýrslur 1951 áætla kjötmagn, en tilfæra ekki stykkjatölu
húða.
I töflu 11 er kjötmagn (og í töflu 14, tala húða = tala sláturgripa) áætlað, þó þannig
að vikið er frá fallþungaáætlun Skipulagsnefndar varðandi geldneyti (120 kg. í stað
130 kg.) og kálfa (20 kg. í stað 8 kg.).
Að fengnum þessum að vísu afar óvissu magntölum kemur að virðingunni. Fyrst
kjötið. Heildsöluverð dilkakjöts hefur áður verið áætlað. Bæði Skipulagsnefnd og
Búnaðarskýrslur 1951 reiknuðu sem næst föst verðhlutföll milli verðs til bónda fyrir
dilkakjöt og nautgripakjöt.
I töflu 12 er kjötmagn töflu 11 virt til heildsöluverðs með því að áætla fast hlutfall
milli heildsöluverðs dilkakjöts og þriggja tegunda nautgripakjöts.
I töflu 13 em sömu magntölur nýttar en „heildsöluverð“ á kg. áætlað á grunni
smásöluverðsupplýsinga.
1. Kýrkjöt: 1901-1910, lægsta verð hjá Laugamesspítala fyrir „nautakjöt, nýtt“ en
1915-1945 júlíverð Hagstofu fyrir „nautgripakjöt, súpukjöt“.
2. Geldneytiskjöt: Hæsta verð hjá Laugamesspítala fyrir „nautakjöt, nýtt“ og
júlíverð Hagstofu fyrir „nautgripakjöt, steik“.
3. Kálfakjöt: Ekki skráð hjá Laugamesspítala, áætlað 0,50 af (2) 1901-1910, en
1915-1945 júlíverð Hagstofu fyrir „kálfakjöt af ungkálfi".
Reiknað er með 10% „smásöluálagningu“ 1901-1910 (Laugamesspítali) en annars
20%.
Auðvitað em báðar þessar aðferðir vafasamar, en einhvem flöt verður að fá. Tekið
verður meðaltal áætlananna sem besta ágiskun. Þær tölur eru færðar neðst á töflu 13.
182