Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Side 5

Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Side 5
Nýtt S O S 5 ins lyptist og hnígur íneð brotsjóunum. Aldrei hlé. Stýrimaðurinn bendir á öldurótið um- hverfis skipið og segir: „Við skulum vona, að \ ið komumzt heilu og höldnu yfir poll- inn.“ „Tja —“ Wiese skipstjóri hleypir í breiðar herðarnar, „veðurfréttirnar em nú allt annað en skemmtilegar. Stormur og aftur stormur á öllu Atlantshafinu. Lík- lega verður þetta trylltur djöfladans." Stýrimaðurinn kinkar kolli: ..Eg held nú skipstjóri, að skipið okkar þoli fjand- ans mikið.“ „Það er ég líka sannfærður um, herra Schmidt. Að mínum dómi ætti það að þola versta veður. I>að er sérlega traust- byggt og öryggisbúnaður allur í bezta lagi. Og farmurinn á ekki að geta kastazt til.“ „Já, skipstjóri. \rið skulum vona það bezta. Ekki lief ég löngun til að fá mér bað hérna á þessum slóðum og þessum tima árs.“ Stýrimaðurinn hnýtir trefilinn fastar að hálsinn og raular lágt fyrir munni sér: „Rum um Skagen — rum um Skagen — bind ein Handtuck um als Kragen — —“ (Kringum Skaga — kringum Skaga — hnýttu handklæði eins og kraga). Og hann hlær að þessari vitleysu. F.n "Wiese skipstjóra stekkur ekki bros. Sjómenn fá stundum hugboð. Vreðurhæðin fór vaxandi; var orðin um 10 vindstig. Wiese skipstjóri hefur staðið í brúnni klukkustundum saman. Hontim líst ekki á þennan veðurham. Loks víkur hann máli sínu að fyrsta stýrimanni: „Þetta getur lagazt. Veður- fréttirnar í morgun sögðu lægð í stefnu á Cape Hatteras. Þetta er svo sem sæmileg stinningsgola!" „Já, skipstjóri," samþykikr stýrimaður- inn, „Hann er fljótur að skella á með þennan helvítis storm. En ég held, að liann breyti um átt. í morgun var stöð- ug sunnanátt. Nú hefur hann gengið 1 suðvestrið, en stormurinn hefur aukizt." „Jæja — hefur hann aukizt! Hann er nú hvorki meira né minna en ellefu vindstig í verstu stormhviðunum." „Já, þessu má alltaf búast við hér á þessum slóðum að vetri til,“ svaraði stýri- maðurinn. Klukkan hálfsjö um kvöldið er komin lnöss norðvestanátt. Miklar stormhviður eru fylgifiskar þesarar síbreytilegu áttar. Og enn vex hafrótið. Á hafinu rísa fjallháar öldur, sem falda hvítum kömbum. Það er varla hægt að tala um það lengur, að vindarnir blási, þeir æða áfram með ógnarhraða, svo allt ætlar um koll að keyra. Trumbusláttur liafsins er sannarlega ömurlegur, þegar svo er komið. Mitt í þessum djöfladansi veltur og heggur Adolf Leonhardt, lítill og um- komulaus á valdi trylltra höfuðskepnanna. En hvað um það, Adolf Leonhardt klýfur himingnæfandi öldurnar, hægt en örugg- lega, lyftir sér af einni á aðra. Svo steypist flutningaskipið niður í öldu dalinn og fossandi sjórinn fellur ofan á þilfarið, hundruð lesta af söltum sjó. Nokkrir skipverjar sitja að kvöldverði. Sjóðandi teið hellist úr stórum bollun- um og sjómennirnir kastast til, velta hver um annan. Adolf Leonhardt þunbaðist á móti öldurótinu hverja sjómíluna eftir aðra. Skipið hristir af sér brotsjóina, sem verða jafnvel svo nærgöngulir, að þeir teygja gráðugan hvoftinn alla leið upp á stjórn- pallinn.

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.