Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Qupperneq 13

Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Qupperneq 13
Nýtt S O S 13 Stýrið slóst til á víxl með miklum gaura- •gangi. Stýrimaður, bátsmaður og smiður reyna að gera sér grein fyrir hve nriklar skemmd- irnar eru. „Ætli stafnhællinn sé ekki brotinn!" hrópar smiðurinn. Stýrimaður og bátsmað- ,ur kinkuðu kolli. Þeir voru á sama máli. Smiðurinn sá, að þarna var ekkert í lians verkahring, er hann gæti bætt úr. Hann fór því að reynra að koma fyrir hurð- um til bráðabyrgða í stað þeirra, er brotn- uðu. Háseti var honum til aðstoðar við verkið. Fyrsti stýrimaður skýrði Wiese skipstjóra frá athugnum sínum á liinu bilaða stýri. Skipstjóri hlustaði á frásögn stýrimanns án þess að grípa fram í. Þá mælti hann: Gott, ég þakka yður fyrir. Nú verðum við bara að vona, að forsjónin haldi verndar- hendi sinni yfir okkur.“ „Já, eins og nú er komið, er allt okkar ráð á valdi hinna æðri máttart'alda. Það er mitt álit, skipstjóri.“ Eins og komið var, gerð enginn af á- höfninni sér neinar gyllivonir. Einasta úrræðð var að berjast gegn ofurvaldi hof- uðskepnanna, enda þótt sú barátta væri harla vonlítil. Einskis mátti láta ófreistað, sem í mannlegu valdi gæti staðið. „Frívaktin á þilfar! “ var nú skipað stutt og laggott. Það þýddi raunverulega engan svefn, enga heita máltíð næstu klukkustundirnar. Það þýddi blaut föt, skjálfandi hendur og fætur; hve lengi vissi enginn. Slíkri baráttu gegn ofurvaldi úthafsins verður ekki með orðum lýst, svo gagn sé að. Sú lýsing mundi hljóma eins og falsk- ur tónn. Um áhöfnina á Adolf Lenonhardt má vissulega segja, að þar voru réttir menn á réttum stað. En mannlegur máttur fær litlu áorkað í átökum við æst náttúruöfl. Skipið þeirra rekur stjórnlaust í fánúðri og stórsjó. Þá verður leikurinn ærið ójafn. Himininn er hrannaður óveðursskýjum, dökkum og næstum illúðlegum. Stormur- inn rótar upp földum holskeflunnar og þeytir þeim framaní sjómennina á hafinu. Starf þeirra er feikilega erfitt undir slíkum kringumstæðum. Aðstaðan sýnist vera \'onlaus, en samt skal ekki gefast upp, ekki fyrr en yfir lýkur. Hugur allra bein- ist að einu marki, að koma skipi sínu úr þessu víti. Miðskips eru nokrkir menn. Þeir kasta mæðinni örstutta stund. Kuldinn er bitur. Þeir stinga höndunum í buxnavasana, hleypa í herðarnar. Einn hásetanna bend- ir á æðandi öldurnar og segir: „Þegar ég sé þessa ofboðslegu sjói, dettur mér alltaf Kap Horn í hug. Þar eru oftast svona helvítis ólæti. Það er eins og maður sé kominn í loftrólurnar í Tívólí." „Kærar þakkir fyrir slíkar rólur,“ sagði þá einn í hópnum. „Þá vildi ég nú held- ur sæmilegt fleti í landi. En svona djöfla- dans.“ „Já, stundum ætti fjandinn sjálfur að hafa allar siglingar!" ,,En þetta er nú anzi skemmtileg sin- fónía, sem við hlustum á, félagar. Og grænt plussið umhverfis allt sviðið.“ ,.0. haltu kjafti. Mér finnst nú lítið rómantískt, að rorra hér stýrislausir á reg- inhafi í kolvitlausu veðri. En hlusta þú bara á þína sinfóníu!" Lengi getur vont verznað, og enn sann- aðist það á sjólaginu á Norður-Atlantshaf- inu um þessar mundir. Allt í einu rís grængolandi holskefla, sem er svo mikil, að skipsmönnum rennur kalt vatn milli

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.