Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Qupperneq 16

Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Qupperneq 16
6 Nýtt S O S annar háseti. ,,Og eftir því, sem á undan er gengið, þá eiga áreiðanlega eftir að skelli á okkur mörg tonn enn af ísköld- um sjó.“ „Blessaður vertu ekki að þvæla um ís- vatnið,“ segir sá þriðji. „Eg er með háls- inn fullan af }rví!“ Vaktin líður liægt. Um miðnótt er vaktaskipti. Nokkru eftir miðnætti tekur skipið að hristast og titra. Orakanna nnindi vera að leita undir skutþiljum. Stýrið! Sama luigsun grípur alla um borð. Fyrsti stýrimaður fer þegar í stað á stúf- ana til að rannsaka málið. Hann fer ásamt nokkrum hásetum og þeir atliuga stýrið við bjarma af sterku vasaljósi. Þeim virðist stýrið slást mun minna til en áður. „Það er ekki urn að villast, hvað hér hefur skeð,“ segir fyrsti stýrimaður. „Stýr- ið hefur brotnað af.“ Wiese skipstjóri bíður á stjórnpalli eftir fréttum af því, sem skeð hefur. „Jæja — hvað hefur nú skeð?“ „Stýrið er hætt að slást til. Eg held, að það liafi brotnað af.“ „Ef svo er, megum við þakka fyrir að vera lausir við það í þessu veðri. Hefð- urn hvort sem var ekki getað gert við það í þessu veðri. Stýrisblaðið var aðeins til þess að auka hættuna,“ svarar Wiese skip- stjóri. „Það er nú svo. En ég mun nú athuga þetta nánar þegar birtir, ef aðstæðurnar leyfa það.“ „Ágætt,“ svarar skipstjórinn og kinkar kolli. „En ég vil biðja yður að fara var- lega. Hafrótið er mikið ennþá, öldurnar rísa hátt og skuturinn sekkur djúpt í sjó. Annars getið þér hæglega lent útbyrðis.“ Nóttin leið án tíðinda og var fremur róleg. Loks reis nýr dagur. Hægt og hægt nær dagsbirtan yfirhöndinni. Þegar bjart er orðið fer fyrsti stýrimaður afturá á- samt nokkrum hásetum. Þeir setja stiga út fyrir borðstokkinn og festa hann þar. Þá bindur fyrsti stýrimað- ur sterkum kaðli utan um sig, en tveir hásetar halda í endann, þegar stýrimaður- inn fer niður stigann. Hann fikrar sér niður þrep fyrir þrep. Stundum tekur skipið svo miklar dýfur, að sjórinn nemur við fætur mannsins. En svo þarf hann ekki að fara lengra. Hann sér öll verksummerk- in. Grunur lians hafði reynzt réttur; stýris- blaðið var horfið. Öldurnar höfðu smárn saman sargað það sundur, þetta þunga járnstykki og brotið það af og sjálfur stýr- isleggurinn var brotinn. Fyrsti stýrimaður skýrði skipstjóra þeg- ar í stað frá árangrinum af atliugun sinni. Wdese fagnaði heldur þeirri frétt og mælti: „Jæja, þá er bara að vona, að veðr- ið skáni, svo við getum útbúið okkur neyð- arstýri. Og svo verður þess varla langt að bíða, að dráttarbátar korni okkur til hjálp- ar, því án þeirra komumst við ekki til Bremen.“ „Alveg rétt, skipstjóri. Hafið þér feng- ið svar við skeytinu yðar til útgerðarinnar? Ætla þeir að senda dráttarbát?“ „Jú, það lrefur komið skipun um, að við verðum sóttir hingað.“ „Vitið þér, hvaða dráttarbátar koma okkur til hjálpar?" „Já, það verður „Wotan,“ sem var í Harwick og „Seefalke“ fi'á Borkum. Þess- ir dráttarbátar báðir eru frá BUGSIER- félaginu." „Ágætt,“ sagði stýrimaðurinn, þá ættu þeir að hraða sér sem mest svo þeir komi sem fyrst til okkar.“ Þá ósk eiga allir skipverjar sameigin- lega, er þeir frétta, að dráttarbáta sé von.

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.