Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Side 24
24 Nýtt S O S
„Niður á 200 fet!“ hrópaði kafbátsfor-
inginn rir turninum.
Drunurnar endurtóku sig hvað eftir
annað á nákvæmlega sjö sekúndna fresti.
En þær urðu daufari eftir því sem Tang
færðist neðar.
„Beitisnekkjan hefur skotið tir 20,3 cm.
fallbyssunum sínum,“ sagði vélfræðingur-
inn. „Þetta voru engar djúpsprengjur. Við
erum öruggir fyrir sprengjum á þessu
dýpi.“
Já, fyrir sprengjunum. En ef tundur-
spillirinn hæfi nú árás?
En hann gerði það ekki. Það leit helzt
út fyrir, að Japanarnir þyrftu að hraða
svo för sinni til Filipseyja, að hann mætti
ekki vera að því að granda kafbátum,
sem kynnu að verða á leið þeirra. Skrúfu-
hljóðið fjarlægðist. Er Tang kom upp á
yfirborðið hálfri stundu síðar, voru þessi
þrjú skip hvergi sjáanleg. Ekkert var held-
ur að sjá í ratsjánni.
O’Kane komst að þeirri niðurstöðu, að
árásin hefði misheppnazt.
„Við náum þeim ekki fyrir dögun, og
þá erum við nauðbeygðir til að kafa.
Þetta er eitt stórt núll hjá okkur. Nú,
jæja, það getur líka komið fyrir.“
í dögun varð Tang að kafa. Japanskar
flugvélar sáust í ratsjánni. En varla var
Tang kominn í sjónpípuhæð, er vörður
við últra-hljóðtækið tilkynnti, að hann
hefði orðið var við ferðir óvinanna.
„Últrahljóð á 40 gráðum. — Á 30 gráð-
um. — 270 gráðum. Miðun til allra hliða.
Mjög nálægt!“
Foringjarnir í turninum horfa hver á
annan. Hvað var þetta? Allt í einu laust
niður í huga þeirra eins og eldingu því
sem var að ske: Þeir voru komnir inn í
tundurduflasvæði! Þeir höfðu sem sé mið-
að tundurdufl! Þeir höfðu kafað niður í
mitt tundurduflabelti Japana!
„Hart á bakborða!" skipaði kafbátsfor-
inginn til þess að víkja fyrir miðuðu dufli
á 2 gráðum. „Spurning: Miðanir
Varðmaðurinn við hljóðmiðunartækið
kallaði þá miðanir sínar jafnóðum: Þær
tilkynningar voru allt annað en uppörv-
andi: „Miðun á 10 gráðum. — Miðun á
20 gráðum. — 50 gráðum. — 170 — 200 —
250 — 355 gráður!"
Sjóliðar þeir, sem höfðust \ ið í kafbátn-
um miðjum og heyrðu strax þessar æsilegu
fréttir, þorðu ekki að standa fast í fæt-
urna, því ef tundurdufl sprakk kom oft
fyrir, að fætur manna tættust í sundur.
O’Kane horfði í gengum sjónpípuna.
Hann var að hngsa um að freista þess,
að komast upp á yfirborðið. Ef til vill
mundi þá minnka hættan af tundurdufl-
unum, því þau voru sennilega lögð fyrir
kafbáta, þ. e. lagt djúpt. En nákvæmlega
yfir sjónpípunni var sprengjuflugvél að
hringsóla og hefði Tang verið henni kær-
komin veiði.
„Stjórnborð 5! Fara upp á yfirborðið!"
Frank Springer lét þá til sín heyra: „Eg
talaði \ið Breta í Perluhöfn um daginn,
kapteinn, sem varð að fara um tundur-
duflasvæði á leiðinni frá Gíbraltar til
Möltu. Þeir höfðu líka hljóðmiðanir í
öllum áttum og honum varð alveg nóg
boðið. Hann sagði, að kafbátur, sem færi
í gegn um tundurduflasvæði, væri eins og
maður, sem brýst gegn röð hermanna með
lokuð augu!“
Kafbátsforinginn snéri sér að hlustunar-
manninum: „Stöðvaðu helvítis tækið! Við
höldum þessari stefnu!“
Sjólaðirnir þvinguðu uppgerðarbros
fram á varir sínar. Sá „gamli“ var svo fífl-