Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Side 26

Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Side 26
26 Nýtt S O S nálgaðist óvininn, er brátt kom í sjón- mál. Skipin þrjú í miðjunni voru olíu- birgðaskip. Skipið á stjórnborða virtist vera venjulegt ilutnngaskip. Skip- ið á bakborða var stærra og var sýnilega fulllestað flutningaskip. „Þetta eru liðs- og birgðaskip til Filips- eyja“, sagði O’Kane grimmur á svip. „Við gerum árás frá stjórnborðshlið, en bíðum unz öll hersingin siglir framhjá okkur. Það er ekki nauðsynlegt, að við gerum þeim fyrirsát. Staða okkar er hagstæð nú.“ Kafbátsforinginn lék nú meistaralegt og snjallt herbragð og ekki í fyrsta sinni. Áhöfnin var ýmsu vön í þeim efnum. Hann stakk sér inn á rnilli japönsku olíu- skipanna og flutningaskipsins á stjórn- borðshlið, til þess að geta gert árás á fjög- ur skip samtímis, olíuskipin með tundur- skeytum í stafnrúmi og ílutningaskipið með skeytum úr afturrúmi. Gæzluskipun- um, sem fóru fyrir lestinni, var þá vikið úr vegi. „Öll tundurskeytahlaup tilbúin!“ I turninum var mikið að snúast. Stefna skipanna var stillt inn á stefnu og hraða óvinaskipanna til þess að ná heppilegri stöðu til árásar. Ratsjánni var beint að ó- vinaskipunum og skráð hver hveyfing þeirra. „Öll tundurskeytahlaup á kinnung til- búin!“ Fjarlægðin milli Tang og olíuskipanna var nú ekki nema tæpir 300 metrar. Skips- skrokkarnir gnæfðu hátt upp úr sjónum, en kafbáturinn lá í sjóskorpunni, svo jap- önsku varðmennirnir sáu hann ekki. „Fyrsta og annað tundurskeytahlaup á fyrsta olíuskipið!“ lirópaði O’Kane til við- komandi liðsforingja. „Þriðja hlaup á annað olíuskipið, fjórða og fimmta á þriðja. Eitt til vara!“ Norðanvindurinn ýlfraði. Það vatnaði stöðugt yfir þilfar og yfirbyggingu Tangs. Hann valt samt allmikið. Það var ekki létt verk fyrir sjóliðann við stýrið að halda þráðbeinni stefnu. Nú kvað við há og hvell skipun: „Tund- urskeytahlaup eitt — skjótið! “ Orðsending að neðan, að búið sé að skjóta. „Tundurskeytahlaup tvö! Skjótið! “ „Tundurskeytahlaup tvö hefur skotið!“ „Skipta um skotmark til vinstri! Hlaup tvö — skjótið! “ Þriðja höggið skekur kafbátinn. Þriðja skotið — þráðbeint á olíuskipin. Jack Kramer var í þetta sinn á varð- bergi bakborðsmegin að aftan og mátti ekki svo mikið sem snúa sér við. Hann hafði ekki augun af flutningaskipinu. En liann taldi í huganum tfma tundurskeyt- anna: -29 - 3° - 3» „Markskot!" kallaði kafbátsforinginn. Ógurlegur eldbjarmi. Hafið var eins og glóandi eldhaf á stóru svæði. Tvöföld sprengng svo snögg, að við sjálft lá, að mennirnir í brúnni misstu fótanna. Fyrsta olíuskipið flaug í loft upp. Það var áður en síðari skeytin voru komin úr hlaup- unum. O’Kane var ekki á því að láta staðar numið við svo búið. „Skipta um mark á þriðja olíuskipið! Hlaup 4 — skjóta! Hlaup 5 — skjóta!“ „Húrra!“ öskraði vaktarforinginn. „Þar fer númer tvö í loft upp! Aðvörun! Það rignir járni!“ Jú, það var ekki um að villast. Það rigndi bókstaflega járnarusli úr skipsflak- inu umhverfis kafbátinn og á þilfarið. Jack fann snöggt högg á hnakkann. Hann

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.