Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Síða 30

Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Síða 30
30 Nýtt S. O. S. þvert á móti stefnu skipalestarinnar og framhjá henni — hvað á þetta eiginlega að þýða?" Nú sást glampandi bjarmi frá skipa- lestinni. En í þetta skipti var ekki um neina ljóskastara að ræða. „Fallbyssuskothríð!" sagði O’Kane ró- lega. „Jú, jú, nú heyrast drunurnar. Þeir \ irðast vera að skjóta eitthvað út í loftið. Kannske hafa þeir miðað á okkur. Við skulum samt halda stefnunni. Því þeir vita áreiðanlega ekki hvar við erum.“ Stórskotahríð Japana var óregluleg. Þeir skutu í allar áttir á stóru svæði. öðru hverju heyrðist í djúpsprengjunum í fjar- lægð. „Þeir gulu“ voru taugaóstyrkir. Þeir vissu af kafbátnum í nánd og ætluðu að stökkva honum á flótta. Hvort þeir hafa orðið lians varir í ratsjánni eða borizt af honum njósn með öðrunr hætti, hefur aldrei verið upplýst. O’Kane gaf skipanir um hvert stýra skyldi. Framkoma hans markaðist af ís- kaldri ró. Ætlun hans var að komast fram hjá fylgdarskipunum og hann lét stöðugt færa sér upplýsingar um stefnu japönsku skipanna. Þetta var auðvelt með ratsjármiðunum og vörður var settur við hlustunartækin, enda þótt hávaðinn af þeirra eigin vélum gerði það að verkum, að starf hans var unnið fyrir gýg. Tang mátti nú einna helzt líkja við pardusdýr, sem bíður þess eins, að stökkva á bráð sína. „Viðbúnir við fremsta tnndurskeyta- hlaup!" Kafbáturinn var nú í ágætri skotstöðu. O’Kane hafði engu gleymt, sem gæti auð- veldað honum fyrirætlun hans. Birtan var ákjósanleg. Gæzluskipin fóru fyrir stafn Tangs án þess, að þau yrðu hans vör og skutu kúhim sínum út í bláinn. „Hlaup eitt — skjóta! Tvö — skjóta! Skipta um mark til hægri! Þrjú — skjóta! Fjögur — skjóta! Skipta til hægri! Fimm — skjóta! Sex — skjóta!“ Þá kom skipunin: ,,Hart á stjórnborða! Viðbúnir við skuthlaup!" Sex eldsúlur. Sex sprengingar. Skot- mörkin þrjú höfðu öll verið hæfð, hvert tveim tundurskeytum. En að baki Jreim voru nú komin tvö skip önnur og að þeim skyldi nú hefja atlögu eftir að Tang hafði verið snúið. Tundurskeytaforinginn var enn að gera miðanir, er hafflöturinn varð eins og ólg- andi víti. Skipin, sem urðn fyrir árásinni ýmist brunnu eða sukku. Verndarskipin hófu skothríð með öllum sínum fallbyss- um. Kaupskipin juku hraðann, en aðstað- an var þannig, að þau gátu ekki vikið. Þau liófu líka æðisgengna skothríð. Og nú reis heljarmikil vatnssúla upp við stjórnborðshlið Tangs. Japanska stórskota- liðið hafði loks fundið skotmarkið! „Tundurskeytahlaup III og IV eru til- búin!“ var tilkynnt í símann úr skutrým- inu. Tang hafði nú snúið. Hann fjarlægðist óvinina. En hann gat enn greitt þung liögg. „Hlaup VII — skjóta! VIII — skjóta! Níu — skjóta!“ Tíunda hlaupið var óhlaðið. Að aftan- verðu voru ekki til fleiri tundurskeyti. Búmm-búmm-búmm! Kafbátsmennirn- ir í brúnni beygðu sig ósjálfrátt. Fjórar sprengikúlur höfðu hitt í mark. Stórt sprengjustykki skall á brúarveggnum. „Allar vélar fyllstu ferð áfram! Auka rafmagnið!" Varð nú hin mesta ringulreið. Að baki Tang kom nú stór tundurspillir öslandi.

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.