Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Qupperneq 31

Nýtt S.O.S. - 01.07.1959, Qupperneq 31
Nýtt S. O. S. 31 Var það kannske liann, sem hafði skotið svo ákaft fyrir stundu? „Skot í mark!“ sagði O’Kane eins ró- lega og hann væri að spjalla um skotæf- ingar. Og aftur: „Skot í mark!“ Tundurskeytið frá nr. VII liafði hæft annað flutningaskipið og skeytið frá nr. VIII hæfði olíuskip. Olíuskipið klofnaði í tvennt með ógurlegu braki og brestum. Og tundurspillirinn æddi áfram beint á tundurskeytið úr nr. IX. Ný sprenging. Tundurspillirinn var líka úr sögunni! „Fimm kaupskip eyðilögð og einn tund- urspillir," sagði kafbátsforinginn. „Enn ein árás með ríkulegum árangri. En við látum ekki staðar numið við svo búið. Hlaðið að nýju tundurskeytahlaup III og IV!“ Brúarvaktin vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Ætlaði sá gamli aldrei að láta stað- ar numið? Tundurspiilirinn var farinn veg allrar veraldar með öll sín tundurskeyti, sprengikúlur og djúpsprengjur. Þá var varla von fleiri skæðra óvina í bili. En einhverntíma varð þetta þó að taka enda. Var þetta ekki hreint og beint að ögra máttarvöldunum? Það tók klukkustund að hlaða tundur- skeytahlaupin að nýju — þau tvö síðustu fóru þar með. Það er erfitt verk og taf- samt í öllum þrengslunum um borð. Á meðan fjarlægðist Tang óvinaskipin nokk- uð. En varla var búið að hleypa af, er O’Kane snéri við. Fylgdarskipin höfðu meðan þessu fór fram fjarlægzt nokkuð í suðurátt. Þar lá enn kaupskipið, sem síðast varð fyrir tund- urskeyti. Það lá djúpt á sjónum, en var enn á floti. Tveir tundurspillar þutu fram og aftur á bakborða við flutningaskipið, en frá þeirri hlið hafði Tang gert árásina. „Þetta eru byrjendur í listinni!" sagði O’Kane og vottaði fyrir broshrukkum í augnakrókunum. „Við sláum bara hring um karlana og komum að þeim stjóm- borðsmegin — landmegin." Þeir gerðu áhlaupið á hægri ferð og komu óvinunum að óvörum. Japanir voru ekki sérlega slingir í þeirri list að verjast kafbátum, ekki viðlíka og Bandaríkjamenn og Bretar, sem voru „gráu úlfunum" — en svo kölluðu þeir þýzku kafbátana — erfiðir viðureignar. „Þrír — skjóta!" Og að lokinni hinni venjulegu 10 sekúndna bið: „Fjórir — skjóta!" „Guði sé lof“, hugsuðu Tang-menn. Þetta voru síðustu tundurskeytin! Nú höf- um við eytt öllum skotfærabirgðum okkar og liöldum heim! „Árangur okkar hingað til,“ sagði Maxie Hirst, „er 28 kaupskip, eitt varð- skip og einn tundurspillir! Já, piltar, sá gamli er sannarlega starfi sínu vaxinn. Og ef flutningaskipið þarna fær líka bana- höggið — Bæði tundurskeytin voru send þessu sundurskotna flutningaskipi. En---------- Margraddað ógnarróp kvað við skömmu eftir að tundurskeytinu úr hlaupi nr IV hafði verið skotið, hinu 24. og síðasta. „Tundurskeytið fer í hring!" öskraði varðforinginn í brúnni. Síðasta tundurskeytið hafði misheppn- azt hrapallega. Hafði stýrið feszt eða var eitthvað annað í ólagi? Hvernig, sem því var varið, var augljóst af sporrákinni, að skeytið fór í hring og stefndi á bakborðs- síðu. Og ef þessi ægilegi kastfleinn snéri nú til sín upprunalega heima, þá var úti um kafbátinn og alla þar um borð. „Allar vélar fyllstu ferð áfram! Hart á stjórnborða!"

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.