Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Síða 8

Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Síða 8
8 Nýtt S O S visandi 27r°. Dælurnar lensa. Skygni er slæmt, kyrrt i sjú . . . Togarinn eins og þreifar sig áfram í dimmviðrinu. Það er lágskýjað. Það er sýnilega snjóa- og vindaský. Sierck skipstjóri spyr Nejedlo loft- skeytamann: „Hvað segja veðurfréttirnar, loftskeyta- maður?“ „Ekkert sérstakt, skpstjóri. Það verður vaxandi vindur og snjókoma." „Ójá, þessi bölvuð veðurstofa hérna norðurfrá er reglulegt stormavíti," svarar Sierck skipstjóri. En svo spyr hann rólega: „Og hvernig lítur það út með ísinn? Hafa nokkrar fregnir borizt af ísreki?“ „í því efni eru fréttirnar ekki heldur góðar,“ svaraði Nejedlo. „Ameríkumenn hafa enn sent aðvörun vegna ísreks.“ „Jæja, er það svona slæmt! Vonandi batnar skyggnið bráðlega og þá er ís- inn. . . . Sierck skipstjóri lauk ekki setningunni, en gekk aftur inn í brúna. „Við skulum setja fleiri menn á vörð,“ ávarpar hann stýrimanninn. „Þegar skyggn ið er svona vont, geta óvæntir atburðir gerzt þegar minnst varir.“ Stýrimaðurinn kinkar kolli. Sá gamli hefur rétt að mæla. Var nú bætt við einum manni á varð- berg. Stýrimaður og tveir hásetar rýna út í dimmviðrið og gefa glöggar gætur að, ef einhver óvænt hætta kæmi í Ijós, er kynni að ógna öryggi skips og manna. íshættan hvetur ávallt til aukinnar ár- vekni og fyllstu varkárni. Sierck skipstjóri fylgist líka vel með öllu. Hann víkur naumast af stjórnpalli. Hann ber fyrst og fremst ábyrgð á skipi og mönnum. Enn kemur viðvörun frá Ameríkumönn- um: íshætta. Það þýðir, að ísjakar eru á reki; þessar silfurhvítu ísborgir, sem losna frá íshellum og jöklum norður- og suður- hafa og berast með straumunum, eru stór- d

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.