Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Qupperneq 11
Nýtt S. O. S. 11
. . . Skip rekst á ísjaka! Allt o£ oft hefur
sá sorgaratburður skeð úti á Atlantshafi:
Þann 11. maí 1833 sökk „Lady of the
Lake“ eftir að hafa rekizt á borgarísjaka.
Þá fórust 215 manns.
Þann 15. apríl 1912 vaið eitt átakan-
legasta slys í sögu siglinganna með þessum
hætti, er „Titanic“ fórst með 1513 manns.
Og fleiri eru skipin, sem hafa orðið ísn-
um að bráð.
Og nú er röðin komin að Hans Hed-
toft, sem er nýtt skip, 2875 brúttótonn,
87 metra langt. Það er á sinni fyrstu ferð
Sierck skipstjóri fréttir samkvæmt sam-
hljóða tilkynninsrum skipa, að 95 manns
eru með Hans Hedtoft. Farþegarnir eru
19 konur, 6 börn og 30 karlar. Skipshöfnin
er 40 manns.
„Guð gefi, að við komum nógu fljótt
til hjálpar," segir Sierck skipstjóri við sjálf-
an sig.
Og þannig hugsa allir þessir 23 menn
á Johannes Krúss. Hugsun þeirra snýst
um það eitt að bjarga hinu nauðstaddi
fólki, án tillits til eigin áhættu, svo sem
háttur er allra sannra sjómanna.
Sierck skipstjóri víkur nú ekki fótmál
úr brúnni. Nejedlo loftskeytamaður situr
líka langar stundir við tæki sín; hann er
nú, að skpstjóranum frátöldum, sá maður-
inn um borð, sem mest veltur á, því hann
einn hefur samband við félaga sinn, Carl
Dejligberg á Hans Hedtoft og er í stöðugu
sambandi við önnur skip, sem koma til
með að taka þátt í leitinni.
Slysstaðurinn er, samkvæmt fyrsta neyð-
arkalli Danans, um 25 sjómílur frá þeim
stað, sem Johannes Krúss er nú.
Sjór er nú orðnn mjög úfinn, og all-
mikill stormur. Grá þokan byrgir alla sýn
og auk þess er vaxandi íshætta.
Sierck skipstjóri getur því ekki haldið
áfram ferðinni nema með takmörkuðum
'hraða, eða með hundrað skrúfusnúning-
um á móti hundrað og þrjátíu, sem er
full ferð. Þetta þýðir, að allmikill tími fer
til spillis, því undir þessum kringumstæð-
um munu líða fullar þrjár klukkustundir
áður en togarinn kemur á slysstaðinn.
Þriggja klukkustunda bið getur orðið ör-
lagarík, er skip hefur rekizt á ísjaka. Það
er ekk ólíklegt, að skemmri tími ráði úr-
slitum, enda þótt Hans Hedtoft sé sérstak-
lega byggður til íhafsferða og sé því útbú-
inn einskonar brynvörn gegn ísnum.
o O o
Auk Johannes Krúss, sem er næstur
Hans Hedtoft, taka fleiri skip þátt í leit-
inni; Jreirra á meðal eru danska flutninga-
skipið „Umanak“, Jaýzka gæzluskpið „Po-
seidon“, ameríska skipið „Campell“, sem
fyrr er getið, danska gæzluskipið „Teist-
en“ og danska flutningaskipið „H. J.
Rink.“
Frá Nýfundanlandi leggja nú af stað
amerískar leitarflugvélar.
Síðar sögðu flugmennirnir svo frá:
„Klukkustund eftir klukkustund störð-
um við á rísandi og hnígandi öldurnar,
þar sem skipið hafði horfið. Við fundum
enga björgunarbáta. Við sáum bara ísjaka.
Glitrandi, hvítblár ís, óhugnanlegir ís-
klettar á ólgandi hafinu. Það fór hrollur
um okkur í hvert sinn sem við litum þessa
ferlegu jaka. Var það Jressi? Eða var það
hinn, sem réði niðurlögum níutíu og
fimm manns?“
Þeir fljúga aftur til Nýfundnalands, án
þess að leitin bæri nokkurn árangur. Þeir
taka eldsneyti í flýti og halda svo af stað
á nýjan leik.
En öll leit að skipinu, bátum og mönn-
um reynist árangurslaus. Auk þess hindrar
þokan alla leit í námunda við Hvarf.