Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Blaðsíða 14

Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Blaðsíða 14
14 Nýtt S O S Johannes Krúss til Hans Hedtoft . . . OK viö miðum stop . . . Klukkan 18,45. Stöðugar SOS-útsend ingar. Klukkan 18,52. Hans Hedtoft til Jo- hannes Kruss . . . Skipstjóri segir við mið- um réttvisandi „Norður“ stop . . . Johannes Krúss til Hans Hedtoft: OK . . . Við miðum 245 gráður réttvisandi stop . . . Hans Hedtoft til Johannes Krúss: OK. Eltkert nýtt hér stop . . . Klukkan 18,55. Miðunarmerki frá Hans Hedtoft. Klukkan 18,58. Til Hans Hedtoft: Við miðum yður á 220 gráðum . . . Er mikill is hjá ykkur? Stop . . . Klukkan 19,10. Hans Hedtoft til Jo- hannes Krúss: Mikið isrek, en ekki borg- arisjakar stop . . . Klukkan 19,15. Til Hans Hedtoft: Er- um á leið til ykkar, verðum sennilega tvœr klukkustundir enn . . . snjór . . . hriðarél örðu hvoru . . . mikill sjór og is hindrar ferð okkar . . . hraði hérumbil 10 sjómil- ur stop . . . Klukkan 19,56. Johannes Krúss til Hans Hedtoft: Miðunarmerki stop . . . Klukkan 19,58. Til Hans Hedtoft: Mið- um 221 gráður stop. Klukkan 19,40. Hans Hedtoft til Jo- hannes Krúss: OK . . . skipstjóri segir ekk- ert að sjá stop . . . Klukkan 19,41. Johannes Krúss til Hans Hedtoft: Getið þér skotið flugeldum? stop. Hans Hedtoft svarar: Já slop . . . Klukkan 20,06. Til Hans Hedtoft: Gjör- ið svo vel að skjóta flugeldum stop . . . Klukkan 20,08. Til Johannes Krúss: Skjótum nú flugeldum stop . . . Tilkynn- ing til skipstjóra, að Hans Hedtoft skýtur nú flugeldum stop . . . Klukkan 20,14. Til Johannes Krúss: Hafið þér séð flugeldana? stop . . . Svar til Hans Hedtoft: Nei stop . . . Til Johannes Krúss: Næst skjótum við eftir tiu sekúndur. Athygli, rakettur . . . stop . . . Klukkan 20,15. Til Johannes Krúss: Hafið þér séð flugeldana? stop . . . Til Hans Hedtoft: Nei, stop . . . Klukkan 20,16. Til Hans Hedtoft: Sjá- ið þér Ijóskastarann okkar? stop . . . Til Johannes Krúss: Nei stop . . . Klukkan 20,50. Til Hans Hedtoft: Mið- unarmerki, gjörið svo vel stop. Til Johannes Krúss: OK, stop. (Ath. Johannes Krúss hlýtur nú að hafa verið kominn á 59,5 gráður norður, 45,00 gráð- ur vestur, en ekkert sást til Hans Hed- toft. Mjög slæmt skyggni vegna sjókomu og mikill is). Klukkan 20,41 til 20,45. Hans Hedtoft til Johannes Krúss. Höfum miðað 176 gráður . . . sökkvum hægt . . . það er mik- ill is hér . . . mjög vont skyggni . . . hrið- arveður öðru hvoru . . . stop . . . Klukkan 21,00 kallar Johannes Krúss til Hans Hedtofts vegna miðunarmerkja, en ekkert svar kemur. Klukkan 21,06/7 heyrast dauf merki á 500 khz, en ekkert svar. Klukkan 21,08/9 heyrist mjög ógreini- lega á 500 kcs, og þá eru gerðar ilrekaðar tilraunir til að ná sambandi við Hans Hedtoft, en árangurslaust. Þetta voru þau skeytaskipti, sem hafa farið fram milli Nejedlo loftskeytamanns á Johannes Kriiss og loftskeytamannsins á Hans Hedtoft, þann 30. janúar 1959. Efnislega harla fáorð, en hörmulega sögu segja þau oss. Enn hefur harmsögulegur atburður i

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.