Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Page 16

Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Page 16
i6 Nýtt S O S í eyrum eins og síðustu neyðaróp. Svo varð allt kyrrt. Því var lokið. Það veldur okkur sárri hryggð, að við- leitni okkar til bjargar skyldi ekki bera neinn árangur. Eftir fyrstu loftskeytunuxn að dæma, héldum við, að Hans Hedtoft mundi haldast lengur ofansjávar. En í slíku rosaveðri og sjógangi gátum við ekki verið fljótari í ferðum. Eg vil taka það fram, að ég dáist mjög að karlmennsku og ískaldri ró loftskeyta- mannsins á Hans Hedtoft. Hann hefur á- reiðanlega notað neyðartækið, af því mik- ill sjór var kominn í vélarrúmið. Þrátt fyr- ir þetta var hann fullkomlega rólegur og æðrulaus Jressar þrjár klukkustundir, sem ég stóð í sambandi við hann. Hann leysti starf sitt af höndum með fyllstu nákvæmni allt fram á síðustu sekúndu. Hann sendi nákvæmlega stöðu skipsins, ég á við þá stöðu, sem honurn var gefin upp í brúnni. Ekki eitt einasta merki bar vott um ótta eða fát. Þetta var sannarlega ótrúlegt af- rek. Félagar mínir um borð, skipstjórinn og fyrst og fremst ég, starfsfélagi loftskeyta- mannsins á Hans Hedtoft, mun ávallt minnast með djúpri lotningu þessa afreks á sjónum, augliti til auglitis við dauð- ann.“ Rasten: „Hvenær komuð Jiér á slysstað- inn, á Johannes Krúss?“ Nejedlo: „Á föstudag klukkan 18,30 breyttum við stefnunni eftir að hafa heyrt fyrsta neyðarkallið og héldum til liðs við Hans Hedtoft. Við vorum sem næst 25—30 sjómílur frá danska skipinu, samkvæmt þeirri stöðu þess, sem okkur var gefin. Veðrið var afleitt. Vindur 10—11 stig. Haglél og stormhrinur, skyggni mjög slæmt. Rekís og borgarís olli okkur mikl- um erfiðleikum og hættum. Auk þessa ríkti myrkur heimskautsnæturinnar. Skipið okkar getur farið með 13 sjó- mílna hraða á klukkustund, en vegna ís- hættu urðum við að sigla hægara. Og allan tímann, sem við vorum á ferð, héldum við uppi stöðugu sambandi við Hans Hed- toft. Einu sinni spurði danski loftskeytamað- urinn: Hve langt eruð Jrið undan? Eg sagði honum stöðu okkar. Klukkan 21,30 ráðlagði ég félaga mín- um, sem mér fannst svo nærri fyrir til- verknað tækjanna, að skjóta neyðarrakett- nm. Þeir liafa líka gert það. En við sáum ekkert. Myrkrið var kolsvart. Þá er þess að gæta, að varla er liægt að skjóta neyðarblysi beint upp í loftið frá sökkvandi skipi. Svo að segja á sarna tíma og við feng- um síðustu tilkynninguna frá Hans Hed- toft, höfum við verið á slysstaðnum og leitað, svo sem við frekast gátum. En við sáum hvorki skip né annað. Ljóskastarar okkar megnuðu ekki að lýsa upp umhverfið í þessu dimmviðri. Allt í einu sáum við borgarísjaka beint framundan. Og allt í kring ógnaði ísinn okkar litla skipi. Skipið var í mikilli liættu. Við neyddumst til að hverfa af staðn- um, koma okkur út úr þessu geigvænlega ísasvæði. Næsta dag, sem var laugardagur, hófum við leitina að nýju strax og leitarljóst var. Veðrið var mun betra. Við nauðleituðum um það bil 25 fermílna svæði. F.n við fundum ekkert. Engan bát, eng- an, sem komizt hefði lífs af. Við sáum bara einn grámálaðan planka, en náðum honum ekki. Hann var um

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.