Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Side 17

Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Side 17
Nýtt S O S 17 einn metri á lengd og hefur sennilega ver- ið úr Hans Hedtoft. Klukkan var 14, er við sáum skipsplank- ann. Við vortim þá á suðurslag, nákvæm- lega á þeirn stað, er Hans Hedtoft hafði verið á, er síðast heyrðist til hans. Við leituðum á þessu svæði allt til kvölds. Og það er nú svo, að það má kallast einstakt happ, að við hrepptum ekki sömu örlög og Hans Hedtoft. Ef Ijóskastarinn okkar hefði ekki lent beint á ísjakanum, þá hefðum við rekizt á hann.“ Rasten:: „Er ekki hægt að sjá þessa stóru jaka í ratsjánni?" Nejedlo: „Það er mjög vont að sjá þá á þessunr breiddargTáðum. Litlu jakarnir eru næstum í kafi. Stóru jakarnir eru venjulega þaktir snjó, en það hefur þau á- hrif, að þeir sjást mjög illa í ratsjá. Þegar snjókoma er svo þar að auk, eru jafnvel beztu tæki gagnslaus." Rasten: „Bað danski loftskeytamaðurinn ekki fyrir síðustu skilaboð til venzlafólks áhafnarinnar?" Nejedlo: „Nei. Það var líka varla hægt vegna þess, að hann varð að halda uppi stöðugu sambandi við mig eða dönsku radiostöðina í landi.“ Lengra varð samtalið ekki, sem Adolf Rasten frá danska blaðinu „Politiken“ átti við Nejedlo loftskeytamann á Johann- es Kriiss. o O o Þessi hörmulegi atburður undan Hvarfi á Grænlandi minnir oss á Titanic-slysið árið 1912. Mannlegur skeikulleiki, sérdrægni, kæru leysi og ófullkomin tækni réði þar úrslit- um. En tækninni fleygði fram og skip voru staðsett á Norður-íshafi til þess að fylgjast með hreyfingum íssins og vara skip við honum. Síðan þetta ægilega slys skeði hafa tækni legar framfarir orðið hinar stórkostleg- ustu og samfara þeim hefur stóraukin reynsla komið til sögunnar. Það eru því engin undur, að allur heimurinn var lost- inn furðu og skelfingu, er fréttist um Hans Hedtoft-slysið. Og hvarvetna var spurt: Hvernig gat þetta skeð? Sennilega verður aldrei unnt að svara þeirri spurningu með óyggjandi vissu. í því efni er ekki annars kostur, en skýra atburðinn í Ijósi þeirra staðreynda, sem kunnar eru. Hans Hedtoft var á leið til Danmerkur og þetta var hans fyrsta ferð. Hann var nýtízku skip og átti að vera búinn full- komnustu öryggistækjum, sem nauðsynleg eru skipurn, er sigla á hinum viðsjárverðu leiðum Norður-íshafsins. Skipið var meðal annars búið ratsjá til þess að sjá hluti á yf- irborði sjávar, ekkólóði, sjálfvirku miðun- artæki og fjarstýritækjum. Skipið hafði meðferðis þrjá björgunarbáta, er hver tók 25 manns, björgunarbát með hreyfli og fjóra björgunarbáta (úr gúmmí), sem blása sig út sjálfkrafa, er þeir snerta sjóinn. Loft- skeytatæki skipsins gátu sent og tekið á móti skeytum innan 70 sjómílna svæðis. Allur búnaður skipsins var eins full- kominn og frekast varð á kosið. Og skipið sjálft? í skipinu voru sex vatnsþétt skrlrúm. Það átti því ekki að geta sokkið þó leki kæmi að því.*) *) Svo var og um Andrca Doria, glæsilega italska farþegaskipið. sem sökk fyrir fáeinum árum cftir á- rekstur við sænska skipið Stockholm skammt frá strönduin liandaríkjanna. (sjá 10. hefti Nýtt SOS 1958)

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.