Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Side 21
Nýtt S O S 21
rólegur. Hann stingur sér undir sjóina
þegar þeir ríða yfir, en andar djúpt þess
á milli. Fyrir bragðið örmagnast hann
ekki.
En hvað um Redlingshöfer? Hann ber
enn lengra undan og hróp hans og ótta-
kennd reynir mjög á kraftana.
Hann er að því kominn að sökkva. Það
dylst engum um borð.
En Voigt er þetta einnig ljóst. Án þess
að hyggja að eigin hættu syndir hann til
hans og hann fær honum í hendur björg-
unarhringinn, sem var tengdur fastur við
togarann.
„Náið honum inn!“ hrópar fyrsti stýri-
maður.
Skipverjar draga Redlingshöfer að borði
og ná honum inn fyrir borðstokkinn. Það
má ekki tæpara standa, hann var að því
kominn að drukkna.
En Voigt syndir, berst hraustlega við
grængolandi öldumar í ísköldum sjón-
um. Hann hefur nú ekkert samband leng-
ur við sitt skip.
En Sierk skipstjóri er staðráðinn í, að
þessum hrausta sjómanni skuli bjargað,,
honum, sem mat meira að bjarga máttar-
minni og eldri félaga sínum og fékk hon-
um í hendur það öryggistæki, er hann
sjálfur gat borgið lífi sínu með.
Sierck skipstjóri tekur stjórn skipsins í
sínar hendur og hann leggur snilldarlega
að, þar sem Voigt berst um í öldurótinu.
Og Voigt nær taki á vörpunni, sem enn
hangir utanborðs.
Og það heppnast að rífa hann úr dauð-
ans greipum.
Það er mjög svo dregið af Redlingshöf-
er, að ekki mátti á milli sjá um líf hans,
en með beztu aðhlynningu, sem kostur
var undir þesum kringumstæðum, hjarn-
aði liann við og náði sér til fulls.
En Voigt slapp úr þessu lífshættulega
ævintýri án þess að láta nokkuð á sjá.
k.