Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Qupperneq 27

Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Qupperneq 27
Nýtt S O S «7 21,22 svaraði sænska skemmtisnekkjan „Southern Cross“ . . . og fjórum mínút- um síðar ameríska flutningaskipið „City o£ Flint“. Síðarnefnda skipið myndi ekki ná á slysstaðinn fyrr en eftir 10 klukkutíma. Skemmtisnekkjan var eign sænska millj- ónamæringsins Axel Wenner-Gren, sem reyndi að hraða för sinni burt frá stríðs- ólgu Evrópu. Hann hikaði þó ekki augna- blik. Hin fagra snekkja hans, sem í tungis- skininu ljómaði eins og svanur, beygði strax út af fyrri stefnu og stefndi í átt til hins uppgefna staðar. Á Athenia sat lítill hópur og hjúfraði sig saman á lestarlúgu þrjú og hlustuðu á hávaðann frá stóru amerísku bílunum, er runnu fram og aftur í lestinni. Cook skipstjóji hafði skilið reykjapíp- una sína eftir í vasa á einkennisbúningn- um, sem liékk nú niðri í klefa hans . . . Hann hafði atfur á móti tekið sextantinn sinn með sér; hann hafði alltaf verið í eigu hans síðan hann tók stýrimannspróf- ið, og hann ætlaði ekki að skilja hann við sig nú. Klukkuna vantaði aðeins nokkrar mín- útur í ellefu, þegar þeir heyrðu Portous stýrimann koma aftur. Cook skipstjóri renndi augunum í síðasta sinn yfir þilfar- ið á bezta skipinu, sem hann hafði nokkru sinni kynnzt. Það hafði verið „heimili“ hans löngum stundum, og hann spurði sjálfan sig, hvort hann myndi nokkurn tíman eiga eftir að fá jafngott aftur. Nú var augnablikið komið að yfirgefa skipið. Bennet rafvirki mælti: „Eg hef stillt allt þannig, að það gengur meðan eldsneytið ekki þrýtur. Meira get ég ekki gert. Don, fyrsti loftskeytamaður tilkynnti: — „Eg lief sent eftirfarandi tilkynningu til Knut Nelson: — Við yfirgefum nú skipið. Set morslykilinn fastan, svo að þér eigið betra með að finna okkur. Svarið var á þessa leið: Hamingjan fylgi ykkur!“ „Nú, jæja,“ sagði Cook skipstjóri rólega. „Þá er ekki meira hér að geral Komið . . .“ Dreifðir allt í kringum sökkvandi skip- ið lágu björgunarbátarnir eins og hvítar bólur á hafinu. Enn voru fáir þeirra komnir lengra en sjómílu í burtu . . . og septembertunglið sendi birtu sína yfir þá, en á milli varð myrkur þegar svört skýin huldu það. Skyldu fyrstu fórnarlömb hinn- ar síðari heimsstyjaldar eiga eftir að sjá dag Ijóma? Allt í einu brast á regnhryðja og svört skýin huldu tunglið. Björgunarbátarnir 26 að tölu lágu nú dreifðir á sex sjómílna svæði kringum sökkvandi hafskipið. Öld- urnar ýfðust í vindinum og flestir bátarn- ir urðu fyrir ágjöf. Þegar hryðjunni slotaði byrti svo stjörnubjart varð og tunglsskinið flæddi yfir hafið. Stöðugt var skotið neyðarflug- eldum á loft frá bátunum, þeir stöðvuðust andartak, ljómuðu og slokknuðu svo. Frá mörgum bátanna hljómaði sálmasöngur ásamt barnsgráti og öðru hverju heyrðist mjóðursjúk kona veina. Margir farþeganna í bátunum voru sjóveikir. Mörgum skipbrotsmanna virtist fyrstu hjálparskipin koma samtímis á slysstaðinn. En raunverulega var tveir og hálfur tími frá því norska olíuskipið Knut Nelson kom, þar til lystisnekkja sænska milljónr- mæringsins Axel Wenner-Gren náði á staðinn. Knut Nelson hafði ekki þurft að fara nema 45 sjómílna vegalengd og kom eins og talað hafði verið um kringum miðnætti, á hinni örlagaríku stund milli þriðja og fjórða september 1939. Það heyrðust strax gleðihróp og köll frá

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.