Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Síða 29
Nýtt S O S 29
setinn kom þjótandi og tilkynnti, að einn
björgunarbátanna væri að sökkva fram-
undan.
„Hvar?“ spurði norski skipstjórinn og
greip eftir sjónaukanum. Hann leitaði yf-
ir dimmt hafið og rétti svo sjónaukann að
Cook skipstjóra. Hvorugur þeirra kom
auga á neinn sökkvandi bát.
Til frekara öryggis skipaði Anderssen
skipstjóri nokkrum mönnum sínum framá
til frekari athugunar og Cook skipstjóri
yfirgaf brúna til þess að reyna að finna
betri útsýnisstað. Tveinm mínútum síðar
heyrðist aftur hrópað: „Björgunarbátur að
sökkva framundan!“ Cook skipstjóri kom
þjótandi aftur upp í brúna og Anderssen,
sem þóttist fullviss um, að eitthvað væri
að ske framundan, hringdi í vélina: „Fulla
ferð áfram!“
Allt í einu tók skrúfan á olíuskipinu að
snúast hratt og í sjónum myndaðist mikil
hringiða. Skipið tók að hreyfast áfram.
Á sama augnabliki varð línan, sem hélt
bát 5A stíf sem stálvír. Svo hrökk hún í
sundur. Aðeins þriggja til fjögurra metra
bil skildi nr. 5A frá skrúfu olíuskipsins.
Dillon háseti kom strax auga á hættuna og
hrópaði til mannanna við árarnar. En hvað
þýddi að kalla skipanir til manna, sem
ekki skildu hvað hann sagði?. Árum var
ýtt í síðu Knut Nelson, en það var enginn,
sem gerði alvarlega tilraun til að róa frá
skipinu. Dillon gerði síðustu tilraun til
bjargar. Hann greip ár og reyndi að halda
bátnum með henni frá skipshliðinni.
í bát nr. 12 sá fyrsti vélstjóri, Emmery,
hvað var að ske og hrópaði til mannanna
uppi á þilfarinu: „Stöðvið skrúfuna!"
En nú var nr. 5A að dragast að skrúf-
unni með skutinn á undan. Áramar brotn-
uðu eins og eldspýtur, þegar báturinn
rakst í skipssíðuna. Veikbyggður báturinn
hélt áfram í áttina til hinna hræðilegu
skrúfublaða, en slapp svo eins og fyrir
kraftaverk frá þeim aftur. Konur æptu, og
af þilfarinu á skipinu heyrðist hver æpa
upp í annann.
Þegar nr. 5A í næsta skipti rann að
skrúfunni var Dillon ljóst, að báturinn var
búinn að vera. Hann fleygði árinn frá sér
og hrópaði: „Stökkvið útbyrðis! Stökkvið!“
Báturinn var nú alveg kominn að skrúf-
unni og hann stökk sjálfur. Eitt skrúfu-
blaðanna, sem kom að neðan hitti í kjöl
5A og hjó bátinn í tvennt, eins og þegar
eldspýtnastokkur er molaður.
Skrúfan lyfti klofnum bátnum í loft
upp. Nær 90 manns — karlar, konur og
börn . . . Englendingar, Ameríkanar, Kan-
adabúar, Þjóðvarjar, Pólverjar og Rúmen-
ar — þeyttust í sjóinn. Suma tóku skrúfu-
blöðin, aðrir soguðust í kaf, en nokkrir
þeyttust langt í burtu. Annar helmingur
bátsins rak á burt me ðkjölinn upp.
Loks var skrúfan stöðvuð á Knut Nel-
son, og björgunarlínum var kastað út til
að reyna að bjarga þeim, sem flutu í björg-
unarbeltunum. Nokkrir hrópuðu á hjálp,
en margir voru ónotalega þögulir, eins og
þeir væru dauðir eða meðvitundarlausir.
Knut Nelson sendi geisla úr Ijóskastara
út yfir hafið og fann leifar björgunarbáts-
ins, og fólkið sást synda í kring, en brátt
ráku mennirnir út í myrkrið.
í meira en þrjá tíma héngu nokkrir
menn gegnkaldir á flakinu af björgunar-
bátnum, þar til að lokum að brezkur tund-
urspillir bjargaði þeim.
Margir björgunarbátanna komust til
sænsku lystisnekkjunnar „Southern Cross“.
í allt komust 380 manns þar um borð.
Knut Nelson hafði bjargað 430 manns
og gat nú alls ekki rúmað fleiri. Það sem