Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Qupperneq 30
30 Nýtt S. O. S.
eftir var urðu þrír tundurspillar að sjá
um, sem komið höfðu á vettvang.
Síðasti báturinn, sem farþegunum var
bjargað úr var 14A með 105 manns um
borð. Klukkan var tíu um morguninn er
tundurspillirinn Electra sigldi að honum.
Copland fyrstistýrimaður, sem hafði
stjórnað 14A, var boðinnn velkominn f
brúnni af skipherranum á Electra. Meðan
skipin skiptust á merkjum til að komast
að raun um, hve margra væri saknað, gekk
hann undir þiljur. Einn af þeim fyrstu,
sem hann hitti var skipslæknirinn á Ath-
enia, Sharman, sem hafði um nóttina ver-
ið í bát 12A.
„Gekk yður vel að koma sjúklingnum
yðar frá borði?“ spurði Copland .
„Eg veit það ekki,“ svaraði læknirinn.
Við svarið kom áhyggjusvipur á andlit
stýrimanns. Hann gat ekki ásakað læknir-
inn, bví hann var ekki regluleeur meðlim-
ur áhafnarinnar, og hafði sennilega aðeins
hegðað sér eins og honum var skipið.
En hvar var kanadíska frúin, Rose Griff-
in, sem hafði fallið niður stiea og var bor-
in meðvitundarlaus inn í sjúkraherbergið,
stuttu eftir að Athenia lagði af stað frá
Glasgow?
Það tók Copland ekki langan tíma að
finna það út. Eftir flaggmerkjum fékk
hann að vita, að hún var ekki um borð í
neinu skipanna. Hún hlaut því að vera
enn um borð í Athenia. Lá í sjúkrarúmi
bak við læstar dyr. Var gleymd.
Copland snéri sér að Harvey bátsmanni
og sagði: „Reynið að ná í sjálfboðaliða!"
Bátsmaðurinn, sem skildi um hvað var
að ræða, flýtti sér niður og kom stuttu
síðar og tilkynnti, að hann og hásetinn
McLeod væru reiðubúnir að fara yfir í
Athenia. Copland þakkaði honum og gekk
svo á stjórnpall og setti skipherra tundur-
spillisins inn í málið.
Kapteinn S. A. Buss var reyndur sjó-
maður, og honum var ljóst, að það að
stöðva tundurspilli lengi á þessum slóðum
gat þýtt tundurskeyti í skipið.
„Þér verðið að athuga, að ég er með nær
600 manns um borð, og að ég get ekki
sett líf þeirra í hættu til að bjarga einu,“
sagði hann.
Copland skildi hann, en gafst ekki upp.
„Nú jæja, ef þér ekki viljið setja bát á
flot fyrir mig, þá setjið mig í það minnsta
í einn af tómu bátunum okkar.“
Buss kapteinn hikaði.
„Hvað myndi fólk hugsa um mig í
Glasgow, ef ég skildi þessa konu eftir um
borð? liélt Copland áfram, og að lokum
lét Buss undan.
Bát var sveiflað út og Copland fyrsti-
stýrimaður, Harvey bátsmaður, McLeod
háseti og sex menn af áhöfn Electra fóru
upp í hann. Tundurspillirinn sigldi eins
nálægt Athenia og hann þorði, og nam
staðar um þrjú hundruð metra frá skipinu.
Hér var báturinn sjósettur. f Ijómandi
morgunsólinni virtist það óskiljanlegt, að
Athenia væri virkilega að sökkva. Það var
sýnilegt, að skipið hafði verið yfirgefið
fyrirvaralaust. Kaðalstigar og kaðlar héngu
hvarvetna niður með síðunum, eins og
jólatrésskraut. En að frátöldum afturhlut-
anum, sem lá djúpt, virtist skipið stöðugt
vera sjófært.
Róðrarbáturinn rakst í háa stálsíðuna,
og mennirnir frá Athenia klifruðu um
borð eftir kaðalstiga, og að vörmu spori
stóðu þeir á þilfarinu á sínu eigin skipi.
Copland fyrstistýrimaður, sem var þraut-
reyndur sjómaður, sá strax, að það var
sorglega stutt til endalokanna, og þeir
iirðu að að vera snöggir í snúningum., því