Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Blaðsíða 31

Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Blaðsíða 31
Nýu S. O. S. 31 skipið hallaðist yfir 30 gráður. Það var ekki einu sinni tími til að álykta, hve langan tíma þeir höfðu. Þeir neyddust til að þjóta af stað. Copland fór á undan eftir þilfarinu framhjá lúgunum á lest 5, þar sem líkin lágu enn vafin innan í yfirbreiðslur. Við endann á farþegaþilfarinu hikaði hann brot úr sekúndu. Fyrir neðan var þilfarið í kafi, en þeir urðu að komast þar fram hjá. í síðasta sinn gekk hann niður stigann, sem hann hafði notað þúsund sinnum áð- ur. Sjórinn náði honum í hné, og með Harvey og McLeod á hælum sér óð hann eftir þilfarinu inn í ganginn, þar sem hann fleigði sér á fyrstu sjúkraherbergisdyrnar. Hurðin gaf ekki eftir. „Komið hingað!“ hrópaði hann. Með sameinuðum þunga sínum gátu þeir brotið hurðina. Slasaða konan lá þar í hvítu rúminu, enn meðvitundarlaus. Sjórinn gutlaði um rúmið. Aðeins 30 cm. í viðbót og konan hefði verið dáin. „Það er engum tíma að spilla,“ sagði fyrsti stýrimaður. — „Við verðum að koma henni héðan!“ Þeir sveipuðu hana teppum, gripu hana á milli sín og þutu af stað. Þegar þeir höfðu vaðið yfir þilfarið og voru komnir að stiganum, fór skjálfti um Ath- enia. Það gat ekki verið nema um nokkr- ar mínútur að ræða þar til skipið sykki. (Það sýndi sig síðar að vera sjö mínútur). Með miklum erfiðismunum komu þeir sjúklingnum upp stigann. Báturinn frá Electra var nú aftur á leiðinni til þeirra. Þeir báru meðvitundarlausa konuna út að lunningunni, bundu kaðal yfir um hana og létu hana síga hægt niður í bátinn. Einni hugmynd hafði hvað eftir annað skotið upp kollinum í huga Harveys. Þeg- ar hann fyrst yfirgaf Athenia hafði hann skilið eftir gullúr sitt ásamt fleiru í rúmi sínu. „Má ég hlaupa niður og ná í það?“ spurði hinnn 60 ára gamli bátsmaður, sem hafði eytt mestu af ævi sinni á hafinu og var ekki hræddur við að drukkna. „Nei,“ svaraði Copland. „Komdu“. Þeir flýttu sér niður í bátinn og réru burt. Þegar þeir komu um borð í Electra gekk Copland starx fyrir skipherra. „Þökk fyrir,“ sagði hann stillilega. — „Þakka yður fyrir, að ég fékk að sækja hana.“ Kapteinn Buss leit yfir til Athenia. Þar sem skipið lá gat það verið hættulegt öðr- um skipum. „Á ég að sökkva henni með fallbyssuskothríð?“ spurði hann Copland. „Nei,“ svaraði fyrsti stýrimaður. „Lát- um hana bara vera!“ Á þilfarinu fyrir neðan stóð Harvey bátsmaður og var að búa sér til sígarettu, allt í einu hætti hann og leit upp, þegar sjómaðurinn við hliðina á honum hrópaði: „Svona, nú fer hún!“ Fimmtán og hálfum tíma eftir að Ath- enia hafði orðið fyrir tundurskeytinu, sá bátsmaður hið geisistóra stefni skipsins rísa hátt við himin. Afturendinn seig nið- ur hraðar og hraðar og allt í einu var þetta stóra hafskip horfið. Aðeins fljótandi brak og loftbólur gáfu til kynna, hvar gröf þess var. Þessu var lokið. Skipin fimm, sem kom- ið höfðu til hjálpar, stefndu til til Skot- lands eða Kanda. Skiptapinn hafði kost- að 112 manns lífið, 93 þeirra voru far- þegar og 19 menn af áhöfninni. 69 voru konur og 16 börn. Jafnvel Þjóðverjarnir voru óttaslegnir

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.