Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Blaðsíða 32
38 Nýtt S O S
Jólakvöld í Biskayaflóa 1916
Danskur sjómaður segir fró óhunganlegum
atburði ó jólakvöld 1916, þegar þýskur
kafbótur skaut niður danskt skip, sem
hann var ó, með tundurskeyti.
— Út! — hrópaði sænski kyndarinn ofsa-
lega um leið og hann svipti opnum klefa
dyrunum —út!, og það fljótt. Bölvaðir
Þjóðverja hundarnir eru að senda okkur
tundurskeyti!
yfir þessum atburði — en af allt annarri
ástæðu en heimurinn yfirleitt.
Fyrstu viðbrögðin var tilkynning fr.á
þýzka flotamálaráðuneytinu að morgni
þess fjórða september: — Það eru engir
þýzkir kafbátar á þessum slóðum. Senni-
lega er það enskur kafbátur, sem hefur
skotið tundurskeytinu í áróðursskini gegn
hlutleysi Ameríku.
Það var ekki fyrr en kafbáturinn kom
heim til Þýzkalands 27. september, að
flotamálaráðuneytið þýzka tilkynnti, að
Athenia hefði „af vangá“ verið sökkt af
U-20, undir stjórn yfirlautinants Fritz-
Julius Lemp. Lemp var sendur í skyndi
til Hitlers. Og hann og skipshöfn hans
urðu að sverja, að gefa aldrei upp sann-
leikann í máli þessu, og síðan var dagbók
U-30 fölsuð.
Dasbókin var síðar lögð fram í réttin-
um í Niirnberg. Lemp sjálfur var ekki til
staðar til að bera vitni. Lemp fórst 1941,
þegar brezk djúpsprengja sprakk undir
hinum nýja 1050 tonna stóra kafbát hans,
U-110, suður af íslandi, þar sem hann var
að elta skipalest Bandamanna.
Og nokkrum mínútum síðar var skipið
okkar horfið í æstar bylgjur hafsins, og
skipshöfnin var skilin eftir til að sjá um
sig sjálf í skipsbátunum á ólgandi hafinu,
og augnabliki síðar hvinu kúlurnar um
kring bátana frá ensku herskipi, sem kom-
ið hafði á vettvang, og reyndi nú að koma
kafbátnum fyrir kattarnef.
Þessi óhugnanlegi atburður skeði í Bisk-
ayaflóanum á aðfangadagskvöld jóla 1916,
er danska skipið „Danskborg", sem gert
var út af útgerðarfélaginu C. K. Hansen,
ásamt öðru dönsku skipi var skotið niður
með tundurskeytum af þýzkum kafbáti.
Einn af meðlimum áhafnarinnar á „Dansk-
borg“ segir þannig frá atburðunum. Þetta
var hans fyrsta og síðasta ferð sem sjó-
manns fyrir nær 43 árum síðan.
— Eg liafði nýlokið sveinsprófi í húsa-
málun, en hafði hvorki vinnu né neinn
styrk. Það er óhætt að segja, að ég hafi
um þetta leyti liðið af útþrá, og þar sem
atvinnuástandið og útlitið var ekki svo
gott heima vegna styrjaldarinnar, ákvað ég
að láta skrá mig á eitthvert skip í sigling-
ar, með þá barnalegu von í brjósti, að
geta „stungið af“ í einhverri erlendri höfn.
Helzt vildi ég komast til Ameríku, en sá
draumur rættist nú ekki. Mér heppnaðist
að ráða mig sem kolamokara á „Dansk-
borg“, sem C. K. Hansen átti. Sérstaka
hæfileika hafði ég ekki til að inna þetta
verk af höndum, enda afkastaði ég ekki
miklu, þar sem ég þjáðist stanzlaust af sjó-
veiki alla leiðina, og lá í koju mestan tím-
ann. Nú eftir á hef ég það á tilfinning-
unni, að ég hafi víst verið sá allra lélegasti