Nýtt S.O.S. - 01.09.1959, Page 33
Nýtt S O S 33
sjómaður, sem nokkru sinni hefur verið á
skip skráður, en það varð líka mín fyrsta
og síðasta ferð sem sjómaður.
í SKIPALEST UM
ERMARSUND.
Fyrsti áfangastaður á ferð okkar var
Sunderland í Englandi, þar sem við átt-
um að lesta kol, og þaðan áttum við að
halda til Portúgal, sem var þátttakandi í
fyrri heimsstyrjöldinni við hlið banda-
manna. En Portúgal kom ég aldrei til með
að sjá. Við sluppum yfir Norðursjóinn
án þess að nokkuð alvarlegt kæmi fyrir og
tókum kolin um borð í Sunderland. Þar
fékk ég nokkurra daga kærkomna hvíld
til að jafna mig eftir ferðina yfir Norður-
sjóinn, en á þeirri leið var ég hræðilega
sjóveikur. Frá Sunderland fórum við suð-
ur með austurströnd Englands, og þegar
við komum suður í Ermarsundið vorum
við teknir í skipalest, sem var í fylgd með
enskum herskipum. Þjóðverjar höfðu þá
fyrir alvöru aukið kafbátahernaðinn, og
hættan var þar alltaf yfirvofandi. Þetta
var því ferð, þar sem hvert augnablik var
yfirspennt. Þar við bættist að alla leiðina
geisaði stormur. Stöðugt urðum við að
vera á verði fyrir kafbátunum, sem alltaf
öðru hverju komu tilkynningar um, og
stundum kom það fyrir, að til orustu kom
milli skipa bandamanna og Þjóðverja
nálægt skipalestinni. En brátt var Ermar-
sund að baki, og ekkert hafði hent okkur.
UNDIRBÚNINGUR
UNDIR AÐFANGADAGSKVÖLD.
Á aðfangadagskvöld vorum við komnir
dálítið suður í Biskayaflóann. Það var
hvasst og slæmur sjór, og þrátt fyrir það
að hættan af kafbátunum var enn fyrir
hendi, var skap áhafnarinnar léttara en
það hafði verið undanfarna daga, því að
allir hlökkuðu til aukaveitinganna, sem
veittar voru á aðfangadagskvöld. í eldhús-
inu hamaðist kokkurinn með potta og
pönnur, og yndislegur ilmur streymdi það
an út til okkar. Á mig hafði það samt
sem áður engin áhrif. Eg var ennþá sjó-
veikari en nokkru sinni áður á ferðinni,
og bara orðið matur var mér hrein viður-
styggð. Útkoman varð líka sú, að ég varð
að fara í koju, og þar lá ég, þegar sænski
matsveinninn eins og óttinn uppmálaður
slengdi opnum dyrunum og hrópaði: —Út!
út! og flýttu þér. Bölvaðir Þjóðverjahund-
arnir eru að senda okkur tundurskeyti!
ÞJÓÐVERJARNIR STÁLU
JÓLAMATNUM OKKAR
— í bátana, þannig hljóðaði skipunin
frá Þjóðverjunum á kafbátnum, sem lá
nokkrar skipslengdir frá okkur. Mykrið
hafði nú lagzt yfir hafið, en samt gátum
við greint stálófreskjuna á háum öldunum.
Bátarnir voru gerðir í stand, og í aðeins
nauðsynlegustu klæðum fórum við í þá
til þess að róa burt frá „Danskborg", sem
við vissum, að eftir skamma stund lægi
á hafsbotni.
Áður en Þjóðverjarnir bjuggust til að
sökkva „Danskborg", fóru þeir þó fyrst
um borð, og þegar þeir svo komu frá
borði, sáum við, að þeir tóku með sér
allan hinn indislega jólamat okkar og
fluttu hann með sér yfir í kafbátinn. Þess-
ir viðburðaríku atburðir höfðu algjörlega
rekið sjóveiki mína á flótta, og á þessu
augnabliki hefði ég vissulega getað étið
heila önd, hefði ég átt þess kost. Að fáum
mínútum liðnum var „Danskborg" ekki